Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 67

Réttur - 01.04.1972, Page 67
og skilning með þessu ríki byltingarinnar og ef unt væri slá skjaldborg um það. Þá var líf þess rikis alltaf i hættu gagnvart ofurvaldi auðvaldsins i heiminum. En eftir stríð, þegar mörg alþýðuríki risu upp með ýmsum hætti og að síðustu kinverska bylt- ingin 1949, — og þriðjungur veraldar þar með kominn inn á braut sósíalismans, þá var raunveru- lega ástandið gerbreytt. Sósialismanum varð ekki útrýmt af jörðinni meir og spurningin var um á hvern hátt hann skyldi sigra i þeim hluta jarðar, sem enn var auðvaldinu ofurseldur. En aðstaðan til mótunar réttrar afstöðu var erfið og hin nauðsynlega hugarfarsbreyting miklum vandkvæðum bundin: Sovétríkin komu út úr styrjöldinni, krýnd þyrni- kórónu sigurvegarans yfir nasismanum, — bjarg- vættur Evrópu undan ógnum Hitlers, flakandi í sárum eftir ægilegustu mannfórnir nokkurra styrj- alda: 20 miljónir manna drepnar af nasistum. Og afturhaldssamasta auðvaldsstjórn jarðar, striðs- gróðalýður Bandaríkjanna með allt framleiðslukerfi sitt I fylsta gangi, hafandi ekki misst fleiri menn í styrjöldinni en annars I umferðaslysum, hóf það kalda strið, sem „haukar" þeirra heimtuðu að breyttist I heitt þá og þegar til útrýmingar „komm- únismans" á jörðinni. Það var ekkert undarlegt þó mörgum góðum sósialista veittist oft erfitt að taka afstöðu til ein- stakra atburða, er nú gerðust, eða atriða. Þegar forustumenn Sovétríkjana sýndu þröngsýni eða of- stæki I vissum málum, þá reyndi á kommúnista og aðra vinstri sósíalista að kunna að taka sjálf- stæða afstöðu I málinu, — varast annarsvegar — að lenda I blindri fylgispekt við forustu Komm- únistaflokks Sovétríkjanna vegna almennrar sam- úðar með Sovétríkjunum og hinsvegar að hrekjast yfir i fjandskap við þau, vegna stórfelldra mistaka, jafnvel glæpa, sem foringjar þeirra gerðu sig seka um. Árið 1948 reyndi fyrst fyrir alvöru á þetta. For- usta Kommúnistaflokks Sovétríkjanna „bannfærði" Kommúnistabandalag Júgóslaviu og notfærði sér til þess nokkurn pólitískan ágreining, en grunur minn er sá að undirrótin hafi verið að rikisvald Júgó- slavíu hafi ekki vilja ganga að ákveðnum kröfum, er Sovétstjórnin gerði til þess. Málið var sótt af miklu ofstæki og hörmuleg málaferli og dómar yfir saklausum mönnum voru sett á svið og ágætir kommúnistar drepnir án allra saka. Danski kommúnistaflokkurinn (DKP) tók sömu afstöðu og kommúnistaflokkur Sovétrikjanna og fordæmdi Títo, flokk hans og ríkisstjórn mjög harðlega.*) Sósíalistaflokkurinn íslenzki hafði ekki tekið neina afstöðu, hvorki með „Tito né Stalin", leitt það hjá sér að dæma I þeim ágreiningi. En þessi ólíka afstaða hafði ekki áhrif á samúð flokkanna hver með öðrum. Aksei Larsen hafði verið hér heima 1947, bjó þá lengst af hjá Brynjólfi Bjarnasyni. Það var þá norræn þingmannaráðstefna og þeir Hilding Hag- berg og Jörgen Vogt voru frá sænsku og norsku kommúnistaflokkunum. — Ég man það var svo mikið rigningasumar að Aksel sá aldrei Esjuna, en hinsvegar Heklugosið og þótti það góð „uppbót“. Þetta mun hafa verið fyrsta heimsókn hans til Islands. — Árið 1949 sat ég með honum og félög- um I góðum fagnaði þegar minnst var aldarafmælis danska ríkisþingsins. — 1952 komu þau Alfred Jensen og kona hans Ragnhild Andersen og dvöldu hjá okkur hér heima. Þannig voru á ýmsan máta persónuleg sambönd milli flokkanna. En það kom ekki í veg fyrir ólíka afstöðu í ýmsum málum. Sósíalistaflokkurinn íslenzki tók eindregna af- stöðu með því að stofna Norðurlandaráð. Ég var einmitt fuiltrúi hans á norræna þingmannafundinum i Stokkhólmi 1951, er stofnunin var ákveðin. Hins vegar voru allir kommúnistaflokkar Norðurlanda andvlgir stofnun Norðurlandaráðs. Og vitað var að Sovétstjórnin leit þá á það með tortryggni. Enginn finnsku flokkanna tók þátt I þvi. — Greinilegt var að þessir aðilar óttuðust að hér væri á ferðinni einhver angi af Atlandshafsbandalaginu. Og það var rétt eins og hinir ofstækisfullu Nato-flokkar Islands vildu staðfesta þá skoðun, með því að brjóta I ofstæki sínu og hatri á sósialistum allar reglur Norðurlandaráðs, til þess að útiloka okkur sósíalista frá því að eiga fulltrúa á fundum þess. Styrkleiki Sósialistaflokksins var nægur til þess að eiga einn fulltrúa, þegar kosið væri í sameinuðu þingi, eins og gera skyldi eftir reglunum, — en Natoflokkarnir íslenzku létu kjósa þrjá menn í neðri deild og tvo I efri til að útiloka okkur. Máske *) I ræðu sinni á 17. flokksþingi DKP 1952 talaði Aksel um „Titoklikens forræderi i Jugoslavien, som havde fört til et fascistisk diktatur over det jugo- slaviske folk". 115

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.