Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 16

Réttur - 01.04.1972, Page 16
hann bregður upp myndum, endurspeglar veruleika, sem kemur kunnuglega fyrir. I þann spegil skulu menn líta hvort þeim líkar bemr eða verr. Myndin er ófögur, en hún er sönn, og undanhald lýsir sér meðal annars í því að líta undan og forðast það að sjá. Leikstjóranum Maríu Kristjánsdóttur var ærinn vandi á höndum. Liðið er ekki sviðs- vant eins og að líkum læmr, og leikrit þetta er ekki auðvelt viðfangs. Það er t.d. nokkuð um löng eintöl. Þennan vanda leysti María af mikilli hugkvæmni og tókst á sannfærandi hátt að fella hin ýmsu atriði saman í eina heild. Það var snjallt leikbragð að láta per- sónurnar, sem viðriðnar eru brask og her- mang, bera grímur, og ekki hafa leikhús- gestir á þessum slóðum í annan tíma séð hóp- atriði svo kunnáttusamlega unnin. Hópnum tókst það, sem mest er um vert, að koma efnislegu inntaki verksins vel til skila. Leikmynd Ivans Török var afbragðs vel gerð allt til smæsm atriða í búningum og leikmunum að grímunum ógleymdum. Nokkrir nemendur sömdu og fluttu hljóm- list við leikinn og notuðu margskonar hljóð- færi. Þeir sáu um öll leikhljóð, og er óhætt að segja, að þeir náðu einmitt hinum rétta tóni hverju sinni. Má hver tónlistarmaður vel við una, er svo tekst til. Leikendur og tónflytjendur voru mttugu og fimm talsins, en alls lögðu um fjörutíu manns hönd á plóginn við að koma þessari sýningu upp. Eg dáist mjög að framtaki og áræði menntaskólanema að taka þetta verk til sýn- ingar. Þeir hafa komið fram af reisn og sett markið hátt. Framtak jæirra hefur tvíþætt gildi. Þeir hafa kynnt snjallt bókmenntaverk, sem alltof lengi hefur legið í láginni, og í annan stað hafa þeir dregið fram í dags- Ijósið j>jóðfélagsleg vandamál, sem enn og afmr eru á dagskrá, því að „minkurinn er að vaxa okkur yfir höfuð". Þegar L.M.A. sýndi „Biedermann og brennuvargana" árið 1967 undir stjórn Er- lings E. Halldórssonar, fylgdi sérlega vönduð leikskrá þar sem segir svo í ávarpsorðum til leikhúsgesta og ég leyfi mér að taka hér upp orðrétt: „Ef til vill kysu einhverjir, að L.M.A. héldi sér við sama heygarðshornið þ. e. „róman- tikus" eða „stofukómedíu". Samt sem áður viljum við bregða út af vananum einu sinni, og með það í huga, að leikhúslíf Norðlend- inga virðist ekki um of þjakað óhóflegri nýj- ungagirni, þykjumst við þess fullviss, að okk- ur verði sem endranær vel tekið. Takist okkur að koma „prédikun" Max Frisch óbrenglaðri á framfæri, og takist okk- ur að vekja yður til íhugunar á efni leikritsins fremur en frammistöðu einstakra leikara, hef- ur áralangur draumur L.M.A. rætzt. Draum- urinn um að láta eitthvað meira af sér leiða en aðeins að vekja smndarhlámr leikhús- gesta". Þessi orð eru í fullu gildi nú í tilefni af jæim ágæta viðburði er L.M.A. sýnir Mink- ana eftir Erling E. Halldórsson. Akureyringar eru nú sem fyrr sízt ofhaldn- ir af leiksýningum, sem fengur er að, og framlag L.M.A. til leikhússlífs hér í bæ er j>ungt á memm að jxssu sinni. Þessi sýning er óefað sú bezta, sem hér hefur lengi sézt, og hún var öllum til sóma, sem að henni stóðu. Þeim sé jrökk. 64

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.