Réttur - 01.01.1968, Page 47
öðrum þjóðum sem hygðust þrengja að
„bandarískum hagsmunum", með spansk-
reyrnum („big stick") eða þegar Upplýsinga-
skrifstofa sjóhersins gaf einni skýrslu sinni
þessa umbúðalausu fyrirsögn: Bandaríski sjó-
herinn sem iðnaðarveldi til efnahagslegrar
útpenslu (1922). Eugen R. Black, fyrrverandi
forseti Alþjóðabankans, ritaði eftirfarandi (í
Columbia Journal of World Busíness, vol. I,)
1965: „Aætlun okkar um aðstoð við útlönd
er ný gróðalind fyrir bandaríska verzlun.
Kaupsýslan hefur af henni þrenns konar á-
bata: 1) Með aðstoðinni við erlend ríki öfl-
um við þýðingarmikilla markaða fyrir vörur
og þjónustu Bandaríkjamanna. 2) aðstoðin
við útlönd býr í haginn fyrir öflun nýrra
markaða handan hafsins fyrir bandarísk auð-
félög. 3) aðstoðin tryggir að í löndum þeim
sem njóta aðstoðarinnar, ríki kerfi einka-
framtaks, þar sem bandarísk fyrirtæki fái
blómgazt."
A. F. Brimmer, sá sem fer með efnahags-
mál á skrifstofu verzlunarráðuneytisins, var
enn þá ómyrkari í máli á fundi kaupsýslu-
manna (Netv York Times, 5. des. 1965): „Ef
áætlunin um efnahags- og hernaðaraðstoð við
útlönd verður niður felld, er mjög hætt við
því að fjárfesting einkaaðila erlendis væri tap-
aður eyrir, þar sem öryggi þeirra væri þá ekki
lengur tryggt."
Dæmi um það hvernig voldugir kaupsýslu-
menn líta á einingu stjórnmála-, hernaðar-
og efnahagsmuna landsins, eru ummæli A.
Wentworth, varaforstjóra Chase Manhattan-
bankans sem á einkum hagsmuna að gæta í
Austurlöndum fjær (Political, vol. I. 1965).
„Aður fyrr báru erlendir fjárfestendur nokk-
urn kvíðboga í brjósti vegna almennra
stjórnmálaviðhorfa í þessum hluta heims
(SA-Asíu). En nú er þess að gæta að aðgerðir
Bandaríkjanna í Vietnam á þessu ári (1965)
— aðgerðir sem hafa sýnt að land okkar er
fastráðið í að vernda hinar frjálsu þjóðir í
þessum heimshluta — hafa mjög orðið til
þess að stappa stálinu í fjárfestendur í Asíu
og á Vesturlöndum. Að mínum dómi er þess
fastlega að vænta að hin frjálsu ríki í Asíu
njóti efnahagsþróunar, sambærilegrar við þá
sem gekk yfir Evrópu, þegar hún var búin
hinum tvöfalda skildi Trumankenningarinnar
og Nató. Hið sama gerðist í Japan, þegar
íhlutun Bandaríkjanna í Kóreu dró úr tor-
tryggni fjárfestenda."
Þessi ummæli bera öll með sér að fúsleiki
bandarískra auðmangseigenda til fjárfesting-
ar erlendis stendur í beinu hlutfalli við „stöð-
ugleikann" í stjórnmálum hlutaðeigandi
landa, en hann er svo afmr, að þeirra dómi,
nátengdur „efnahags- og hernaðaraðstoð"
stjórnarvaldanna. Og frelsishugtakið birtist
hér aftur í ljósi þess frelsis sem hlutaðeigandi
ríki veita einkaframtaki og auðmagni þess til
verzlunar og athafna. Hið pólitíska markmið:
að vernda hinn frjálsa heim, er m. ö. o. hið
sama og vernda þessa tegund frelsis.
Efnahagsstarfsemi Bandarikjanna
erlendis
En hvernig fær sú skýring staðizt að banda-
rísk utanríkisstefna ákvarðist öðru fremur af
efnahagsmunum kapítalismans, úr því að
heildarútflutningurinn nemur ekki einu sinni
5% þjóðartekna (brúttó) og fjárfesting
Bandaríkjanna erlendis nær ekki 10%, mið-
að við fjárfestinguna innanlands? (I þessu
felst ekki að efnahagsþátturinn sé einn að
verki, heldur að hann sé þyngstur á metaskál-
unum).
Þess ber að gæta að af hundraðstölum sem
þessum verður lítið ráðið um hvata ákveð-
innar utanríkisstefnu. Ofá stríð voru háð af
stórveldunum til þess að ná yfirráðum yfir
kínverska markaðinum á þeim tíma er hann
47