Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 56

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 56
valdsþjóðfélögum. Sögulegar aðstæður hafa gefið þvi sérstakt svipmót. I upphafi þessarar aldar glæddist hugmynda- og siðferðisarfur bændaþjóð- félagsins af baráttu félagshreyfinga alþýðu fyrir samvinnu og sósíalisma, svo að auðhyggja hinnar vaxandi borgarastéttar átti lengi vel örðugt upp- dráttar. Rótgróin alþýðumenntun var einnig öflugt mótspyrnuafl gegn kaupsýsluanda og grófri efnis- hyggju, sem eru fylgifiskar kapítalískra fram- leiðsluhátta. Á fjórða áratug aldarinnar náðu rót- tækir rithöfundar, ásamt harðandi stéttabaráttu kreppuáranna, yfirburða áhrifum á sviði bókmennta og áttu þeir, ásamt ýmsum menntamönnum, ríkan þátt í að efla sósíalíska vitund gegn hinu borg- aralega forræði. Það háði borgarastéttinni mjög að hana skorti forsendur til að túlka íslenzka fortíð sér I hag, til framdráttar gróðahugsjón sinni og gildismati. En að sama skapi tók verulegur hluti hennar fegins hendi við engilsaxneskum menn- ingaráhrifum, sem sigldu í kjölfar bandarísks her- náms á styrjaldarárunum og þar á eftir, og veitti þeim óspart framgang í krafti umráða sinna yfir öflugustu fjölmiðlum. „Stríðsgróðanum" fylgdi lika vaxandi spákaupmennska og braskhyggja sem fjarlægðu borgarastéttina enn íslenzkri menningar- arfleifð og verðmætum. Það kom í hlut verkalýðs- hreyfingarinnar og málsvara hennar að slá um þau skjaldborg og halda þeim á lofti í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu gegn bandarískri heimsvalda- stefnu. I heild tókst borgarastétt eftirstríðsáranna ekki að byggja upp neitt sem kallast gæti þjóðlegt borg- aralegt menningarlíf á Islandi í stað hinnar hefð- grónu sveitamenningar sem var að sundrast. Borg- arastéttin hefur beitt áhrifavaldi sínu til þess að móta smekk og viðhorf almennings eftir banda- riskri menningarlágkúru og er herstöðvasjónvarpið alræmdasta dæmið; ýmsir aðrir fjölmiðlar bera augljósan vott um þetta hálfnýlenduviðhorf, en það er aftur nátengt markmiði þeirra aðila sem hafa á þeim eignarhald eða umráðarétt. Þar sem flest kvikmyndahús eru í einkaeign, er gróðasjónarmiðið næsta einrátt — með þeim afleiðingum að þau bjóða gestum sínum a.m.k. í annað hvert skipti upp á dreggjar bandarískrar kvikmyndaframleiðslu. Bókaútgáfa er að yfirgnæfandi meirihluta einka- rekstur, en það kemur skv. lögmálum markaðarins fram í hörmulegu hlutfalli milli nýtra bóka og ónýtra og óviðunandi kjörum innlenndra rithöfunda. Ekki bitnar þetta viðhorf síður á starfsemi þeirra fjöl- 104 miðla sem eru í opinberri eigu, einkum sjón- varpsins. Þrátt fyrir tilkomu þess hefur ríkisvaldið látið undir höfuð leggjast að efla íslenzkt menn- ingarframtak á jafn þýðingarmiklu sviði sem kvik- myndin er. I stað þess að hlúa að íslenzku sköp- unarstarfi, efla framtak einstaklinga og hópa til að túlka íslenzkan veruleik, hafa stjórnendur hinna opinberu fjölmiðla kosið það sem léttara er: að taka við tilbúnum afurðum erlendrar menningar- starfsemi — eða líkja eftir þeim — og temja mönn- um þar með óvirka afstöðu til umhverfis síns. Þessi stefna er raunar í samræmi við hið ólýðræðislega stjórnarfyrirkomulag sem haft er á opinberum menningarstofnunum. Völdin eru í höndum fulitrúa stjórnmálaflokkanna og forstjóra sem skipaðir eru ævilangt og fara einatt sínu fram. Gildir um þessar stofnanir sem önnur ríkisfyrirtæki í auðvaldsþjóð- félagi að stjórnhættir þeirra draga dám af borg- aralegri valdaskipan. I hópi fjölmiðla er Morgunblaðið, málgagn Sjálf- stæðisflokksins, óefað áhrifamesti miðill hins borg- aralega forræðis. Að stærð og útbreiðslu hefur það slíka yfirburði yfir önnur dagblöð að hliðstæð dæmi finnast ekki á sviði skoðanamótunar í nálægum löndum. Það má teljast gildur mælikvarði á hug- myndafræðilegan áhrifamátt blaðsins að margir les- endur álíta það lítt pólitískt málgagn, enda kemur það áhrifum sínum að nokkru leyti til skila í dul- búnu formi og eftir merkingarfræðilegum króka- leiðum. I sósíalískri baráttu er Morgunblaðið eitt helzta virkið sem nauðsynlegt er að þrengja að. Að fjölskyldunni undanskilinni eru skólar sú þjóðfélagsstofnun sem ætla má að móti fastast ýmsar venjur, viðhorf og skoðanir uppvaxandi kyn- slóðar. Þess vegna varðar miklu, hvaða markmið skólastarfi eru sett og hvaða leiðir eru einkum farnar að settu marki: eftir því fer hvernig skólar starfa og hvernig nemendur skynja sjálfa sig, um- hverfi sitt og viðfangsefni. Enginn vafi leikur é að almennt nám hér á landi hefur fram að þessu verið bundið alltof einhliða þekkingarmarkmiði og það því fremur sem kennslu- hættir hafa e'nkum miðazt við að mata nemendur á staðreyndum. Brotakennd þekkingarmiðlun situr í fyrirrúmi í stað þess að ýtt sé undir sjálfstæða námsviðleitni nemenda. Slíkir starfshættir eru lík- legir til að temja nemendum óvirka afstöðu til athafna annarra, þ.e. viðhorf sem hæfa vel valda- skipan auðvaldsskipulagslns þar sem fjöldanum er ætlað að lútg hinum fáu. Með þessum starfs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.