Réttur


Réttur - 01.04.1972, Side 31

Réttur - 01.04.1972, Side 31
Lúðvík Jósepsson, Bjarni Þórðarson, Jóhannes Stefánsson, Vigfús Guttormsson, Sveinn Magnús- son, Sigríður Jónsdóttir, Ásmundur Jakobsson, Ing- ólfur Sigfúss., Kristján Kristjánss., Kristján Imsland, Gunnþór Eiríksson, Bjarni Sveinsson, Benjamín Guðmundsson, Sigurður Þorleifsson, Hermann Jónsson, Sigurður Halldórsson, Karl Marteinsson og Valgeir Sigmundsson. Mikið vantar á, að allir þessir menn hafi verið flokksbundnir i Kommún- istaflokknum. Sumir höfðu lengi verið stuðnings- menn kommúnista, en aðrir voru samfylkingar- menn úr röðum Alþýðuflokksins. Listann birtum í Lýð. Næst gerist það, að Jónas Guðmundsson, sem verið hafði i Reykjavík, kemur austur. Honum var Ijóst, eins og raunar öllum öðrum, að Alþýðu- flokkurinn mundi ekki ríða feitum hesti frá kosn- ingunum. Tók hann þá afstöðu, sem var í sam- ræmi við afstöðu okkar kommúnista, að úr þvi að flokkarnir ætluðu sér að vinna saman eftir kosn- ingar, væri ráðlegast að þeir bæru fram sameig- inlegan lista. Og 8. janúar 1938 barst kommún- istum boð frá Alþýðuflokknum um sameiginlegt framboð. Skyldu flokkarnir lagðir að jöfnu en Al- þýðuflokkurinn hljóta efsta sætið, kommúnistar annað og svo koll af kolli. Tillaga um að taka til- boðinu, var samþykkt einróma og greiddu allir fundarmenn atkvæði. Listi þessi fékk sex menn kjörna, þrjá frá hvor- um flokki, og voru bæjarfulltrúar kommúnista Lúð- vík Jósepsson, Bjarni Þórðarson og Jóhannes Stef- ánsson. SEPTEMBER 1939 En samvinna flokkanna fór mjög fljótt út um þúfur og kom þar hvoru tveggja til, að ekki náðist samkomulag um bæjarstjóra, og svo hitt, að sam- komulag flokkanna á landsmælikvarða fór mjög versnandi og var mikil heift ríkjandi í öllum þeim viðskiptum. Alþýðuflokkurinn var klofinn og gekk hluti hans til samstarfs við kommúnista um mynd- un Sósíalistaflokksins haustið 1938. Einn af bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins, Alfons Pálmason, var samfylkingarmaður og áttu sam- fylkingarmenn því fjögur atkvæði í bæjarstjórn, en það hrökk ekki til. Nýjar kosningar fóru þvi fram Sigmar Sigurðsson í september, en ekki leiddu þær til neinna breyt- inga. Árið 1938 var mesta ókyrrðar- og upplausnarár, sem saga bæjarstjórnar Neskaupstaðar kann frá að greina, og er mikil saga af þeim átökum. En því er ég svo fáorður um þessa atburði, að ég ætla mér að taka saman um þá sérstakan þátt, ef til vill fyrir næstu Jól. KOMMÚNISTADEILDIN HÆTTIR STÖRFUM Síðasti bókaði fundur deildarinnar var haldinn 20. febrúar 1938. Eftir það var félagsstarf rót- tækra sósíalista í höndum samfylkingarsamtaka, sem voru undanfari Sósíalistafélagsins, sem stofn- að var haustið 1938. En það er önnur saga. Lokið 17. nóv. 1971. 79

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.