Réttur


Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 47

Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 47
öðrum þjóðum sem hygðust þrengja að „bandarískum hagsmunum", með spansk- reyrnum („big stick") eða þegar Upplýsinga- skrifstofa sjóhersins gaf einni skýrslu sinni þessa umbúðalausu fyrirsögn: Bandaríski sjó- herinn sem iðnaðarveldi til efnahagslegrar útpenslu (1922). Eugen R. Black, fyrrverandi forseti Alþjóðabankans, ritaði eftirfarandi (í Columbia Journal of World Busíness, vol. I,) 1965: „Aætlun okkar um aðstoð við útlönd er ný gróðalind fyrir bandaríska verzlun. Kaupsýslan hefur af henni þrenns konar á- bata: 1) Með aðstoðinni við erlend ríki öfl- um við þýðingarmikilla markaða fyrir vörur og þjónustu Bandaríkjamanna. 2) aðstoðin við útlönd býr í haginn fyrir öflun nýrra markaða handan hafsins fyrir bandarísk auð- félög. 3) aðstoðin tryggir að í löndum þeim sem njóta aðstoðarinnar, ríki kerfi einka- framtaks, þar sem bandarísk fyrirtæki fái blómgazt." A. F. Brimmer, sá sem fer með efnahags- mál á skrifstofu verzlunarráðuneytisins, var enn þá ómyrkari í máli á fundi kaupsýslu- manna (Netv York Times, 5. des. 1965): „Ef áætlunin um efnahags- og hernaðaraðstoð við útlönd verður niður felld, er mjög hætt við því að fjárfesting einkaaðila erlendis væri tap- aður eyrir, þar sem öryggi þeirra væri þá ekki lengur tryggt." Dæmi um það hvernig voldugir kaupsýslu- menn líta á einingu stjórnmála-, hernaðar- og efnahagsmuna landsins, eru ummæli A. Wentworth, varaforstjóra Chase Manhattan- bankans sem á einkum hagsmuna að gæta í Austurlöndum fjær (Political, vol. I. 1965). „Aður fyrr báru erlendir fjárfestendur nokk- urn kvíðboga í brjósti vegna almennra stjórnmálaviðhorfa í þessum hluta heims (SA-Asíu). En nú er þess að gæta að aðgerðir Bandaríkjanna í Vietnam á þessu ári (1965) — aðgerðir sem hafa sýnt að land okkar er fastráðið í að vernda hinar frjálsu þjóðir í þessum heimshluta — hafa mjög orðið til þess að stappa stálinu í fjárfestendur í Asíu og á Vesturlöndum. Að mínum dómi er þess fastlega að vænta að hin frjálsu ríki í Asíu njóti efnahagsþróunar, sambærilegrar við þá sem gekk yfir Evrópu, þegar hún var búin hinum tvöfalda skildi Trumankenningarinnar og Nató. Hið sama gerðist í Japan, þegar íhlutun Bandaríkjanna í Kóreu dró úr tor- tryggni fjárfestenda." Þessi ummæli bera öll með sér að fúsleiki bandarískra auðmangseigenda til fjárfesting- ar erlendis stendur í beinu hlutfalli við „stöð- ugleikann" í stjórnmálum hlutaðeigandi landa, en hann er svo afmr, að þeirra dómi, nátengdur „efnahags- og hernaðaraðstoð" stjórnarvaldanna. Og frelsishugtakið birtist hér aftur í ljósi þess frelsis sem hlutaðeigandi ríki veita einkaframtaki og auðmagni þess til verzlunar og athafna. Hið pólitíska markmið: að vernda hinn frjálsa heim, er m. ö. o. hið sama og vernda þessa tegund frelsis. Efnahagsstarfsemi Bandarikjanna erlendis En hvernig fær sú skýring staðizt að banda- rísk utanríkisstefna ákvarðist öðru fremur af efnahagsmunum kapítalismans, úr því að heildarútflutningurinn nemur ekki einu sinni 5% þjóðartekna (brúttó) og fjárfesting Bandaríkjanna erlendis nær ekki 10%, mið- að við fjárfestinguna innanlands? (I þessu felst ekki að efnahagsþátturinn sé einn að verki, heldur að hann sé þyngstur á metaskál- unum). Þess ber að gæta að af hundraðstölum sem þessum verður lítið ráðið um hvata ákveð- innar utanríkisstefnu. Ofá stríð voru háð af stórveldunum til þess að ná yfirráðum yfir kínverska markaðinum á þeim tíma er hann 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.