Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 5

Réttur - 01.04.1972, Page 5
Hann var nýorðinn utanríkisráðherra í ráðu- neyti Macmillans 1960, — og er það nú og hefur sýnt sig að vera einhver harðvítug- asti og ósvífnasti imperíalisti Bretlands. Það var þessi maður, sem tók sér fyrir hendur að beygja og blekkja helztu valda- menn Islands í landhelgismálinu, bjarga Bret- um frá skömm og stýra Atlanzhafsbandalag- inu út úr hugsanlegri hættu. Mun þá óspart hafa verið skírskotað til hollustu þeirrar, er ýmsir valdamenn Islands höfðu svarið At- lanzhafsbandalaginu. Samtölin hófust — og auðvitað var farið á bak við Alþingi og stjórnarandstöðuna, sem þá var Alþýðubandalagið og Framsókn. Al- þýðublaðið viðurkenndi 5. marz 1961 að „fimm mánaða starf á bak við luktar dyr" lægi á bak við uppgjafarsamninginn og að „aðeins ríkisstjórnin og sárafáir embættis- menn og þingmenn stjórnarflokkanna vissu, hvað var að gerast." Urslitaumræðurnar fóru fram á utanríkis- ráðherrafundi Atlanzhafsbandalagsins í hinni nýju byggingu þess í Boulogne-skógi í París 16. des. 1960. Þar ræddust þeir Home og ✓ Guðmundur I. við og síðar í London. Þar var uppgjöfin ákveðin. Eftir var að beygja stjórn- arliðið. Það tók tímann til febrúarloka að handjárna það. A meðan var haldið áfram að fara á bak við Alþingi. Og stjórnarandstöðunni var hik- laust sagt ósatt um gang málsins. Þannig sagði Guðmundur I. utanríkisráðherra í svari við fyrirspurn stjórnarandstöðunnar 6. febr. 1961 um viðræðurnar í París og London: „I þessum tillögum kom ekki fram nein tillaga eða neitt tilboð af Islands hálfu um lausn málsins og við höfum ekki heldur síðar sett fram neina slika tillögu." 27. febrúar var svo „uppkastið" lagt fyrir Alþingi, uppkastið að bréfaskiptum Breta og íslendinga, sem ekki mátti hagga einu orði í, — íslenzki Munchensamningurinn, þar sem Home hinsvegar lék einræðisherrann. Það sem brezki imperíalisminn fékk ekki unnið með „þorskastríði" við Islendinga, skyldi nú vinnast með Munchen-samningum að Hitlers hætti með skírskotun til íslenzkra valdhafa um sameiginlega hagsmuni Atlanz- hafsbandalagsins. AÐVARANIR VEGNA UPPKASTSINS Hættulegasta atriði uppkastsins var að ís- land skuldbindi sig til að færa ekki fiskveiði- lögsöguna út fyrir 12 rnílur, nema í sam- komulagi við Breta, og ef það samkomulag ekki tækist — þá að leggja málið fyrir Haag- dómstólinn. (Samkvæmt „uppkastinu" frá 1908 átti Island að verða óaðskiljanlegur hluti Danaveldis). Þetta atriði var auðsjáanlega það, sem Bretar lögðu mest upp úr. Og þetta var það, sem stjórnarandstaðan deildi harðast á og varaði eindregnast við. Var þá m.a. óspart vitnað til þeirra orða Olafs Thors, er hann mælti í sjómannadags- ræðu 7. júní 1953, er fyrsta stækkunin á fiskveiðalandhelginni fór fram og Bretar vildu vísa málinu til Haagdómstólsins, en orð hans voru þessi: ..Hvers vegna skyldu Islendingar líka vera að leita uppi elnhverja þá aðila, Haagdómstólinn eða aðra, sem kynnu að véfengja gerðir Islendinga, og kosta til þess bæði fé og fyrirhöfn." Stjórnarandstæðingar töluðu allflestir í umræðunum, sem stóðu næstum heila viku (2. til 9- niarz). Vöruðu þeir allir eindregið 53

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.