Réttur


Réttur - 01.04.1972, Side 11

Réttur - 01.04.1972, Side 11
SOFFIA GUÐMUNDSDOTTIR „MINKARNIR” Á þessum vetri bar það til tíðinda norður á Akureyri, að menntaskólanemar frumsýndu leikritið „Minkarnir" eftir Erling E. Halldórs- son. Leikstjóri var María Kristjánsdóttir, en leikmynd gerði Ivan Törkö. Er þetta í fyrsta sinn sem leikrit þetta er sett á svið. Ef litið er aftur í tímann og hugað að verkefnavali Leikfélags Menntaskólans á Akureyri, leynir sér ekki, að á síðustu árum hefur verið að þróast athyglisverð stefnu- breyting. Segja má, að nokkrar sýningar marki tímamót í þessum efnum, þótt inn í milli hafi sótt í svipað horf. Hér skulu nefnd- ar tvær sýningar, sem athygli vöktu á sínum tíma. Eftirlitsmaðurinn eftir N. Gogol var sýndur 1960 og þótti óvenju skemmtileg og vönduð sýning, og engum gat dulizt umtals- verð framför í efnisvali. Þá var leikritið „Biedermann og brennu- vargarnir" eftir Max Frisch sýnt árið 1967, og var Erlingur H. Halldórsson leikstjóri. Sú sýning vakti athygli og óskipta aðdáun þeirra, sem sáu, en aðsókn var heldur dræm. Akureyringar eiga það til að vera ögn varir um sig, ef minnsti grunur leikur á því, að einhver veigur sé í því, sem framreiða skal. Það hefur löngum þótt hæfa, að slíkur félagsskapur nemenda taki eingöngu léttmeti til sýninga og eigi sér ekki annan tilgang tilgang en að vekja kátínu rétt í svipinn. Lengi vel var þessari stefnu fram haldið, og oft var mesta raun að verkefnavali L.M.A. þótt hitt verði að viðurkennast, að langoftast höfðu þessar nemendasýningar hraða og gam- ansemi til að bera langt fram yfir það, sem menn eiga að venjast hér í bæ. I seinni tíð hafa sézt óræk merki þess, að menntaskóla- nemar hneigjast ekki öllu Iengur að því að hlíta þeirri forsjá um efnisval, sem telur létt- vægar stofukómedíur mismunandi lélegar helzt við hæfi. Ekki leynir sér sá tilgangur leikendanna, að jafnhliða öllu því amstri, 59

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.