Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 10

Réttur - 01.04.1972, Page 10
Vafalaust mun reyna mjög á staðfestu þeirrar samstöðu, sem skapazt hefur, þegar Efnahagsbandalag og Atlanzhafsbandalag beita á víxl sínum þvingunarráðstöfunum og ginningum, til þess að fá Island til að hörfa. Hinn brezki auðvalds-Shylock mun heimta sitt pund úr holdi Islands, kveðast hafa „bréf upp á það", en hann mun ekki þora að höggva í holdið, frekar en í leikriti Shake- speares, því blóð má ekki fljóta. Orofa sam- heldni þjóðar vorrar mun tryggja oss sigur- inn sem fyrr. En hitt þurfa allir viðkomandi að læra til fullnustu, einmitt vegna þess hve vel hefur nú tiltekizt: Sannleikurinn, hin dýrkeypta / reynsla, úr sögu vorri er að Island má aldrei gera „óuppsegjanlegan" samning. Sagan hef- ur brennt þennan sannleik í hug hvers ís- lendings, sem finnur til með þjóð sinni. Og vísdómsorð forn hljóða: Vinn það ei fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Auðvald Englands og Vestur-Þýzkalands má vita það, að þegar til kastanna kemur 1. september 1972, þá mætir þeim einhuga ís- lenzk þjóð, ef neita á henni um skilyrði til þess að lifa mannsæmandi lífi í landi sínu. 58

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.