Réttur


Réttur - 01.04.1972, Side 29

Réttur - 01.04.1972, Side 29
ólfsson, tók þá afstöðu, að við ættum að kjósa kratana til þess að koma í veg fyrir hugsanlegan meirihluta ihalds og Framsóknar og vildi að við afturkölluðum framboðið. Þetta tókum við mjög óstinnt upp, rákum Valda úr flokknum með pomp og prakt og ekki man ég betur, en að við höfum kunngert brottreksturinn í blaði okkar og afneitað með öllu þessum fráleitu skoðunum. Hvern þátt þetta kann að hafa átt í því, að kratar fengu þá miklu meira fylgi en nokkru sinni fyrr eða síðar, og að kommúnistar fengu mun færri atkvæði, en efni stóðu til, verður víst aldrei upplýst. En hugsjónir Valda breyttust ekki þrátt fyrir þetta víxlspor. Hann sótti um upptöku I deildina að nýju 16. febr. 1936, og við vorum ekkert að erfa við hann afbrotið. FÉLAG UNGRA KOMMÚNISTA Það mun hafa verið í lok ágústmánaðar 1933 að hér í bæ var að frumkvæði kommúnistadeildar- innar stofnað Félag ungra kommúnista. En þessi dreifing kraftanna þótti ekki vel gefast og voru félögin sameinuð 25. okt. 1935, en þá hafði formieg starfsemi þeirra beggja legið niðri síðan haustið áður. ÚTGÁFUSTARFSEMIN Aftur var Gunnar Ben. hér á ferð um haustið 1933 og gerði hér nokkurn stanz. Meðreiðarsveinn hans var Jakob Jakobsson, bróðir Áka. Þeir félagar komu af stað okkar fyrsta blaði, sem út kom 11. nóv. 1933 og gaf Gunnar því nafnið UPPREISN Jakob sá um tæknihlið útgáfunnar, „stenslaði" blaðið og fjölritaði. Hvar þeir fengu áhöld man ég ekki. Mig minnir að þeir hafi komið út tveim blöðum, en þá tókum við við. Ýmislegt sögulegt gerðist í sambandi við þessa útgáfu. Við áttum hvorki ritvél né fjölritara. Einhvers staðar komumst við þó yfir kassafjölritara, en ritvél urðum við að fá að láni. Slik apparöt voru þá í fárra höndum. Þá var hér I bæ hópur manna, sem kallaðir voru Framsóknarkommúnistar. Þeir höfðu að vissu marki samúð með okkur, af því að við reyndum að brjóta niður veldi kratanna, en aldrei munu þeir hafa reiknað með að við yrðum nokkurs megandi. Helgi Pálsson var einna mest áberandi af Framsóknar- kommúnistum. Hann átti ritvélarskrifli, stórt og fornlegt. Hann var fús til að láta okkur gripinn, en með það varð að fara eins og mannsmorð, svo að ekki hlytist af stjórnmálalegt hneyksli. Var nú gerður út leiðangur til að sækja vélina. Var Jó- hannes fyrir liðinu, sem lagði í leiðangurinn kvöld eitt í svarta myrkri. Til þess að eiga sem minnst á hættu, fóru leiðangursmenn niður í fjöru, skut- ust þar milli palla og bryggja og tókst að komast áfallalaust á leiðarenda. Aldrei varð neitt hneyksli af þessu ritvélarláni. Ég hafði þá varla nokkru sinni augum litið ritvél og alls ekki snert slíkt verk- færi og svipaða sögu mun hafa verið að segja af hinum félögunum. En það kom i minn hlut að vélrita blaðið. Má fara nærri um vinnuhraðann og vandvirknina, en allt gekk þetta þó einhvern veginn. Enginn var tilgreindur ritstjóri eða ábyrgðarmað- ur blaðsins fyrst í stað. Varð það til þess, að bæjarfógetinn, Kristinn Ölafsson, gerði það upp- tækt og kallaði mig á kontórinn og spurði hver ábyrgð bæri á þessari framleiðslu. Það kvaðst ég vera fús að gera. Það vildi hann ekki taka gilt, kvað hann mig ekki hafa aldur til að vera ábyrgð- armaður blaðs. Varð það svo úr, að Sigmar Sig- urðsson var skráður ábyrgðarmaður. Uppreisn kom aldrei reglulega út og oft var langt á milli blaða. Eitt sinn þegar blaðið hafði lengi hvílzt, ákváðum við að hefjast aftur handa og nú undir nýju nafni. Eftir nokkrar vangaveltur varð það úr, að blaðið skyldi heita LÝÐUR Það kom fyrst út 1. maí 1937. Ekki varð því langra lífdaga auðið — aðeins út árið. Þannig samdist milli Alþýðuflokksins og Kommúnista- 77

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.