Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 27

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 27
að enginn meðlimur má láta sjá sig ölvaðan á al- mannafæri. Skipist menn ekki við fyrstu eða aðra áminningu má vísa hlutaðeigandi úr félaginu i þriðja sinn". Skyldu mörg stjórnmálafélög nú treysta sér til að gera svona samþykkt, þegar sáttfýsi og umburðarlyndi við áfengi flæðir yfir alla bakka? EINAR SVEINN FÆR ÁMINNINGU I 50. tbl. Verkamannsins 1932 birtist greinarstúf- ur eftir Einar Svein. Var hann svæsinn og sveigt að Jónasi Guðmundssyni mjög persónulega og hlaut að skaða málstað okkar. Greinarstúf þennan las ég á fundi í deildinni 7. desember og fór um hann hörðum orðum, og eftir nokkrar umræður flutti ég svohljóðandi tillögu, sem samþykkt var með öllum atkvæðum: „Fundurinn lítur svo á, að greinar í sama anda og sú, er félagi Einar Sveinn Frímann reit í 50. tbl. Verkamannslns þ. á., séu til tjóns og álitshnekkis fyrir hin byltingasinnuðu samtök verkalýðsins. Ályktar fundurinn því að gefa Einari Sveini Frímann áminningu fyrir að skrifa hana, og væntir þess að hann beiti ritsnilld sinni framvegis í þarfir baráttu verkalýðsins. Jafnframt skorar fundurinn á ritstjórn Verka- mannsins að birta ekki framar slíkar greinar. Koml það fyrir að slíkir pistlar verði birtir í blaðinu héð- an úr bænum, þá verður blaðið ekki selt hér". Einar Sveinn var ekki á þessum fundi og var honum send ályktunin. Aldrei vissi ég til að hann minntist á hana, en fátt var með okkur nokkuð lengi á eftir. Greri þó um heilt og fór oftast vel á með okkur. Einar Sveinn var einkennilegur og sérstæður persónuleiki. Hann var bráðvel gefinn og miklu bet- ur menntaður, en almennt gerðist. Hann hafði lokið prófi frá tveim æðri skólum, gagnfræðaprófi frá Möðruvallaskóla og kennaraprófi frá Kennaraskól- anum. Auk þess var hann mjög viðlesinn. Þetta veitti honum nokkra sérstöðu i hópi þeirra, sem hann einkum umgekkst. Hann var skapmikill og móðgaðist gjarnan stórlega út af smámunum. Það var ákaflega erfitt að rétta honum hjálparhönd, þegar illa stóð á fyrir honum, sem oft var, því Valdimar Eyjólfsson hann var svo stórlyndur, að hann var vis til að taka allt slikt óstinnt upp. Einar Sveinn var frábærlega hagur á mál, bæði bundið og óbundið og átti létt með að festa hugs- anir sinar á blað og koma orðum að því, sem hann vildi segja. Hann skrifaði allmargar smásögur og þætti og orti mörg kvæði og lausavisur, en ekki mun það allt til nú. Einar Sveinn hefur sem skáld legið allt of lengi óbættur hjá garði. Það er því ánægjulegt, að nú munu börn hans vera að undirbúa útgáfu á úrvali verka hans. REKINN FYRIR TÆKIFÆRISSTEFNU Fyrstu og einu bæjarstjórnarkosningarnar, sem deildin tók þátt í án samvinnu við aðra, fóru fram 6. jan. 1934. Þá gerðist það, að einn af félags- mönnum, sem jafnframt var á lista, Valdimar Eyj- 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.