Réttur


Réttur - 01.04.1972, Side 19

Réttur - 01.04.1972, Side 19
með einhverjum hætti runnin undan rifjum pilt- anna. Krafðist hann þess mjög eindregið, að þeim yrði vísað úr skóla, en hraustlega var á móti tekið af vandamönnum sumra piltanna, sem einhvers máttu sin, einkum Ingvari Pálmasyni, alþingismanni, en sonur hans var einn þeirra, sem fyrir sökum voru hafðir. Piltar þeir, sem hér áttu hlut að máli, minnir mig að væru: Lúðvik Ingvarsson, síðar sýslumaður, Lúðvik Jósepsson, siðar alþingismaður og ráðherra, Bjarni Vilhjálmsson, síðar þjóðskjala- vörður, Jóhannes Stefánsson, síðar framkvæmda- stjóri og forseti bæjarstjórnar, og Stefán Snævar, síðar prestur og prófastur, allt þjóðkunnir menn. Ef til vill hafa þeir verið fleiri og vera má, að ein stúlka, Ragna Jónsdóttir, hafi verið í hópnum. KOMMÚNISTAOFSÓKNIR Ég gekk í verklýðsfélagið 27. sept. 1930 og á sama fundi gekk Einar Sveinn í það. En Adam var ekki lengi I Paradís. Á fundi í Verklýðsfélaginu 20. des. 1931 rakti Jónas Guðmundsson starf alþýðuhreyfingarinnar í bænum. Siðar segir svo í gjörðabókinni: „Minntist hann all ýtarlega á deilu þá, sem risið hefur upp milli „kommúnista" og jafnaðarmanna I bænum og las upp greinar þær allar, sem skrifaðar hafa verið I þessu máli. Rakti hann efni þeirra og svaraði ýtarlega. Tilkynnti hann að hann hefði ákveðið að segja sig úr félaginu, en vegna tilmæla eins vinar síns, Sigurjóns Kristjánssonar, hefði hann orðið við því að draga það til aðalfundar í janúar. Að því loknu bað hann félagsmenn vel að lifa og fór af fundi." Eftir að Jónas var farinn urðu harðar umræður milli Einars Sveins Frímanns og fjögura helztu samstarfsmanna Jónasar, sem að lokum fluttu til- lögu svohljóðandi: „Þar sem fundurinn lítur svo á, að þelr Einar Sveinn Frímann, Ingimann Ölafsson og Bjarni Þórð- arson hafi gerzt brotlegir við lög félagsins og reynt að vinna þvi ógagn, samþykkir fundurinn að svipta þá öllum félagsréttindum i eitt ár, öðrum en þeim að vinna með þeim í hvers konar vinnu. Haldi þeir áfram uppteknum hætti, að vinna félaginu ógagn á einn eða annan hátt, skal félagsfundur taka málið til meðferðar á ný og þeir gerast félagsrækir með öllu." Gunnar Benediktsson Bókað er, að tillagan hafl verið samþykkt með 83 atkvæðum gegn engu. „Var mjög hörð andúð á fundinum gagnvart „kommúnistum" og gjörðum þeirra og virtust félagsmenn standa þar sem einn maður," segir i fundargerðinni. Við hinir brottreknu greiddum ekki atkvæði, og svo mikla múgsefjun og andúð á okkur tókst kröt- um að skapa, að þeir fáu, sem voru andvígir brott- rekstrinum, létu hjá líða að greiða mótatkvæði og sátu hjá. Og að þessu afreki unnu var farið að sleikja úr Jónasi og hann grátbeðinn að ganga ekki úr félaginu. Hefur hann látið sér segjast og er aldrei minnst á brottför hans framar og endurkjörinn var hann formaður 1932. Auðvitað var hér um vandlega undirbúna leik- sýningu að ræða. Jónas beitti til hins ýtrasta sínum miklu persónutöfrum og lék á taugar fundarmanna eins og fiðluleikari á hljóðfæri sitt. En sjálf var brottrekstrartillagan algjörlega ó- grundvölluð. Hvergi er minnst á hvaða lagaákvæði voru brotin né með hvaða hætti við höfðum reynt að vinna félaginu ógagn. Við höfðum að vísu 67

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.