Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 45

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 45
ÁRNI BJÖRNSSON: GUNNAR OG KJARTAN OG KYNSLÓÐABILIÐ Þrátt fyrir allt er eitthvað í þessari bók, sem lætur manni ekki standa á sama. Það er vissulega nýbreytni að lesa alvar- lega skáldsögu eftir mann um þrímgt, þol- anlega skrifaða í „hefðbundnum" anda, þ.e. lausa við meðvitað framúrfargan. I annan stað er það viðkunnanlegt, að í þessum ann- ars venjulega söguhelmingi, sem höfundurinn sér þó væntanlega ekki enn fyrir endann á, þá gerast atburðir ekki alltaf á hefðbundinn hátt. Til að mynda reynist Gunnar ekki hommi enn a. m. k. Kjartan reynir ekki einu sinni að fara upp í rúm hjá hinni brjósta- miklu sysmr Gunnars, þótt hann langi til þess í fyrsm og hafi reynt þvílíkt við öllu bros- legri aðstæður. Síðan sígur honum larður. bn það sjást hvergi nein rök fyrir því, hvers- vegna Kjartani daprast þessi líffærastarfsemi fyrir neðan þind, þegar á líður. Manni gæti einna helzt dottið í hug, að það ætti að vera af hugsjónalegum ástæðum. Trúi því hver sem vill. Þá fer víst nýbreytnin líka að verða upp talin, því ýmis önnur lítt rökvís hegðun Kjartans er ekkert nýstárleg hjá misvitrum persónusköpurum, svosem eins og öll þrá- skákin um myndina góðu. Það mun einnig vera ofurvenjulegt fyrirbæri hjá slíkum að þykja ekki vænt um eina einusm sögupersónu sína, sömuleiðis að ekki skuli votta fyrir skop- sýn, hvað sem það nú annars er. E.t.v. er þetta þó allt meðvitað og úthugsað tilfinn- ingaleysi, sem m.a. birtist þá að yfirlögðu ráði í marflömm stíl bókarinnar. Heilög ein- feldni og auðmýkt hjartans virðast höfundi ærið framandi ellegar lítt að skapi. En þá erum við farin að nálgast þá spurn- ingu, í hvaða átt andúð góðs fólks ætti eiginlega að beinast. Kemur náunginn manni yfirleitt nokkuð við? Jákvætt svar við því kann að teljast heldur smáborgaraleg af- staða, -—- en er mikil staðreynd. Og það er vegna hins illa rætta og undarlega setta upp- hafs á bók Vésteins Lúðvíkssonar, Gunnar og Kjartan, bls. 5—11, sem mér verða þessi fáu orð af fingrum. Ella hefði hún verið látin afskiptalaus. Höfundur ætlar greinilega að beina geiri sínum að djúprættri spillingu yfirstéttarinnar og gerir það og á vonandi eftir að gera það enn betur. En það má vart á milli sjá, hvort honum er meira í nöp við þessa ríkjandi stéttarófreskju í þjóðfélaginu eða tímabundna menningaryfirstétt í Menntaskólanum, sem alltaf hefur orðið til og mun vonandi verða til. Því er líkast sem honum sé mikið í mun að prumpa þar úr sér einhverjum langþjakandi óþægindum, sem eru ofurnáttúrlegur þátmr í mannsins misjafna eðli. Þessi árás á menn- ingarsnobb sumra krakka í efri bekkjum 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.