Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 65

Réttur - 01.04.1972, Page 65
flokkinn. Árið 1936 varð hann rikisþingmaður og var kosinn í miðstjórn flokksins og 1938 varaformaður hans. Hann var handtekinn 22. júni 1941, en tókst að sleppa. Tók við for- ustu flokksins eftir fangelsun Aksels 1942. Ritaði bæði í blöð og leynilega bæklinga. Náði vissu samstarfi við H. C. Hansen og fleiri sósialdemókrata um samstarf. Tók i janúar 1945 sæti i frelsisráðinu i veikindum Houmanns og samdi í febrúar við Christmas Möller og fleiri um mikilvæg mál í Stokk- hólmi. Varð samgöngumálaráðherra í mai 1945. Nazistar náðu honum aldrei, en Ragn- hild Andersen, sem síðar varð kona hans, var fjögur ár í fangabúðum nazista eins og fleiri. Þau hjónin voru hér á Islandi 1952 og eiga hér marga kunninga. Mannval danska flokksins hafði verið skólað, þroskað og þjálfað, i þrengingum þeim, sem flokks- menn lentu í, og i þeirri hörðu, lifshættulegu bar- áttu, sem flokkurinn hafði tekið forustu í. Það var eftirtektarvert — og því eiga Islendingar ekki að gleyma, — að þegar við stofnuðum lýð- veldið 1944 — og urðum af stjórnarfarslegum á- stæðum einmitt að nota tækifærið, meðan við höfðum flutt konungsvaldið inn í landið* og ýmsir Danir tóku okkur það illa upp á þeim erfiðu tímum þeirra, — þá voru það einmitt kommúnistarnir dönsku, þeir þeirra, sem enn gátu tjáð sig, sem sýndu skilning og létu í Ijós samúð á afstöðu og aðgerðum vor Islendinga. í HRINGIÐU EFTIRSTRÍÐSÁRANNA Danski Kommúnistaflokkurinn átti tvo ráðherra í stjórn þeirri, er mynduð var strax eftir frelsun Dan- merkur 5. mai 1945, þá Aksel Larsen og Alfred * Konungsvaldið var flutt inn í landið 10. april 1940 og i krafti þess gátum við löglega samþykkt lýð- veldisstjórnarskrána, en sá „flutningur" var tak- markaður við striðslok, svo strax eftir strið hafði Kristján konungur vald sitt að nýju, til að neita stjórnarskrárbreytingu i lýðveldi um staðfestingu. Jensen, en auk þess var Mogens Fog í ríkisstjórn- inni. Ég hitti Aksel fyrst aftur eftir stríð á hóteli i Osló, er við vorum báðir þangað komnir til þess að sitja flokksþing norska Kommúnistaflokksins i ágúst 1945. Varð með okkur mikill fagnaðarfundur, þvi hann var vissulega úr helju heimtur. Með hon- um var þá Svend Nielsen, einn af hetjunum úr neðanjarðarbaráttunni. Við Akcel fluttum síðar ræð- ur á geysifjölmennum útifundi, sem Kommúnista- flokkurinn hélt á Young-torvet, þar sem einnig töl- uðu fulltrúar norskra og sænskra kommúnista, mig minnir Hiiding Hagberg og Jörgen Vogt. Alltaf sýndu dönsku kommúnistarnir sama skiln- inginn á þjóðlegri afstöðu Islendinga. Dönsk samn- inganefnd kom hingað heim eftir strið, til þess að semja um viss atriði milli ríkjanna og handritamálið kom auðvitað á dagskrá. Thorkil Holst, sem nú er ritstjóri „Land og Folk", var fulltrúi kommúnista í nefndinni. Ég minnist þess alltaf hve hrifinn hann var af ræðu, sem Kristinn E. Andrésson, er var full- trúi Sósialistaflokksins í íslenzku nefndinni, hafði haldið á nefndarfundi. Hann kvað augu margra Dananna þá fyrst hafa opnazt fyrir því hvers virði handritin voru Islendingum og hvers vegna. — Og oft hefur Thorkild Holst minnst síðar á kveðjusam- sæti það, er forsætisráðherra hélt dönsku samn- inganefndinni, — nýsköpunarstjórnin sat þá að völdum, sérstaklega þegar Ólafur Thors tók að stjórna sameiginlegum söng i veizlulok — og þótti honum það brjóta skemmtilega í bág við alla stranga hirðsiðil Fyrstu dönsku þingkosningarnar eftir strið voru haldnar 30. október 1945. Kommúnistaflokkurinn fékk nú 255.000 atkvæði, um 12,4% alls fylgis og fékk 18 þingmenn. (Sósíalistaflokkurinn íslenzki fékk 1946 19,5% fylgis hér heima og 10 þingmenn). En sósíaldemókrataflokkurinn hafði tapað 18 þing- sætum og minnihlutastjórn „Venstre"-flokksins tók við rikisstjórn, kalda striðið hófst skömmu siðar og nú tók við það verkefni að glinia við vandamál annars eðlis en þess, er sósíalistísk hreyfing hafði fengizt við fram að þessu. Er hér ekki átt við þau vandamál, sem þiðu danskrar alþýðu að loknu stríði, heldur ætla ég hér aðeins að ræða um tvennt af þvi, sem þeið nú danska Kommúnista- flokksins sem og fleiri þeirra, er staðið höfðu sig af miklum hetjuskap í striðinu. Og að svo miklu leyti, sem siðara atriðið og afstaða flokksins i þvi, veldur nokkru um fylgistap hans eftir stríð, þá má 113

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.