Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 44

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 44
löndum þar sem alþýðan hefur tekið völdin, sýnir hver nauðsyn er á að verkamenn og starfandi stéttir allar skilji að ríkisrekstur, þjóðnýting og alþýðuvöld þjóna þá fyrst til- gangi sínum til fulls, þegar stjórnin á þessum fyrirtækjum, ríkinu, þjóðfélaginu verður fjöldans eigið verk, — þroskaðs, þekkingar- ríks fjölda, sem veit hvað hann vill. Það er alþýðu manna mikil nauðsyn að fylkja sér fast um flokka sína, forustu og for- ingja, er vel hafa reynst, og magna þá með trausti sínu og trúnaði. Saga verklýðshreyf- ingarinnar geymir mörg hin fegursm dæmi um þá tryggð, sem alþýða hefur sýnt flokk- um sínum og foringjum, — um fórnirnar, sem færðar hafa verið — og um hið nána gagnkvæma samband alþýðu og forustu hennar. En takmarkið er að þroska allan þorrann af hinu vinnandi fólki til þess að ráða sjálft, máttkva það til sjálfstjórnar fyrirtækja, stofn- ana, þjóðfélagsins sjálfs. Það þarf smátt og smátt að skapa á íslandi það lýðræði, sem ekki nemur staðar við verksmiðjudyrnar og stjórnarstofnanirnar, — það virka lýðræði, sem í sífellt ríkara mæli verður alþýðunnar sjálfrar, — þar sem hún tekur æ meir stjórnartaumana og ábyrgð- ina í eigin hendur í þjóðfélaginu, þar með töldum vinnustöðvum þeim, sem hún hefur skapað og viðhaldið með vinnu sinni og erfiði. Þetta getur sú alþýða gert, sem sjálf er vakandi og hugsandi, — alþýða, sem með árvekni sinni knýr fram órjúfandi samstarf samtaka sinna á öllum sviðum. Og ekki sízt í stjórnmálunum, — alþýða, sem er sér með- vitandi forystuhlutverks síns fyrir þjóðinni í málum eins og landhelgismálinu og hernáms- málinu og kann að hagnýta til fulls þau tæki- færi, sem nú gefast til róttækra umbreytinga í efnahagskerfi þjóðarinnar í alþýðu hag. Haldi alþýðan sjálf, vakandi og virk, fast um stjórnvöl allra samtaka sinna, þá getur hún tryggt umsköpun þjóðfélagsins í anda hugsjóna sinna og komið algerlega í veg fyrir þá yfirtöku erlends auðvalds á atvinnu- lífi Islands, sem viðreisnarstjórnin stefndi að. Það kostar hörð átök við það undarlega auð- valdsskipulag, sem enn ríkir á Islandi, og einkanlega við spillingaráhrif þess og sundr- ungarviðleitni inn í raðir alþýðu sjálfrar. En sigri alþýðan í þeim átökum, þá getur upp úr þessu undarlega samsetta þjóðfélagi*) vaxið það þjóðfélag samvinnu, sameignar og frelsis, sem brautryðjendur verklýðs- og samvinnu- hreyfingarinnar sáu í hyllingum. En til þess að svo verði, þarf alþýðan sífellt að vera á verði, þurfa allar vinnandi stéttir að kunna að standa saman og skilja hver aðra, láta engin smærri ágreiningsmál sundra sér og rjúfa samfylkingu sína, jægar höfuðatriðið er að standa saman og ráða þróun þjóðfé- lagsins. E. O. *) I „Leið Islands til sósíalismans," sem Sósíal- istaflokkurinn gaf út 1964, var sýnt fram á að hlut- ur ríkis, bæja og samvinnufélaga (miðað við 1957) í framleiðslufjármunum landsbúa væri 31% og er raunar meiri, — en hlutur einkafjármagns væri 36% og hefur þó þá I rauninni verið minni. Er þetta gott dæmi um hve veikt einkaauðmagn á Islandi er og er hitt ekki síður eftirtektarvert hve ríkiseign bankanna gerir afstöðu þess erfiðari, ef fulltrúar fésýslustéttarinnar eru ekki látnir ráða þeim. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.