Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 30
fiokksins, að þeir skyldu hafa sameiginlegan lista
við bæjarstjórnarkosningarnar 1938 og var þá á-
kveðið að hefja útgáfu nýs blaðs, sem hlaut nafnið
ÁRBLIK
Það kom fyrst út 13. jan. 1938 undir stjórn fjög-
urra manna ritnefndar, tveggja frá hvorum flokki.
Af hálfu Alþýðuflokksins voru i nefndinni þeir
Ölafur Magriússon og Oddur A. Sigurjónsson en
af hálfu kommúnista við Gunnar Eiríksson. Stutt
varð samvinna flokkanna og tóku samfylkingar-
menn blaðið í sínar hendur og gáfu það út sem sitt
málgagn i aukakosningunum i september og síðan
var það málgagn Sósíalistafélagsins unz Austur-
land leysti það af hólmi í ágúst 1951.
Kratarnir töldu okkur hafa tekið blaðið ófrjálsri
hendi og hefur stundum verið logið meiru.
Árblik kom óregiulega út, en þó oft allþétt. Síð-
ustu árin var útgáfan þó nokkuð regluleg og kom
það út einu sinni í viku.
öll voru blöð þessi fjölrituð utan eitt blað af
Árbliki, sem við létum prenta á Seyðisfirði í sept-
emberslagnum 1938.
BÆJARSTJÓRNAR-
KOSNINGAR
Eins og fram hefur komið, bauð Kommúnista-
flokkurinn fram í bæjarstjórnarkosningunum 1934.
Við Lúðvík og Jóhannes, sem síðar komum mest
við sögu bæjarstjórnar af hálfu róttækra samtaka,
höfðum ekki atkvæðisrétt sökum æsku. Allir voru
sammáia um framboðslistann, en hann var svo
skipaður: Sigmar Sigurðsson, Sveinn Magnússon,
Jóhann Sveinsson, Hermann Jónsson, Valdimar
Eyjólfsson, Guðmundur Guðmundsson, Sveinn
Sveinsson og Ásmundur Sigurjónsson. Listinn
hlaut 28 atkvæði og var það óeðlilega lág tala,
þvi við áttum að geta fengið a. m. k. 40 atkvæði.
En margt var okkur andstætt.
Aftakaveður var á kosningadaginn og töpuðum
við nokkrum atkvæðum þess vegna, einkum sjó-
manna, sem ekki náðu landi i tæka tíð (þá var
vetrarsíldveiði). Svo er ekki ósennilegt, að af-
staða Valdimars Eyjólfssonar, sem áður er getið
hafi eitthvað haft að segja. Og loks höfðum við
tapað einhverju af ástæðulausri hræðslu við að
íhald og Framsókn fengju meirihluta. Mér er i
minni háðsglottið á sumum krötunum, þegar taln-
ingu var lokið. En þeim gafst ekki annað tækifæri
til að glotta yfir óförum okkar.
Sigmar Sigurðsson, sem var i efsta sæti listans,
var í hópi okkar beztu og virkustu félaga. En hann
varð skammlífur, dó 1935 í marzmánuði að mig
minnir.
JANÚAR 1938
Næst skyldi kjósa til bæjarstjórnar i janúar 1938.
Kommúnistaflokkurinn barðist þá fyrir samfylkingu
og jafnvel sameiningu við Alþýðuflokkinn. Þvi var
það, að 16. október 1937 skrifaði kommúnista-
deildin jafnaðarmannafélaginu og lagði áherzlu á
að reynt yrði að ná samkomulagi fyrir kosningar
á einhverjum grundvelli. Lagt var til að hvor aðili
skipaði þriggja manna nefnd til að athuga um sam-
vinnumöguleika og gera tillögur um hvernig slikri
samvinnu yrði bezt fyrir komið. Óskað var svars
eigi síðar en 20. október.
Aftur hélt deildin fund daginn eftir og afgreiddl
þá bæjarmálastefnuskrá sína og var hún prentuð.
Svar barst frá jafnaðarmannafélaginu fyrir tilsett-
an tíma. Hafði félagið samþykkt að taka ekki af-
stöðu til tillögu kommúnista fyrr en að afloknu Al-
þýðusambandsþingi, sem koma átti saman 29. okt.
Aftur er jafnaðarmannafélaginu skrifað 20. nóv-
ember og tillagan um viðræður ítrekuð og er
Ijóst, að stefnt er að sameiginlegu framboði .
öll þessi þrjú bréf eru færð inn i gjörðabók
kommúnistadeildarinnar.
Á stjórnarfundi kommúnista 26. nóvember var
upplýst, að jafnaðarmannafélagið hefði kosið við-
ræðunefnd.
Viðræðunefndirnar náðu samkomulagi um mál-
efnasamning og bæjarmálastefnuskrá, sem ég á í
fórum mínum. En samkomulag varð ekki um sam-
eiginlegt framboð og stóð þar á Alþýðuflokknum.
Kommúnistar ákváðu framboðslista sinn á deildar-
fundi 27. desember og var hann svo skipaður.
78