Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 26

Réttur - 01.04.1972, Page 26
um leið var Brimir leystur frá bryggjunni, senni- lega vegna fljótræðis skipstjórans, og sigldi á fullri ferð út fjörð snúðugur í fasi, að manni fannst. Nú skyldi kommúnistum sýnt hvar Davíð keypti ölið og hvað það kostaði, að setja sig á háan hest gagnvart hæstráðanda til sjós og lands hér í bæn- um. Verkfallsmenn gerðu að sjálfsögðu ráð fyrir því, að skipið leitaði til einhverrar annarrar hafnar þar sem möguleiki væri að bræða karfa og þá helzt til Siglufjarðar eða Seyðisfjarðar, ef þar hefur þá verið kominn bræðsla. Nokkrir okkar þusta út á símstöð — almenningur hafði þá ekki síma — og var haft samband við verklýðsfélögin á þeim stöðum, sem til greina komu að vinna afl- ann, og þau beðin að stöðva afgreiðslu skipsins, ef það leitaði til þeirra. Var því vel tekið. En óður en hringingum lauk, komu boð um það, að Brimir væri að læðupokast inn fjörðinn með suðurlandinu, Ijóslaus þó að dimmt væri orðið og öllu lúpulegri í fasi en þegar hann fór. Var svo aflinn tekinn úr skipinu og unninn eins og til stóð eftir réttum taxta. Ég kom ekkert nálægt undirbúningi þessa verk- falls. Ég var þá á sjó og kom að landi þegar Brimir var á leið inn fjörðinn og fólkið á leið inn Strönd- ina. Fyrir mér lágu boð um hvað væri að gerast og rauk ég strax upp úr bátnum, án þess að segja orð við formanninn, sem var Björn Ingvarsson, og án þess að gegna skyldum mínum. Aldrei fann Björn að þessu framferði. Ég lagði svo af stað hlaupandi Inneftir, en ein- hversstaðar á leiðinni var ég tekinn upp af ein- hverjum hinna örfáu bíla, sem þá voru hér, og er svo ekki meira um það að segja. Jónas mun hafa tekið þetta nærri sér og vildi rétta hlut sinn að nokkru. Aftan í áðurnefnda til- lögu um traust á bæjarstjórn, hnýtti hann svo- hljóðandi hala: „Jafnframt lýsir fundurinn því yfír, að hann átelur harðlega það frumhlaup, sem komm- únistar stofnuðu til í haust við b/v Brimir í nafni Verklýðsfélagsins, sem eitt hefur rétt til vinnu- stöðvunar hér í bænum". Eins og áður segir var tillagan samþykkt með 53 gegn 44 atkvæðum og mætti segja mér, að sumir þeirra, sem þátt tóku í Brimisverkfallinu, hafi við það tækifæri gert í bólið sitt. I yfirliti, sem ég tók saman um afskipti komm- únista af almennum málum frá sept. 1936 til febr. 1937 og skráð er í gjörðabók kommúnistadeildar- innar, er vísað i grein, sem ég skrifaði i blaðið Samfylkinguna, 4. tbl. 1936, en það var gefið út að frumkvæði Arnf nns Jónssonar, og í grein Lúð- víks I Verklýðsblaðinu, 83. tbl. 1936. Geta þeir, sem kynnu að vilja afla sér frekari vitneskju um málið, flett upp á þessum greinum. FLOKKSAGINN Kommúnistaflokkurinn var þannig upp bygður, að þar hlaut að ríkja strangur agi. Innan flokks- ins geisuðu lengi harðvítug átök með áminningum, brottrekstrum og sjálfsgagnrýni. Ef einhver lét í Ijósi afbrigðilegar skoðanir, var hann umsvifalaust dæmdur fyrir rangar skoðanir, hægri eða vinstri villu, tækifærisstefnu, sáttfýsi við rangar skoðanir, og hvað þær nú hétu allar þessar villur. Þessi ósköp stóðu flokknum áreiðanlega mjög fyrir þrif- um og hröktu frá honum marga álitlega menn, sem áttu samleið með honum, en lömuðu starfsemi ann- arra. En með þessu var að sjálfsögðu stefnt að þvi, að ala upp samhentan og harðsnúinn flokk, sem fær væri um að taka að sér forustuna fyrir byltingunni, sem menn gerðu ráð fyrir að væri handan við næstu hæð. Við i kommúnistadeildinni í Neskaupstað kom- umst hjá stóráföllum í sambandi við hið heilaga stríð sumra manna gegn röngum skoðunum. Þó gerðum við þrisvar samþykktir, sem heimfæra má undir aga og refsingar fyrir agabrot. Einu sinni settum við félögunum reglur um umgengni við áfengi. D'ðru sinni víttum við félaga og áminntum fyrir blaðaskrif skaðleg stefnunni. En i þriðja sinn rákum við félaga fyrir að brjóta gegn stefnu flokks- íns í sambandi við framboð til bæjarstjórnarkosn- inga. Verður nú stuttlega gerð grein fyrir þessum mólum. ÖLVUN BÖNNUÐ Á öðrum fundi deildarinnar, sem haldinn var 1. febr. 1932, var flokksaginn á dagskrá og þessi eina bókun gerð: ,,Sú regla gildir innan félagsins, 74

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.