Réttur


Réttur - 01.04.1972, Side 41

Réttur - 01.04.1972, Side 41
BRAUTIN FRAMUNDAN Þess er þörf fyrir samtök íslenzkrar al- þýðu, flokka hennar sem stéttarsamtök, að staldra nokkuð við á þeim tímamótum, sem hún nú lifir, og íhuga ýtarlega þau tækifæri, sem henni gefast. Það verða ef að vanda lætur, ýmis erfið dægurmál á vegi hennar, sem váfi leikur á hve giftusamlega leysist, — skattamál, skipulagsmál atvinnulífs o. fl., — en það, sem úrslitum ræður verður þó, þegar öllu er á botninn hvolft, hvernig notar alþýðan sjálf og samtök hennar, fagleg og pólitísk, þetta tcekifæri til þess að efla og þroska sjálfa sig, sín eigin samtök, samstöð- una innan þeirra, og þarmeð það þjóðfélags- lega vald hennar sjálfrar, sem- með auknum pólitískum þroska gefur henni aðstöðuna til nð leysa öll vandamálin rétt. SAMSTARF SAMTAKANNA Takmarkið með hverri ríkisstjórn, sem al- þýðan skapar og styður, er að ryðja brautina fyrir sjálfstjórn alþýðunnar sjálfrar, gera hin- ar vinnandi stéttir færar um að stjórna sjálfar ríkinu, þjóðfélaginu, atvinnutækjunum. Hin forna skilgreining Abrahams Lincolns á lýðræði var: „Government of the people, for the people, by the people," — stjórn fólksins, í þágu fólksins, framkvæmd af fólkinu sjálfu. — Og Friedrich Engels orð- aði skilyrðið fyrir frelsun alþýðunnar svo: Frelsun verkalýðsins verður að vera hans eigið verk. Alþingiskosningarnar 1971 voru mikils- verður mælikvarði á pólitískan þroska al- þýðu, sýndu hinn ört vaxandi skilning al- þýðufólks, ekki sízt æskunnar, á því hverj- um henni bæri að fela umboð sitt á Alþingi. En ekki er síður mikilvægt að alþýðan sýni og efli þroska sinn í að beita sínum eigin samtökum, eigi aðeins til baráttu, heldur og til að marka stefnu og stjórna. Alþýðusamband Islands er með sínum 36.000 meðlimum sterkasta valdið á ís- landi, ef það er samstætt undir róttækri stjórn og alþýðustjórn situr að völdum í lándinu. Alþýðusambandið er í senn það vald, sem í krafti verklýðsfélaganna, heldur lífæð atvinnulífsins í hendi sér, — það er fulltrúi og vald þeirrar vinnu, er auð- inn skapar, — sem og sterkasta stjórnmála- valdið í landinu, þegar það hefur vit á að beita valdi sínu til samstarfs þeirra afla, er með alþýðunni vilja starfa í stjórnmálabarátt- unni. En heild verklýðsfélaganna er líka 89

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.