Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 73

Réttur - 01.04.1972, Page 73
muth, Babel og Pasternak, svo ekki sé talað um Hegel, Lenín, Marcuse, Adorno, Lucács, Che Guevara og Castro. Og tengdar bókaútgáfunni eru átta bóka- verzlanir, á bezai stöðum aðalborga Italíu. Aðaltímarit bandarískra bókaverzlana, „Publ- ishers Weekly", segir að „til þess að þekkja pólitíska hugsun í Italíu, verða menn að sækja Feltrinellibókaverzlunina í Róm, Mil- ano, Bologna etc." Lífsverk þessa kommúnistiska miljóna- mærings er því í alla staði hið merkilegasta. Borgarablöð heims rituðu mikið um sérvizku hans, en minna um menningarafrekið. Talið er að kona hans, Inge, muni halda áfram merki hans. Þau eiga sex ára son, Cirlo. For- stjóri stofnunarinnar og samstarfsmaður Feltrinellis heitir Del Bo, prófessor. ECUADOR Það er alltaf erfitt að átta sig á því til fulls, hvað í valdatöku herforingja í löndum Suður-Ameríku felst. Venjulega er það aftur- haldið, sem þannig tekur völdin, en þó kemur fyrir, eins og í Peru, að þjóðlega hugsandi herforingjar eru að reyna að losa land sitt undan oki auðhringanna í Bandaríkjunum og bandamanna þeirra. Svo virðist vera um þá valdatöku, sem framkvæmd var í Ecuador 15. febrúar sl. af herforingjum, er gerðu Velasco Iburra að for- seta. Þeir segjast ætla að koma á aftur stjórn- arskránni frá 1945, hinni róttækustu, er gilt hefur þar í landi. Þá segjast þeir og ætla að sjá til þess að þjóðarauðurinn verði hagnýttur í þágu alþjóðar og lífskjör alþýðu bætt. Er sízt vanþörf á slíkum umbótum, því 57,5% af þjóðartekjunum renna til yfirstéttar, sem er 2% þjóðarinnar. Vinstri flokkar landsins, þar á meðal kommúnistaflokkurinn hafa tek- ið afstöðu með stjórninni. Er nú eftir að sjá hvern'g henni gengur að efna loforðin. „INTERNATIONALINN“ Höfundur alþjóðasöngs verkalýðsins, — „Fram þjáðir rnenn í þúsund löndum," — er Engene Pollier. Hann var fæddur í París 4. október 1816. Fjórtán ára gamall orti hann fyrsta söngljóð sitt „Lengi lifi frelsið." Hann barðist með verkalýð Parísar í götu- vígunum 1848. Pottier var kosinn fulltrúi í borgarráð Parísar, — Kommúnunni — 1871 og barðist með verkamönnum, unz böðlar afturhaldsins höfðu kæft byltinguna í blóði. Þegar hann var í felum í útborgum Parísar eftir blóðbaðið, orti hann „Internationalinn", í júní 1871. Hann varð að flýja land, fyrst til Englands, síðan til Bandaríkjanna 1873- Tók hann þar þátt í sósíalistisku verklýðs- hreyfingunni. Eftir að sakaruppgjöf var veitt kommúnördunum 1880 sneri hann heim til Frakklands, starfaði í róttæka sósíalista- flokknum þar. Hann dó fátækur verkamaður eins og hann hafði lifað árið 1887 og var jarðaður í Pére Lachaise-kirkugarðinum, þar sem kommúnardarnir hvíla. Verkamenn Parísar fylgdu honum þúsundum saman til grafar og áttu í sífelldu höggi við lögregluna, sem réðst á líkfylgdina til þess að reyna að ná rauða fánanum, sem yfir henni blakti. „Internationalinn" varð fyrir verk Potti- ers hin hrífandi kveðja frönsku kommúnard- anna til verkalýðsins og allra undirokaðra í öllum löndum heims. Sjö mánuðum eftir lát Pottiers, í júní 1888, sá Pierre Degeyter texta alþjóðasöngs- ins í fyrsta sinn, hreifst af þrótti hans og eggjan, samdi á einni nóttu lagið við söng- 121

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.