Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 79

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 79
altari Atlanzhafsbandalagsins — hernaðarbandalags vestrænna stórvelda. Árið 1901 var hörfað af dönskum stjórnarvöldum fyrir ár- hundraða ofbeldisverkum Breta í íslenzkri landhelgi. Nú ætla ís- lenzk stjórnarvöld að svinbeygja sig fyrir ofbeldishótunum, sem vitað er þó að Bretar þora ekki lengur að framkvæma, hve fegnir sem þeir vildu. Ég get sparað mér að draga ályktanir af þessum sam- anburði, því að þær liggja augljós- ar fyrir hverjum og einum. Það er skylda háttvirts Alþingis að fella þessa smánartillögu rikis- stjórnarinnar eða leggja hana und- ir þjóðaratkvæði ella. Það er heilög skylda þess við lýðræði og þingræði, skylda þess við þjóðina alla og hennar framtið." Þórarinn Þórarinsson 9. marz: ,,Og það mega Breta vita, að þó að þeirra jörlum hafi tekizt að vinna hér nokkurn sigur að sinni, mun íslenzka þjóðin vakna þannig á eftir og taka þannig á þessu máli, að þessi sigur verður Bret- um og jörlum þeirra ekki langær. Sá tími mun koma fyrr en seinna, að íslenzka þjóðin mun brjótast undan þessu oki, og það verður fyrsta verkið, sem íslenzk stjórn mun gera, full-íslenzk stjórn, er kemur aftur til valda í þessu landi, að nota alla þá möguleika, sem Island hefur yfir að ráða, til þess að losa sig við þann nauðungar- samning, sem hér hefur verið gerður." Og svo lokaorð Ólafs Thors i ræðunni 7. júní 1953: ,,Það er óhætt að slá þvi tvennu föstu, að engin íslenzk rikisstjórn er i samræmi við íslenzkan þjóð- arvilja og þjóðarhagsmuni, nema hún geri ráðstafanlr til að vernda islenzk fiskimið, og i öðru lagi, að þess er enginn kostur, að islend- ingar fái lifað menningarlífi í landi sínu, nema því aðeins að þær verndarráðstafanir komi að tilætl- uðum notum. Aðgerðir íslenzkra stjórnarvalda i þessu máli eru sjálfsvörn smáþjóðar, sem á líf sitt og frelsi að verja." Vizka og villur „Vitur er ei sá, sem engar vill- ur gerir. Slikir menn eru ekki til og geta ekki verið til. Vitur er sá, sem eigi gerir allt of örlagarikar villur, og megnar að leiðrétta þær fljótt og auðveldlega." Lenin. Stefna Heath-stjórnarinnar „Það, sem Bretland er nú að gera, er að koma á samkeppnis- hæfu bankakerfi eftir reglunrii „mammon - mun - -verðlauna • þann - duglegasta" og án alls eft- irlits með hringasamsteypum svo sem Bandarikin hafa. Þessi að- dáanlega nýja regla um lög frum- skógarins er látin taka gildi ein- mitt þegar mikið af hungruðum villidýrum veður uppi allt i kring . . . Það gæti skiljanlega orðið mikið um blóð og sárt vein, mörg tönnin og klóin mun rjóðast blóði, þegar veiðin hefst frá öllum hlið- um, eltingarleikur við nýja inn- lánendur og nýjar lánsaðferðir". The Economist, 17. sept. 1971. Ugla á sellufundi „Og þegar ég sá þetta fátæka og lúna fólk, álíka lúið og fátækt og fólkið mitt heima í dalnum, fara oní vasa sinn eftir buddunnl, og opna hana með þessum lúnu höndum sem mér fannst allt I einu ég gæti kysst grátandi, og taka uppúr henni þennan fræga pening ekkjunnar, og sumir hvolfdu úr buddunni á borðið; en þeir, sem ekki voru með buddu klóruðu sig á lista; þá fanst mér ég vera í einu og öllu, og mundi ævinlega verða á sama máli og þetta fólk, hvað sem það talaði um leiðinleg efni, hvort heldur það vildi láta rækta mýri í Mosfells- sveit eða halda í landið sitt á móti pipuhöttum sem ætluðu að svíkja það undan því; svo ég klóraði mig líka á lista og skuld- batt mig að láta tíu krónur á mánuði í blaðsjóðinn þó ég hefði aldrei séð blaðið. Halldór Laxness: Atómstöðin. Aðvaranir „Nútima-maðurinn hefur þegar afklæðst persónuleikanum svo fullkomlega, að hann er ekki leng- ur maður til að bjóða vélum sin- um byrginn." „Með fullkomnun sjálfvirku vél- anna mun maðurinn algerlega fjarlægjast heim sinn og verða gerður að núlli, — rikið, valdið og dýrðin mun þá vera vélarinn- ar." Lewis Mumford: I „Trans formations of Man". „Menning okkar er máske fyrsta, algerlega veraldlega menn- ingin í mannkynssögunni. Við höfum ýtt frá okkur öllum áhyggj- um af og áhuga fyrir grundvall- arvandamálum mannlegrar tilveru. Við látum okkur engu varða til- gang lífsins." Erich Fromm: I „Escape from Freedom". 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.