Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 68

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 68
hafa þeir með þessu atferii viljað sýna voldugum herrum, hve dyggir þjónar þeir væru. En það, sem fyrir okkur, íslenzkum sósíalistum, vakti, var að tryggja sjálfstæði Norðurlanda — afturhaldið, líka það íslenzka, var greinilega fyrst og fremst að hugsa um Atlandshafsbandalagið. — Og þessu fékkst ekki breytt fyrr en 1956, er vinstri stjórnin var mynduð. En þótt þessi ágreiningur væri milli okkar og danska Kommúnistaflokksins um Norðurlandaráð, þá sýndu dönsku kommúnistarnir meiri skilning á því hvernig norrænu þjóðunum bæri að haga sér hver gagnvart annari en margir þeirra, sem hæst töluðu um norræna samvinnu! Þegar yfirlýsing var gefin 1953 af dönskum for- sætisráðherra um að handritamálið væri útkljáð og ekki yrði meira um það rætt. þá voru það einmitt dönsku kommúnistarnir sem mótmæltu eindregið og héldu fram rétti islendinga af miklum dreng- skap. Thorkild Holst skrifaði þá 18. marz grein í „Land og Folk", þar sem hann lýsti yfir skýlausum eignarrétti Islendinga á handritunum og 19. marz skrifaði Aksel Larsen grein í blaðið, þar sem hann mótmælti eindregið ummælum forsætisráðherra og krafðist viðræðna allra þingflokka til að tryggja Islendingum þjóðarrétt þeirra, handritin væru ís- lenzk eign. KLOFNINGUR Fylgi danska Kommúnistaflokksins hafði farið minnkandi frá sigrinum mikla 1945. Við þingkosn- ingar 1957 fékk flokkurinn 72.315 atkvæði og sex þingmenn kjörna. Olli þessu í senn einangrunar- stefna sú, er flokkurinn fylgdi í vissum málum, sem og hin hatrama sókn afturhaldsins á tímum kalda stríðsins. Eftir alla þá hollustu og næstum því oftrú, sem flokkurinn hafði sýnt gagnvart Kommúnistaflokki Sovétrikjanna, skópu afhjúpanir Krusjoffs á Stalín og atburðirnir, er á eftir fylgdu, öngþveiti í flokkn- um. Innanflokksdeilur hófust, sem eriendir kommún- istaflokkar blönduðu sér í á mjög óviðkunnanlegan hátt, m. a. með árásum á Aksel Larsen. Á flokksþingi DKP 31. okt. til 2. nóv. 1958 dróg til hinna alkunnu tíðinda, er Aksel var settur frá sem formaður. Þeir Brynjólfur Bjarnason og Ingi R. Helgason voru fulltrúar Sósíalistaflokksins á því þingi. 14. nóv. 1958 var Aksel síðan rekinn úr Kommúnistaflokki Danmerkur. Ég hafði dagana á undan verið á þingi Norður- landaráðs í Osló. — Þar var þá meðal annars sam- þykkt áskorun á fund þann, er þá var háður í París um efnahagslega sameiningu Evrópu, — og varð undanfari Efnahagsbandalagsins. Var áskorun sú þess efnis að styðja að þeirri sam- einingu. Hafði ég einn greitt atkvæði gegn henni, finsku fulltrúarnir sátu allir hjá. Fréttin um brottrekstur Aksels kom um morg- unin og þann 14. nóvember flugum við til Hafnar. Ég sat í flugvélinni hjá Holger Erikssen, þing- manni sósíaldemókrata frá Árósum. Ég spurði hann hvort hann áliti mögulegt fyrir Aksel að mynda flokk, er stæði milli Sósíaldemókrata og Komm- únista, slikt hefði yfirleitt reynst erfitt. Hann kvað þann möguleika vera til, ef sósíaldemókrataflokk- urinn ræki ekki sósíalistískari pólitík en hann hefði gert fram að þessu. Ég náði strax sambandi við Aksel og heim- sótti hann um kvöldið. Ræddum við mikið um vandamál sósialistísku hreyfingarinnar og sérstak- lega þau vandkvæði, sem steðjuðu að vinstra armi hennar, kommúnistum og öðrum vinstri sósíalistum. Ég var staðráðinn í því að þótt hreyfingin í Danmörku klofnaði, þá skyldum við í Sósíalista- flokknum reyna að halda góðum samböndum við báða aðila, — þrátt fyrir alla erfiðleika, sem á því væru. — Heimsótti ég Alfred Jensen daginn eftir og lenti þá í hörðum deilum við hann og fleiri félaga. Sorgleikurinn, sem gerist við klofning eins og varð í Danmörku er hatrið, sem myndast á milli fornra félaga, og djúp það, er oftast festist á milli beggja arma. Vill þá oft fara svo að annar armur- inn lendi lengra til „hægri", en hinn lengra í „vinstri" einangrun en ástæður ella hefðu verið til. Ofstæki og gagnkvæmar ásakanir auka á andstæð- urnar, er fyrir voru. Þörfin á umburðarlyndi og varðstaðan gagnvart ofstækinu er aldrei meiri en þegar égreiningur er ræddur og stefna mörkuð eftir harðar innanflokksdeilur. Þegar Aksel var rekinn og í Ijós kom hver fjöldagrundvöllur var fyrir nýjan sósialistaflokk, sögðu margir ágætir félagar, sem áratugum saman höfðu starfað í Kommúnistaflokknum, skilið við hann. Meðal þeirra voru t. d. Kai Moltke, Arne Larsen, Willi Brauer o. fl„ o. fl. Stofnuðu þeir nú S.F.-flokkinn (Socialistisk Folkeparti, — sósíaliska 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.