Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 24

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 24
um gegn 14 að félagið gerðist aðili að Alþjóða- samhjálp verkalýðsins, en Sigmar Sigurðsson hafði borið fram tillögu um það. Við kosningu í ,,full- trúaráð Alþýðufélaganna" hlaut Alþýðuflokkurinn 33 atkvæði, en sá, sem kommúnistar studdu 14. Var það Jóhannes Stefánsson, sem gengið hafði i félagið á fundinum. Við stjórnarkosningu 4. marz 1934 fékk Alþýðu- flokkurinn 36 atkvæði en kommúnistar 14. Á sama fundi hlaut tillaga Sigmars Sigurðssonar um fast kaup í Fóðurmjölsverksmiðjunni og 8 stunda vinnu- dag 14 atkvæði, en 30 voru á móti. Tveir kommúnistar gengu í félagið 8. nóv. 1934. Á þeim fundi fengum við 16 atkvæði. Fyrst munum við hafa fengið samþykkta tillögu í félaginu 11. nóv. 1934. Ég flutti þá tillögu um, að settur skyldi sérstakur skipavinnutaxti og var hún samþykkt með 16 atkvæðum gegn 12. Sú staðreynd, að við skyldum alltaf fá sömu at- kvæðatölu, sýnir hve samheldni okkar var góð og hve fast við sóttum fundina. Á þessum síðastnefnda fundi var kosin nefnd til að hafa eftirlit með kauptaxta félagsins. Þá var skapið i krötum slíkt, að þeir lögðu til að stuðn- ingsmenn kommúnista einir yrðu kosnir í nefndina. Lúðvík lagði fram blandaðan lista. Hvor hlaut 18 atkvæði. VANTRAUST Á BÆJARSTJÓRN Á fundi 3. nóvember 1935 flutti ég fjórar til- lögur, sem allar voru samþykktar. Sú veigamesta og sú, sem mestu máli skipti var um atvinnu- leysismál í formi kröfugerðar á hendur bæjarstjórn. Var nefnd undir forustu Lúðviks falið að flytja bæjarstjórn tillögurnar. Viku síðar var aftur fundur i félaginu og var þá skýrt frá afdrifum málsins i bæjarstjórn. Töldum við samfylkingarmenn afgreiðslu bæjarstjórnar al- gerlega óviðunandi. Flutti ég þá tillögu i tveim liðum. I fyrri hlutanum var lýst megnustu óánægju með afgreiðslu bæjarstjórnar á kröfunum. Sá hluti var samþykktur með 20 atkvæðum gegn 12. I síð- ari hlutanum var lýst fyllsta vantrausti á bæjar- stjórn, skorað á hana að segja af sér þegar i stað og efna til nýrra kosninga. Tillaga kom fram um að visa þessum hluta frá, en hún var felld með 20 atkv. gegn 17, en vantraustið siðan samþykkt með 20 atkv. gegn 16. Á fundi, sem haldinn var 20. nóv. 1936 lagði Lúðvík fram aðra tillögu um vantraust á bæjar- stjórn og kröfu um að hún segði af sér tafarlaust. Var tillagan studd ákveðnum rökum. Jónas Guð- mundsson flutti breytingatillögu, sem fól i sér traust á bæjarstjórn, auk þess, sem hún fjallaði um ann- að atriði óskylt og síðar verður á drepið. Og svo voru áhrif Jónasar mikil, að honum tókst að fá til- löguna samþykkta með 53 atkv. gegn 44. En þetta var líka svanasöngur hans í félaginu. Ljóst er, að þegar hér er komið sögu, hafa sam- fylkingarmenn náð þeirri fótfestu í félaginu, að þeir höfðu bolmagn til að ráða úrslitum mála og eftir þetta má segja, að þeir hafi ráðið öllu í félag- inu. Þó mistókst þeim að ná stjórninni í félaginu á aðalfundinum 1936. Hlaut þá samfylkingarlistinn 43 atkvæði, en listi Alþ.fl. 58, en það var lika i síðasta sinn, sem þeim tókst að fá stjórn kosna. Árið 1936 réðum við kosningu á Alþýðusam- bandsþing, en vorum bundnir af því ákvæði laga sambandsins, að ekkl voru aðrir kjörgengir en Alþýðuflokksmenn. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ UNNIÐ Árið 1935 voru itök okkar i verklýðsfélaginu orð- in það mikil, að krötum þótti ráðlegt að veita okkur aðild að stjórninni. Var þá Lúðvik kosinn ritari félagsins en Jóhannes gjaldkeri, og báðir voru þeir kosnir i 1. maí nefnd. Liklega hefur þetta átt að vera bragð til að hafa okkur góða, en hefur ekki þótt gefa góða raun, þvi ekki voru þeir Lúðvik og Jóhannes endurkjörnir næsta ár. Orustan um verklýðsfélagið stóð 21. febrúar 1937 og hafði mjög harður áróður verið rekinn af hinum striðandi öflum og ekkert til sparað. Var þá Ijóst orðið, að Jónas Guðmundsson mundi ekki kemba hærurnar hér í bæ og þvi ekki frambæri- legt að stilla honum upp. En til þess að stjórna vörn Alþýðuflokksins var sendur hingað ekki minni 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.