Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 50

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 50
aðallega tvenns konar: samtök um hagsmuni vinn- andi fólks og samtök um hagsmuni auðmagnsins. Þau fyrrgreindu styrkja samkvæmt starfsháttum sínum og hlutverki lýðræðið i landinu og vefengja forræði borgarastéttarinnar, einkum hið efnahags- lega. Þau siðartöldu eru veigamikill þáttur í forræði borgarastéttarinnar í öllum þrem myndum þess, og eru oft á tíðum nátengd stofnanaveldinu. Hugmyndafræðilegt forræði borgarastéttarinnar felst einkum í því að gildismat hennar mótar við- horf og hugmyndir almennings varðandi neyzlu- venjur, menningu, félagslíf og sambúðarhætti. UPPHAF OG ÞRÓUN AUÐVALDSSKIPULAGSINS í LANDINU — STÉTTASKIPTING Á siðustu hundrað árum hafa hraðfara breyting- ar gengið yfir íslenzkt þjóðlíf og framkallað nýja þjóðfélagsgerð. Framleiðsluöflin hafa tekið alger- um stakkaskiptum á skemmri tíma en dæmi þekkj- ast til í nágrannalöndum — svo skömmum að hin ýmsu skeið iðnbyltingarinnar hafa runnið yfir á einum tveimur mannsöldrum. Þessi þróun hófst með þilskipaútgerð, en brátt tóku gufuskip og síðan mótorskip við. Beizlun raforku, nýting olíu, efna- iðnaður, hraðfrysting og alls kyns vélsmíði hafa haft einna mestar breytingar í för með sér. Nýlega er svo farið að beita tölvum og öðrum afurðum háþróaðrar vísindalegrar tækni. I stuttu máli, á nokkrum áratugum umbyltist efnahagsgrundvöllur þjóðfélagsins svo gersamlega að liðnar aldir sýnast kyrrstæðar hjá þeim hamförum. I þessu sögulega samhengi gefur ibúahlutfallið milli þéttbýlis og strjálbýlis nokkra vísbendingu um þróun kapitalískra framleiðsluhátta á Islandi. Um 8.1. aldamót voru um 80% þjóðarinnar búsett í strjálbýli eða þorpum með færri en 200 íbúum, en nú hefur hlutfallið snúizt við. 70 árum síðar eru um 85% landsmanna búsettir í þéttbýli (borgum eða þéttbýlisstöðum með yfir 200 íbúa). Þannig hefur íslenzka sveitaþjóðfélagið breytzt á einum mannsaldri i ríkjandi bæja- og borgarþjóðfélag. Myndun islenzks borgarþjóðfélags hefur ein- kennzt af ofurvexti eins þéttbýlissvæðis, Reykja- víkur — og Reykjanessvæðisins þar sem 58 af hverjum 100 Islendingum hafa nú búsetu. Þetta gíf- urlega byggðamisvægi verður ekki nema að vissu marki rakið til náttúrlegra aðstæðna eða orsaka í fyrri söguþróun; það er fremur afleiðing kapital- iskrar þjóðfélagsþróunar sem gengur ójafnt yfir eftir því hvar þjóðfélagsskilyrði eru bezt til gróða- myndunar. Af eðli kapítalískra framieiðsluhátta leiðir félags- lega sundurgreiningu — stéttaskiptingu — sem byggist á mismunandi afstæðum þjóðfélagsþegn- anna til auðvalds. Þetta vald felst fyrst og fremst í lögbundinni eign eða umráðum einstaklinga og hlutafélaga þeirra yfir framleiðslutækjum — auð- magni. Handhafar auðmagnsins mynda stétt at- vinnurekenda (kapítalista) eða öðru nafni borgara- stétt. Hinir sem selja atvinnurekendum vinnuafl sitt — verkafólk, iðnaðarmenn, sjómenn og starfsmenn — mynda verkalýðsstéctina i víðtækasta skilningi orðsins. Oftast er þó hugtakið verkalýðsstétt látið ná yfir þá launamenn eina sem vinna beinlínis að framleiðslustörfum og þjónustu í þágu atvinnu- reksturs, eru ekki viðriðnir stjórnun í þágu auð- magnsins og hafa enga hagsmuni samfiéttaða auð- magninu. Milli þessara höfuðstétta eru hópar manna sem starfrækja eigin atvinnutæki án aðkeypts vinnuafls, svonefndir einyrkjar (t.d. flestir bændur, smákaupmenn, bílstjórar og iðnaðarmenn). Vegna sérstakrar afstöðu sinnar til framleiðslunnar eru þessir hópar einatt kenndir við millistétt. Ef starfandi fólk (atvinnufólk) á Islandi er flokk- að eftir þessari skiptingu í stéttir, mun láta nærri að atvinnurekendur séu um 6%, einyrkjar (að meirihluta bændur) 11—12%, en afgangurinn — yfir 80% — launafólk. Eru þá opinberir starfsmenn (hjá ríki og sveitarfélögum) taldir með, en hlutfall þeirra meðal launafólks hefur vaxið ört á undan- förnum áratugum (eða úr tæplega 8% árið 1930 í 26% árið 1960). Það er því Ijóst að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telst til verkalýðsstéttar. Inn- an hennar eru svo aftur margir starfshópar, sem hafa mismunandi stöðu eftir tegund starfsins, tekj- um, menntun og mannaforráðum. Þessi lagskipting endurspeglar vaxandi verkaskiptingu í tækniþjóð- félagi nútímans og hefur gefið eignastéttinni tilefni til að deila og drottna, auka á launamismun milli starfshópa og ala þar með á sundrungu innan verkalýðsstéttarinnar. Islenzk borgarastétt hefur vaxið með þróun kapít- 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.