Réttur


Réttur - 01.04.1972, Síða 53

Réttur - 01.04.1972, Síða 53
andstætt lýðræSi, en á íslandi varð þingræðisbar- áttan hins vegar miklu lýðræðislegri að inntaki vegna þess að hún var I öndverðu borin uppi fyrst og fremst af bændum og menntamönnum. Borgara- stéttin var fram að endurheimt sjálfstæðisins bæði fáliðuð og eignalítil og mátti sin þvi lítils, ein sér, í baráttunni við hið danska vald. Hins vegar kost- aði það baráttu verkalýðs- og samvinnuhreyfingar að fá viðurkenndan almennan kosningarétt, óháð fjárhag og þjóðfélagsstöðu manna. I stjórnmálaviðhorfum sínum var íslenzk borg- arastétt síðborinn arftaki evrópskrar hugmynda- fræði — hinnar borgaralegu frjálshyggju (liberal- isma). I upphafi þessarar aldar étti hreinræktuð frjálshyggja raunar í vök að verjast á meginlandinu vegna vaxandi auðhringaveldis og þrýstings verka- lýðshreyfingar og flokka hennar. Frjálshyggjumenn höfðu kennt, að halda bæri rækilega aðskildum sviðum stjórnmála og efnahagsmála; ríkisvaldið skyldi helzt engin afskipti hafa af efnahagsmálum. Úr þvi að hinn frjálsi markaður tryggði borgara- stéttinni efnahagsvaldið, taldi hún sig ekki þurfa á ríkisvaldinu að halda til annars en standa vörð um markaðsfrelsið og gróðahagsmuni stéttarinnar í samkeppni við önnur ríki. En barátta verkalýðs- hreyfingarinnar stefni að þvi frá upphafi að setja skorður við markaðsfrelsinu — frelsi auðmanna til að arðræna vinnuaflið — t.d. með þvi að fá lögbundna hámarkslengd vinnuvikunnar. Þessi bar- átta hófst utan þings, á vinnumarkaðnum, áður en verkalýðnum tókst að afla sér og öðrum lágstéttum kosningaréttar og annarrar formlegrar aðstöðu til lýðræðislegra áhrifa. Síðan hefur barátta verka- lýðshreyfingarinnar og stéttabaráttan yfirleitt orðið margþættari og einkennzt mjög af afskiptum hins borgaralega ríkisvalds. Verkalýðsstéttin hefur víð- ast hvar á Vesturlöndum komið sér upp eigin stjórnmálaflokkum, og hefur starfsemi þeirra verið lýðræðinu mikil trygging, en þó ekki einhlit. Stjórn- málakenningar borgarastéttarinnar hafa tekið mikl- um myndbreytingum, en megininntak þeirra hefur yfirleitt verið orðagjálfur um lýðræði og frelsi, sem takmarkaður vilji hefur verið til að standa við I reynd. Þar sem verulega hefur kreppt að valda- stöðu borgarastéttarinnar hefur hún jafnvel verið tilbúin að brjóta sinar eigin stjórnlagareglur, fórna öllum ytri formum lýðræðis, og taka upp stjórnar- háttu gerræðis og skefjalausrar kúgunar. Þessu hefur yfirleitt fylgt fasistisk hugmyndafræði þar sem ofbeldi og rétti hins sterka er sungið lof. Af þessu hefur mannkynið þurft að þola ólýsanlegar hörmungar sem Evrópubúum eru i fersku minni. Fas- isminn er hætta sem aldrei líður fyllilega hjá með- an auðvaldsskipulagið stendur, og enn er hann að slá hrammi sínum yfir þjóðir, samanber valdaránið í Grikklandi. Ummerki um kúgunarhlutverk fylgir alltaf kapítalisku ríkisvaldi. Má sem dæmi nefna að þvingunarlög eru sett i kjaradeilum, lögreglu er beitt í verkföllum eða henni er sigað á fólk I friðsamlegum mótmælaaðgerðum. Allt er þetta þekkt frá seinni tima þróun hér á landi. Hérlend borgarastétt aðhylltist aldrei i reynd hreinræktaða frjálshyggju á vestur-evrópska visu; til þess var hún of vanburðug á efnahagssviðinu. Þingræðið mótaðist heldur ekki sem sérstakt borg- aralegt stjórnarform, heldur tengdist það arfleifð íslenzka bændaþjóðfélagsins og félagslegri vakn- ingu bændastéttarinnar fyrir og eftir aldamót. Áður en kapítalískir framleiðsluhættir næðu að gagnsýra þjóðfélagið, fór að gæta áhrifa samvinnu- og jafn- vel verkalýðshreyfingar á lagalega umgerð þess. Þar sem borgarastéttin réð ekki yfir nema hluta af framleiðslutækjunum, var hún ekki mótfallin vissri tegund ríkisafskipta af efnahagslifinu, einkum eftir gjaldþrot einkaframtaksins í heimskreppu fjórða áratugsins. Á fyrstu áratugum aldarinnar störfuðu alþýðlegar félagshreyfingar, samvinnu-, ungmenna- og verka- lýðsfélög, ötullega að því að virkja almenning til afskipta af málefnum samfélagsins, utan ramma þingræðisins. Úr þeim hefur hins vegar mjög dregið á síðari tímum vegna æ nánari samruna samvinnuhreyfingarinnar við einkaauðmagnið og vaxandi skrifræðis innan hennar. Skrifræði hefur einnig grafið um sig innan verkalýðshreyfingarinn- ar á kostnað lýðræðislegra starfshátta. Hvort- tveggja ber vott um vaxandi áhrif borgaralegra hugmynda, sem gera aðeins ráð fyrir formlegum tengslum milli almennings og fulltrúa hans í stað virks og lifræns sambands. Þessi þróun hefur treyst pólitísk yfirráð borgarastéttarinnar, sem leit- ast jafnan við að einskorða stjórnmálastarfsemi við leikreglur þingræðis og telja almenningi trú um að með almennum kosningarétti einum og fulltrúakjöri öðlist hann fullgilda hlutdeild í stjórn rikisins og möguleika til að beita því fullveldi sem honum er tryggt að lögum. Margt er því til fyrirstöðu að hið þingbundna fulltrúalýðræði — í núverandi mynd — geri vilja og fullveldi almennings að veruleika. Sambandið 101

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.