Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 55

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 55
eins og sú að þjóðfélagsþróunin verði að lúta kröf- um síaukins hagvaxtar, hvað sem öðrum verðmæt- um liður; eða smáþjóð eins og Islendingar verði að farga einhverju af sjálfstæði slnu í heimi al- þjóðlegrar tækni- og efnahagssamvinnu. Þannig mætti lengi rekja hugmyndir og viðhorf sem síazt hafa ómeðvitað og eftir ýmsum leiðum inn í hug manna langt út fyrir raðir hinnar eiginlegu borgara- stéttar. I þessum skilningi verður borgaraleg vit- und, sem var upphaflega tengd þröngum hagsmun- um gróðamanna, að ríkjandi vitund I þjóðfélaginu, e. k. almenningsáliti, vegna þeirra yfirburða sem borgarastéttin hefur, með fjármagni sinu, eignum og áróðurstækjum, til þess að móta hugarfar manna. Samfara þróun tækni og framleiðsluhátta hefur hið borgaralega forræði tekið vissum myndbreyt- ingum. Áður fyrr, þegar kristin trú og kristilegt siðferði áttu sterk ítök I hugum manna, höfðu trú- arbrögðin augljósu hugmyndafræðilegu hlutverki að gegna. Á síðustu áratugum hafa þau hins vegar glatað miklu af áhrifamætti sinum, m. a. vegna framgangs visinda og tækni. Þar sem áður gengu prestar, streyma nú æ fleiri vísindamenn út úr háskólunum, enda eru þeir á góðri leið með að verða fjölmennustu vinnustaðir hvers lands. Vís- indaiðkan er ekki aðeins að verða helzta driffjöður efnahagsþróunar, heldur fer hlutverk vísindamanna og annarra menntamanna mjög vaxandi sem fram- leiðenda hugmynda og boðbera: þeir eru virkustu þátttakendur i þeim hugmyndafræðilegu átökum sem eiga sér stað í bakgrunni stéttabaráttunnar. Þetta gildir sérstaklega um þá menntamenn, er starfa á sviði félags- og hagvísinda, verkfræði og ýmisskonar skipulagsfræði. I háþróuðum auðvalds- þjóðfélögum er haldið á loft vísindaheimspeki, sem slævir félagslega og siðferðilega ábyrgðartilfinn- ingu vísindamannsins og gerir til hans þá kröfu, að hann skoði félagsleg fyrirbæri sem „hlutlaus" athugandi, er sé yfir þau hafinn. Þar með er hon- um ætlað að þjóna ríkjandi valdakerfi, leggja nið- urstöður rannsókna sinna fyrir þá aðila, sem standa straum af þeim, án þess að fást um félagslegar af- leiðingar gerða sinna. Þá er algengt að hin eðli- legu tengsl sem forðum voru milli náttúruvísinda- manna og húmanista rofni gersamlega til mikils tjóns fyrir báðar deildir vísindanna. Það er happ fyrir Islendinga að hér á landi þróuðust náttúru- vísindin í upphafi í nánum tengslum við svonefnd þókleg fræði, og má minnast margra mætra nátt- úrufræðlnga er jafnframt voru og eru áhugamenn um sögu og bókmenntir þjóðarinnar og jafnvel sér- fræðingar. Þetta styrkti stöðu náttúruvisinda þegar við landnám þeirra hér, bæði gagnvart öðrum greinum menntalífsins og hinni rótgrónu alþýðu- menningu. Áhrifa borgaralegs forræðis gætir ennfremur á hugtakakerfi ýmissa vísindakerfa (t.d. félagsfræði i Bandaríkjum N-Ameríku), með þvi að það miðast við fyrirfram gefið þjóðfélagsástand og fær menn til að skynja það á vissan hátt (t.d. í kyrrstöðu, en ekki ó hreyfingu). Þannig er visindunum með ýmsu móti beitt til þess að styrkja þjóðfélagsleg yfirráð borgarastéttarinnar. Eftir því sem þjóðfélagið kemst á hærra tæknistig og verður flóknara að gerð, eykst þörfin á sérfræðingum sem starfa í náinni sam- vinnu við valdhafa. Svonefnt visindalegt hlutleysi þeirra merkir að þeir skynja ekki úrlausnarefni sin sem samfélagslegt (pólitískt) vandamál, heldur „tæknilegt" vandamál sem ber að leysa „innan kerfisins", þ. e. án þess að véfengja stétta- og valdaskipan þess. Sérfræðingaveldi í auðvalds- þióðfélagi merkir I raun og veru að stjórnmál verða að tæknilegu viðfangsefni og kjósendur eiga val- kost milll misjafnlega hæfra tæknimanna. Hugmyndafræðilegt og pólitiskt forræði tvlnnast saman þar sem ákvarðanir eru teknar. Ríkjandl hugmyndir og viðhorf afmarka þá valkosti sem teknir eru yfirleitt til greina við hverja ákvörðun, t. d. hvernig skuli bregðast við atvinnuleysi — hvernig skuli ráða bót á húsnæðiseklu, — hvað skuli gera við gjaldþrota einkafyrirtæki — hvernig skuli haga hlutdeild verkafólks að stjórn fyrir- tæk'a o. s. frv. Svarið við þessum spurningum felst að miklu leyti í þvi hvernig vandamálin eru lögð fyrir, hvort þau eru skilgreind út frá gróða- sjónarmiðum einkaframtaks og ríkjandi valdakerfis eða út frá þjóðfélagslegum þörfum almennings og lýðræðislegum hugmyndum. HUGMYNDAFRÆÐI í MENNINGARLÍFI OG í SKÓLUM Hér á landi er borgaralegt forræði ótvirætt rikj- andi, þótt það sé hvergi nærri einrátt og birtist einatt í frumstæðari myndum en i háþróuðum auð- 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.