Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 57

Réttur - 01.01.1968, Page 57
Með lækkun á verði hráefnanna, sem alþýða þessara landa framleiðir, kreistir auðvaldið blóðið undan nöglum þessa fólks. Með því ægilega þjóðfélagslega umróti, sem auðvald- ið veldur í þessum löndum (sbr. t.d. hina feikn hröðu borgamyndun í rómönsku Ame- ríku), er bláfátækri alþýðu hrúgað saman í „blikk-borgum" og öðrum eymdarhverfum stórborganna. — Og strax og hægt er að opna augu þessarar alþýðu fyrir því hver böl- valdur lífs hennar er, rís þar voldugt bylting- arafl gegn auðvaldsdrottnum heims. En Viet- nam-styrjöldin sýnir jafnframt hve ægilegt blóðbað auðvaldið býr slíkum byltingaröfl- um, meðan það fær enn frið til þess heima. VERKALYÐUR AUÐVALDSLANDA En hættir þá verkalýður stóriðjulandanna að vera hugsanlegt byltingarafl, þótt hann sé að mestu kominn af hungurstíginu, svo hin brýna, harða barátta um hið daglega brauð reki hann eigi lengur til að steypa þeirri stétt, sem áður tók brauð'ð frá börnum hans? Yms- ir myndu máske segja að þorri verkalýðs þessara landa væri nú kominn í svipaða að- stöðu og borgarastéttin var víða meðan aðall- inn enn var drottnandi stétt: velmegandi og áhrifarík stétt, en ekki valdastétt. En þeir, sem þannig vilja líta á verkalýð stóriðjulanda, mega muna að einnig borgarastétt sú, sem fyrrgreinda aðstöðu hafði, gerði byltingu að lokum, þótt með öðru móti væri en hin enska og franska borgarabylting, er brautina ruddi. En það eru önnur rök eigi síður þung en baráttan fyrir brauð'nu, sem knýja verkalýð iðnaðarlandanna til að taka völdin af auð- valdsherrum sínum, þegar sá verkalýður hefur

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.