Réttur


Réttur - 01.04.1972, Qupperneq 8

Réttur - 01.04.1972, Qupperneq 8
Það var fylgispektin við Nato, sem hafði forhert leiðtogana. Það var hún sem skóp grundvöllinn að allri þeirri blekkingaherferð, sem farin var í voldugum áróðurstækjum aft- urhaldsins þessa dagana, talinu um hinn mikla sigur, sem unnht hefði og lauk með þessum vandlætingarorðum í leiðara Morg- unblaðsins 10. marz 1961: „En kommúnistar og Framsóknarmenn hafa lýst því yfir, að ef þeir komist í ríkisstjórn, þá muni þeir láta sitt fyrsta verk verða að ógilda samkomulagið og láta íslenzku þjóðina svíkja þann samning, sem gerður hefur verið og tryggir henni mikinn sigur og mikla framtíðarmöguleika, til þess að koma fram aukinni vernd fiskimiða sinna." Svona forhertir voru sjálfir áróðursmeistar- arnir þá orðnir í trúnni á eigin blekkingar, sem þeir nú hafa orðið að gefast upp við og sjálfir að taka þátt í að ógilda þann nauð- ungarsamning, sem stendur í vegi fyrir fram- tíðarmöguleikum Islands. YFIRLÝSINGAR ANDSTÖÐUNNAR Stjórnarandstaðan hélt í öllum umræðun- um mjög fast á sínum málstað, málstað Is- lands, og sveigði hvergi af, þrátt fyrir hvers kyns ögranir og brigsl af hálfu ráðherranna. Þann 8. marz voru fluttar í umræðunum skorinorðar yfirlýsingar fyrir hönd beggja stjórnarandstöðuflokkanna. Yfirlýsing Alþýðubandalagsins, flutt af Karli Guðjónssyni í upphafi ræðu hans, hljóðaði svo: „Herra forseti. Ég vil i upphafi máls míns leyfa mér að gefa yfirlýsingu varðandi samning þennan fyrir hönd Alþýðubandalagsins, og að því gefnu tilefni, sem hér liggur fyrir, þá lýsir þingflokkur Alþýðubandalagsins því yfir, að þar sem samning- ur sá, sem fyrirhugað er að gera við ríkisstjórn Bretlands, á rót sina að rekja til ofbeldisaðgerða og hervaldsbeitingar brezkrar rikisstjórnar, en er gerður af ríkisstjórn, sem ekkert umboð hefur frá þjóðinni til að skuldbinda hana um aldur og ævi, þá er íslenzk þjóð um alla framtið óbundin af því réttindaafsali, sem i þessum samningi felst, og mun Alþýðubandalagið beita sér fyrir því, að þjóð- in framfylgi lögum sinum og rétti án tillits til hans." Yfirlýsing Framsóknarflokksins, flutt af Karli Kristjánssyni í lok ræðu hans hljóðaði svo: „Að lokum vil ég lýsa yfir því fyrir hönd Fram- sóknarflokksins, að hann lítur á samning þennan við Breta um lífsbjargarmál islenzku þjóðarinnar sem nauðungarsamning, ef hann kemst á, og telur, að meta beri samninginn í framtíðinni samkvæmt þeim skilningi, að hann sé nauðungarsamningur, og mun flokkurinn nota fyrsta tækifæri, sem gef- ast kann, til að leysa þjóðina undan oki samnings- lns.“ Afstaðan var því skýr hvað „samnings" þessa biði, þegar þjóðarnauðsyn kallaði næst. Frá upphafi umræðnanna til enda þeirra var jafnt þjóðin sem þingmenn stjórnarliðs- ins varaðir við hváð hér væri á ferðinni. I útvarpsumræðunum, sem fram fóru í upphafi umræðnanna 2. marz sagði Hermann Jónasson í ræðulok og kom þá inn á kröfu stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæði: ,, „Lifgjafi þessa lands er vor saga,“ segir Einar Benediktsson. Þessi lifgjafi segir okkur af- dráttarlaust, að alltaf, þegar við (slendingar guggn- uðum fyrir ofbeldi og hótunum erlendis frá, alltaf þegar við létum kúga okkur til að gera nauðung- arsamninga um afsal réttinda, vorum við að færa bölvun yfir þjóðina. Hér er einn slíkur samningur á ferð, sem þróttlaus ríkisstjórn ætlar að láta kúga sig til að gera. Slíkir samningar eru alltaf forgylltir með ofsalegu skrumi, meðan verið er að koma hlekkjunum á þjóðina. Einfaldar sálir blindast um skeið. En bak við skrumið, undir gyllingunni er r|ú 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.