Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 4

Réttur - 01.04.1972, Page 4
Island. Eins og ég sagði, hefði ég gjarnan viljað semja við þá um að halda áfram svona fíflaskap, því að það var þezt fyrir okkur. En það hefði auð- vitað ekki tekizt, vegna þess að þeir voru orðnir uppgefnir á þessu og sáu, að þetta var eintóm vitleysa frá upphafi til enda, og eini tilgangurinn með þessari vitleysu var sá, að þeir voru að reyna með þessu að hóta Islendingum: Þið verðið að semja við okkur, við erum hér enn með herskipin." Það var greinilegt að hin vopnlausa ís- lenzka þjóð, sem stóð sameinuð um lífshags- muni sína, hafi sigrazt á brezka heimsveld- inu, gráu fyrir járnum, og það þurfti nú að- eins þolgæðið, til þess að bíða nógu lengi unz Bretinn gæfist upp. En það kom þarna annað atvik inn í, veigameira frá sjónarmiði vissra manna en sjálf fiskveiðilögsagan. Frá því innrás Breta í landhelgina hófst, hafði andúðin á aðförum þeirra vaxið. Þetta var hvorki meira né minna en einn höfuð- bandamaður Islands í Atlanzhafsbandalag- inu, sem beitti ofbeldi og vopnum gegn Is- lendingum. Mótmælin höfðu dunið yfir hvað- anæva frá og jafnvel áður en brezki flotinn gerði alvöru úr því að ráðast inn í landhelg- ina. Þannig báru t.d. þau mótmæli, sem Pétur Ottesen fékk samþykkt á fundi skipstjóra- og stýrimannafélagsins Hafþór á Akranesi 26. ágúst 1958, það með sér að áframhald- andi veru Islands í Atlanzhafsbandalaginu væri teflt í tvísýnu, ef ameríski herinn „verndaði" okkur ekki gegn þeim brezka. Var í tillögunni skorað á ríkisstjórnina að æskja hernaðaraðgerða Bandaríkjahers gegn Bretum til að „verja rétt vorn" og hljóðaði niðurlagið svo: „Vér lítum svo á, að á því geti ekki leikið vafi, að forráðamenn varnarliðsins hér teljl það beina skyldu sína að sinna fljótt og greiðlega slíkum tilmælum, enda slægi það miklum skugga á þær öryggisvarnir, er vér höfum talið oss trú um, að tengdar væru við það að hafa lánað land vort til varnaraðgerða og varnarliðsdvalar um árabil, ef oss brygðist nauðsynleg aðstoð og vernd á slíkri örlagastund. Mundi slikt fyrirbæri að sjálfsögðu ærið tilefni til nýrrar athugunar á afstöðu vorri til Atlantshafsbandalagsins." Þeir valdsmenn landsins, sem létu sér annast um veru íslands í Atlandshafsbanda- laginu, voru því með lífið í lúkunum af ótta við hvernig málin kynnu að þróast. Þeir fundu að andúð almennings á Bretum gat þá og þegar bitnað á Atlanzhafsbandalaginu — og ef íslenzkir sjómenn eða varðskips- menn yrðu fyrir slysi af vopnaskaki brezka flotans, þá gæti soðið upp úr hjá þjóðinni, reiðin gegn Bretum bitnað svo á Nato að ei yrði aftur tekið. Nú voru því góð ráð dýr — ofsadýr. MAÐUR CHAMBERLAINS Sá er háttur brezkra afturhaldsmanna af Jjeirri tegund, sem oft er kennd við Chamb- erlain, að láta undan þeim, sem ríkir eru og voldugir — og eru þá slíkir samningar oft kenndir við Múnchensamning þann, er Morgunblaðið lofaði mest, — en vera því einbeittari og harðskeyttari, sem andstæðing- urinn má sín minna, og láta þá einskis ó- freistað til að brjóta hann á bak aftur eða véla hann, ef þess er kostur. Aðferð þá kalla þeir stundum á sínu máli „fair play"* og árangurinn „gentlemen’s agreement".** Ritari Chamberlains er hinn alræmdi Múnchensamningur var gerður, hét Home — Sir Alec Douglas Home (frbr. Hjúm). * „sanngirni I leik“, •— ** „samkomulag heiðursmanna". 52

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.