Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 67

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 67
og skilning með þessu ríki byltingarinnar og ef unt væri slá skjaldborg um það. Þá var líf þess rikis alltaf i hættu gagnvart ofurvaldi auðvaldsins i heiminum. En eftir stríð, þegar mörg alþýðuríki risu upp með ýmsum hætti og að síðustu kinverska bylt- ingin 1949, — og þriðjungur veraldar þar með kominn inn á braut sósíalismans, þá var raunveru- lega ástandið gerbreytt. Sósialismanum varð ekki útrýmt af jörðinni meir og spurningin var um á hvern hátt hann skyldi sigra i þeim hluta jarðar, sem enn var auðvaldinu ofurseldur. En aðstaðan til mótunar réttrar afstöðu var erfið og hin nauðsynlega hugarfarsbreyting miklum vandkvæðum bundin: Sovétríkin komu út úr styrjöldinni, krýnd þyrni- kórónu sigurvegarans yfir nasismanum, — bjarg- vættur Evrópu undan ógnum Hitlers, flakandi í sárum eftir ægilegustu mannfórnir nokkurra styrj- alda: 20 miljónir manna drepnar af nasistum. Og afturhaldssamasta auðvaldsstjórn jarðar, striðs- gróðalýður Bandaríkjanna með allt framleiðslukerfi sitt I fylsta gangi, hafandi ekki misst fleiri menn í styrjöldinni en annars I umferðaslysum, hóf það kalda strið, sem „haukar" þeirra heimtuðu að breyttist I heitt þá og þegar til útrýmingar „komm- únismans" á jörðinni. Það var ekkert undarlegt þó mörgum góðum sósialista veittist oft erfitt að taka afstöðu til ein- stakra atburða, er nú gerðust, eða atriða. Þegar forustumenn Sovétríkjana sýndu þröngsýni eða of- stæki I vissum málum, þá reyndi á kommúnista og aðra vinstri sósíalista að kunna að taka sjálf- stæða afstöðu I málinu, — varast annarsvegar — að lenda I blindri fylgispekt við forustu Komm- únistaflokks Sovétríkjanna vegna almennrar sam- úðar með Sovétríkjunum og hinsvegar að hrekjast yfir i fjandskap við þau, vegna stórfelldra mistaka, jafnvel glæpa, sem foringjar þeirra gerðu sig seka um. Árið 1948 reyndi fyrst fyrir alvöru á þetta. For- usta Kommúnistaflokks Sovétríkjanna „bannfærði" Kommúnistabandalag Júgóslaviu og notfærði sér til þess nokkurn pólitískan ágreining, en grunur minn er sá að undirrótin hafi verið að rikisvald Júgó- slavíu hafi ekki vilja ganga að ákveðnum kröfum, er Sovétstjórnin gerði til þess. Málið var sótt af miklu ofstæki og hörmuleg málaferli og dómar yfir saklausum mönnum voru sett á svið og ágætir kommúnistar drepnir án allra saka. Danski kommúnistaflokkurinn (DKP) tók sömu afstöðu og kommúnistaflokkur Sovétrikjanna og fordæmdi Títo, flokk hans og ríkisstjórn mjög harðlega.*) Sósíalistaflokkurinn íslenzki hafði ekki tekið neina afstöðu, hvorki með „Tito né Stalin", leitt það hjá sér að dæma I þeim ágreiningi. En þessi ólíka afstaða hafði ekki áhrif á samúð flokkanna hver með öðrum. Aksei Larsen hafði verið hér heima 1947, bjó þá lengst af hjá Brynjólfi Bjarnasyni. Það var þá norræn þingmannaráðstefna og þeir Hilding Hag- berg og Jörgen Vogt voru frá sænsku og norsku kommúnistaflokkunum. — Ég man það var svo mikið rigningasumar að Aksel sá aldrei Esjuna, en hinsvegar Heklugosið og þótti það góð „uppbót“. Þetta mun hafa verið fyrsta heimsókn hans til Islands. — Árið 1949 sat ég með honum og félög- um I góðum fagnaði þegar minnst var aldarafmælis danska ríkisþingsins. — 1952 komu þau Alfred Jensen og kona hans Ragnhild Andersen og dvöldu hjá okkur hér heima. Þannig voru á ýmsan máta persónuleg sambönd milli flokkanna. En það kom ekki í veg fyrir ólíka afstöðu í ýmsum málum. Sósíalistaflokkurinn íslenzki tók eindregna af- stöðu með því að stofna Norðurlandaráð. Ég var einmitt fuiltrúi hans á norræna þingmannafundinum i Stokkhólmi 1951, er stofnunin var ákveðin. Hins vegar voru allir kommúnistaflokkar Norðurlanda andvlgir stofnun Norðurlandaráðs. Og vitað var að Sovétstjórnin leit þá á það með tortryggni. Enginn finnsku flokkanna tók þátt I þvi. — Greinilegt var að þessir aðilar óttuðust að hér væri á ferðinni einhver angi af Atlandshafsbandalaginu. Og það var rétt eins og hinir ofstækisfullu Nato-flokkar Islands vildu staðfesta þá skoðun, með því að brjóta I ofstæki sínu og hatri á sósialistum allar reglur Norðurlandaráðs, til þess að útiloka okkur sósíalista frá því að eiga fulltrúa á fundum þess. Styrkleiki Sósialistaflokksins var nægur til þess að eiga einn fulltrúa, þegar kosið væri í sameinuðu þingi, eins og gera skyldi eftir reglunum, — en Natoflokkarnir íslenzku létu kjósa þrjá menn í neðri deild og tvo I efri til að útiloka okkur. Máske *) I ræðu sinni á 17. flokksþingi DKP 1952 talaði Aksel um „Titoklikens forræderi i Jugoslavien, som havde fört til et fascistisk diktatur over det jugo- slaviske folk". 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.