Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 9

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 9
eitt stórfelldasta afsal réttinda, sem saga þjóðar- innar greinir. Til þess að gefa slíkt réttindaafsal hefur enginn þingmaður umþoð, enginn þingmaður hér í þessum sal, því að allir flokkar og allir þing- menn sóru þann eið fyrir síðustu kosningar að hvika hvergi i landhelgismálinu. Vegna þess er skylt að hafa þjóðaratkvæði um þetta mál. Kjós- endur einir hafa rétt til að samþykkja samninginn eða hafna honum. Án samþykkis kjósenda verður hann því markleysa ein." í sömu útvarpsumræðum lauk Ólafur Jó- hannesson ræðu sinni á Jressa leið: „Hér er um að tefla hreinan nauðungarsamning, sem felur í sér það tvennt að opna landhelgina fyrir Bretum og torvelda frekari útfærslu fiskveiði- lögsögunnar um ófyrirsjáanlegan tíma eða loka þar jafnvel leiðum. Þess vegna er stundarfriðurinn í landhelgisdeilunni við Breta of dýru verði keypt- ur að mínum dómi." Þegar að lokum dró umræðnanna, — ein- hverra lengstu, sem orðið hafa í þingsögunni, lauk ég ræðu minni, þann 9. marz með þess- um orðum: „Það dregur nú að lokum þessara umræðna, og það er nú séð, hvað verða vill, og að því óhappa- verki, sem hér er verið að vinna, verður ekki af- stýrt. En það vil ég segja við meðþlngsmenn mína úr stjórnarflokkunum: Gerið þið ykkur Ijósa þá ábyrgð, sem á ykkur hvílir í þessu samþandi. Þið gerið (slandi erfiðara fyrir að ná sinum rétti, eftir að þessi samningur er gerður. Þið setjið þjóð vora á ný í þá aðstöðu að verða að sækja rétt sinn i greipar erlends valds. Og þið berið ábyrgð á öllum þeim erfiðleikum, sem þessi samningur leiðir yfir islenzka þjóð. En þið skuluð engir halda, að það sé þúið að drepa Island til frambúðar í dróma brezks auðvalds og Atlantshafsbandalagsins með þessum svikasamningi. Stormur frelsisins fer um víða veröld. Ánauðugar þjóðir hrista af sér nýlendu- fjötrana, og Island skal ekki verða eftirbátur ann- arra landa. Island mun einnig slíta af sér þá svika- fjötra, sem brezkur níðingsskapur, brezkt ofbeldi, brezk flærð og vesaldómur íslenzkra valdhafa er nú að leggja á þjóðina. Island hefur áður verið þundið undir erlent ok. Það hefur hrist það af sér, og það mun hrista þetta ok af sér líka þrátt fyrir allt." Síðustu ræðuna í umræðunum flutti Lúð- vík Jósepsson og lauk henni með þessum orðum: „Ég vil svo að lokum vekja enn athygli á þvi, að báðir andstöðuflokkar hæstvirtrar rikisstjórnar hér á Alþingi hafa gefið út yfirlýsingar um það, að þeir tefji þjóðina ekki skuldbundna af þessum samningi, þó að hann verði samþykktur hér á Al- þingi og af hæstvirtri rikisstjórn, og að þeir muni báðir beita sér fyrir því að losa þjóðina undan oki þessa samkomulags, svo fljótt sem tök eru á. Ég hef sagt það hér áður í þessum umræðum og end- urtek það hér enn: Þessi svikasamningur, sem hér er ráðgert að gera, getur aldrei verið í gildi lengur en sú ríkisstjórn, sem nú situr við völd, situr þar. Um leið og hún fer frá völdum, fellur þessi samn- ingur lika úr gildi. Það verður reynt að sjá til þess af þjóðinni, að nýr meirihluti, sem skapast á Al- þingi, uni ekki við þennan samning. Og við skul- um vona, að það verði ekki langt eftir því að bíða, að þær kosningar komi i þessu landi, að sá dómur verði kveðinn upp yfir þessari rikisstjórn og þess- um samningi, sem með þarf. OG NÚ Þeir tímar eru nú liðnir að „íslands óham- ingju verði allt að vopni". Svo mikil er nú gæfa þjóðar vorrar að allir flokkar þings, allir þingmenn, hafa sameinazt um að samþykkja einróma álykmn þar sem hatramasta deilu- málið frá 1961 er afgreitt á eftirfarandi hátt í 2. grein þingsályktunarinnar: „2. Að rikisstjórnum Bretlands og Samþandslýð- veldisins Þýzkalands verði enn á ný gerð grein fyrir þvi, að vegna lífshagsmuna þjóðarinnar og vegna breyttra aðstæðna geti samningar þeir um landhelgismál, sem gerðir voru við þessi ríki 1961 ekki lengur átt við og séu íslendingar ekki bundnir af ákvæðum þeirra." 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.