Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 36

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 36
fangabúðirnar, brennimerkir rithöfundinn Ossietsky sem landráðamann, er hann fær Nóbelsverðlaun, fangi I dýflissum Hitlers, — og heimtar að þaggað sé niður í verklýðsblöðunum, sem voga sér að segja sannleikann um Hitler og nazismann. ELDSTÓLPINN I þessu svartnætti ósigra alþýðunnar og ofstækis auðvaldsins rís upp einn maður og býður sem hlekkjaður fangi allri harðstjórn nazismans byrg- inn I miðju Þýzkalandi nazismans — og sigrar. Vörn Dimitroffs fyrir réttinum í Leipzig frá 21. september til 23. desember 1933 er eitthvert ein- stæðasta afrek í allri sögu ofsóknarréttarhalda yfirstétta I heiminum. Einangraður í fangaklefa sín- um og aðstoðarlaus, hvað venjulega verjendur snertir, snýr hann vörninni upp í sókn, sannar sekt hinna nazistísku sökudólga sjálfra á brun- anum og hreinsar sjálfan sig, ofsóttan Kommún- istaflokk Þýzkalands og sósíalismann af íkveikju- áburðinum. Dimitroff sannar með dirfsku sinni í framkomu og snilli í málafylgju andlega yfirburði marxism- ans yfir allri kúgunarvél auðvaldsins. Hann afhjúpar voldugasta valdamann nazista, Göring, svo gersamlega við yfirheyrslu hans fyrir réttinum og flækir hann svo í mótsögnum hans, að Göring missir alla stjórn á sér, öskrar sem villidýr og heimtar Dimitroff færðan út. Og þegar forseti réttarins lætur flytja Dimitroff út úr salnum nauð- ugan, veitir hlekkjaður fanginn montnum forsætis- ráðherranum andlega rothöggið með hinni storkandi spurningu: „Þér eruð víst hræddur við spurningar mínar, herra forsætisráðherra?" („Sie haben wohl Angst vor meinen Fragen, Herr Ministerpresid- ent?"). Þessi orð, mælt á þessu augnabliki, munu um alla framtíð geymast sem táknið um mátt mál- staðar sósíalismans I erfiðustu aðstöðu hans gagn- vart morðvél svartasta afturhalds jarðarinnar. Dimitroff brá upp þeim kyndli er tendraði von- ina á ný í brjóstum sósíalista og lýðræðissinna um gervallan heim. Þeir sáu að nazisminn var síður en svo ósigrandi, þrátt fyrir vald hans og auðveld- an stundarsigur. Hvarvetna risu upp varnarnefndir. Óháðir dómstólar, skapaðir af beztu lögfræðingum lýðræðisins, sönnuðu sekt nazismans, sakleysi Dimi- troffs og félaga hans. Það fór mótmælastormur um þann heim, sem enn var frjáls af kúgun naz- ismans — og undan honum varð að láta. Hæstirétturinn í Leipzig neyddist til að viður- kenna sakleysi Dimitroffs. Nazisminn varð að láta sér nægja að níðast á verkfæri sínu, van der Lubbe, sem sinnulaus af innsprautuðum eiturlyfj- um, var dæmdur til dauða og tekinn af lífi. En Dimitroff og félagar hans Popow og Tanew voru sýknaðir. En úti fyrir dyrum réttarsalsins beið Göring, blóðþyrstur I hefnd fyrir ófarirnar, hlakkandi til að myrða varnarlausa fangana, sem fluttir voru I fang- elsi Gestapos i Berlín. Þá voru það Sovétríkin, sem björguðu lífi hetjunnar frá Leipzig og félaga hans með því að veita hinum ríkisfangslausu Búlg- örum sovézkan ríkisborgararétt 15. febrúar 1934. Og ríkisstjórn nazistanna neyddist til að beygja sig: senda sigurvegarann, sem hafði afhjúpað þá frammi fyrir öllum heimi, og flokksbræður hans I flugvél til Sovétríkjanna 27. febrúar 1934. Nazisminn hafði beðið sinn fyrsta auðmýkjandi ósigur fyrir augliti alls heimsins: hlekkjaður fangi, en andlega frjáls í fjötrum sínum, hafði sigrazt á sjálfu rikisvaldi fasismans, — og fyrsta ríki sósíal- ismans á jörðunni síðan bjargað lifi hans úr helj- argreipum. LEIÐTOGI SAMFYLKINGARINNAR Dimitroff kom til Moskvu 27. febrúar 1934 og var fagnað stórkostlega sem vænta mátti. Er hann hafði hvílt sig eftir fangavistina, hófst hann handa með að undirbúa gerbreytta stefnu kommúnista- flokkanna til alhliða samstarfs við sósíaldemó- krata og lýðræðissinna borgaraflokkanna. Án þess að draga úr sögulegri sekt sósíaldemókrata og hlifa afsláttar- og uppgjafarstefnu ýmissa leiðtoga þeirra sýndi hann fram á að lífsnauðsyn bæri samt sem áður til að verklýðsflokkarnir fylktu liði saman gegn fasismanum, — það væri of seint að samein- ast í fangabúðum fasismans. Og hvarvetna um Evrópu tóku nú einnig vaxandi árásir fasistanna að knýja slíkt samstarf fram, svo sem í Frakklandi í febrúar 1934. I Austurríki háðu kommúnistar og róttækir sósíaldemókratar I febrúar 1934 fyrstu sam- eiginlegu vopnuðu varnarbaráttu sína gegn árás Dolfuss-fasismans, sem sigraði þá að vísu, —■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.