Réttur


Réttur - 01.04.1972, Side 78

Réttur - 01.04.1972, Side 78
 Úr baráttunni á Alþingi gegn brezka samningnum 1961 Lúðvík Jósepsson 6. marz: ,,Hitt veit ríkisstjórnin vel, að háttvirtir alþingismenn hafa ekkert umboð frá þjóðinni til þess að gera slikan samning sem þennan. Þær yfirlýsingar, sem háttvirtir alþingismenn og allir frambjóðend- ur gáfu fyrir síðustu kosningar, voru allar þveröfugar við það að heimila slíkan samning sem þenn- an. Það er því ekki hægt að lita á samningsgerð eins og þessa, sé neitað um þjóðaratkvæði, á annan hátt en sem ofbeldissamning, sem gerður er gegn vilja þjóðarinnar og án löglegs umboðs, og mark- leysu. Nýr meirihluti á Alþingi, sem vissulega hlýtur að koma hér, áður en langir tímar líða, getur ekki talið sig skuldbundinn af þessum samningi. Það verður verkefni nýs meirihluta hér á Al- þingi að gera Bretum það Ijóst, að þessi samningur hefur verið þvingaður upp á okkuré þeim tíma, sem þeir hótuðu að senda herskip sín til Islands, og með þeim hætti, að þeir hafa lokkað veikgeðja ís- lenzka ríkisstjórn gegn vilja þjóð- arinnar til þess að gera samning þvert gegn vilja þjóðarinnar. Og slika samninga hefur nýtt Alþingi og meirihluti þjóðarinnar auðvitað að engu." „Það er enginn vafi á því, að það, sem hér er að gerast, er það, að íslenzka ríkisstjórnin er að færa hér fórn á altari Atlanz- hafsbandalagsins. Það er það, sem hér er að gerast. Islenzkir ráðherrar vita þetta mætavel. Þeir eru ekki að vinna neinn stórsigur fyrir Island í fiskveiðimálum eða landhelgismálum. Þeir eru að vinna tiltekið verk fyrir þá aðila i Atlanzhafsbandalaginu, sem hafa verið á móti útfærslu landhelginn- ar við Island allan timann og reyndu að leggjast á okkur eins og þeir gátu sumarið 1958 og stöðva okkur í því að færa út i 12 milur. Það eru þessi öfl Atlanz- hafsbandalagsins, sem eru hér að verki og eru hér að vinna í gegn- um islenzku ríkisstjórnina. Það voru þessi sömu öfl, sem sögðu til sín 1958, þannig að þeir ætluðu að stöðva Alþýðuflokkinn frá þvi að vera með í útfærslunni, og þeir fengu forustumenn Sjálfstæðis- flokksins til þess að lýsa þvi yfir opinberlega, að þeir vildu fresta útfærslunni og ganga til samninga við forustumenn NATO um lausn á landhelgismáli Islands. Það er enginn vafi á því, að ástæðan til þessa ólukkusamnings er einmitt þessi, sem ég var að minnast á nú. Það geta ekki legið neinar is- lenzkar hvatir að þvi, að slikur smánarsamningur sé gerður." Björn Jónsson 7. marz: „Hæstvirtur dómsmálaráðherra sagði í útvarpsumræðum hér á Alþingi 2. þ. m., að hið þýðingar- mesta af öllu í sambandi við þennan samning væri það, að Is- land haldi áfram að vera réttar- ríki, undir þvi væri gæfa þjóðar- innar komin, og á því gæti sjálf- stæði hennar oltið. Og hann hélt áfram: Með samþykkt þessarar tillögu er allt þetta tryggt. Slegin er skjaldborg um lífshagsmuni ís- lenzku þjóðarinnar, sagði ráðherr- ann, og fáni laga og réttar, frelsis og fullveldis hennar dreginn að hún. — Hafa menn heyrt öllu öfgafyllri öfugmæli en þessi? Og hvernig er sá málstaður, sem neyðir einn helzta og jafnvel snjallasta talsmann sinn til þess að grípa til slíkra upphrópana? Orðstíllinn er þannig, að ef mað- ur þekkti ekki til alvöru málsins og viðkomandi persónu, þá gæti maður imyndað sér, að þessi ráð- herra væri genginn í Hjálpræðis- herinn. Eða er það meining þessa ráðherra, að þegar gefizt er upp fyrir ofbeldinu, þá sé fáni frelsis og fullveldls dreginn að hún, — þegar íslenzk lög og réttur er gerður að samningsmáli við Bret- land eða lagður í gerð erlends dómstóls, þá sé verið að tryggja hér réttarriki, — þegar íslenzkum lífshagsmunum er fórnað og efna- hagslegu sjálfstæði stefnt í voða, þá sé verið að slá skjaldborg um lífshagsmuni islenzku þjóðarinnar og tryggja gæfu hennar? Og það er vissulega íhugunarefni, að slikt skuli vera mælt af munni æðsta manns laga og réttar í landinu." „Með fullgildingu samningsins frá 1901 braut konungur Dana stjórnarskrá landsins frá 1874. ! dag ætla íslenzkir valdsmenn að brjóta íslenzk lög og íslenzkan rétt til þess að gilda nýjan afsals- samning. Árið 1901 voru landsrétt- indi okkar seld fyrir svínakjöts- markað. Nú á að fórna þeim á 126

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.