Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 52

Réttur - 01.04.1972, Page 52
kaupsýsluvaldsins á höfuðborgarsvæðinu, þar sem kapítalískir framleiðsluhættir hafa náð hæstu stigl. Atvinnurekstur þeirra er á sviði beinnar framleiðslu og svarar i flestum tilvikum brýnum atvinnuþörfum ibúa á hverjum stað. En með fjármagn eiga þeir undir fésýsluvaldið á höfuðborgarsvæðinu að sækja, og verðbólgustefnan getur bitnað á þeim ekki síður en öllum almenningi. Smáatvinnurekend- ur í slíkri aðstöðu eru vegna hagsmunaárekstra við fésýsluvaldið einatt fúsari en borgarastéttin í heild til að eiga samvinnu við verkalýðsstéttina um þjóð- nýtar framkvæmdir og eflingu atvinnulífs. Andspænis borgarastéttinni stendur verkalýðs- stéttin — launafólkið. Þrátt fyrir hin margvísleg- ustu störf skipar það í meginatriðum sambærilega stöðu í framleiðslu- og dreifingarferlinu. Það verð- ur að selja vinnuafl sitt þeim, sem eiga eða ráða yfir atvinnutækjunum (auðmagni) og slá eign sinni á afrakstur vinnunnar. Launavinna og auðmagn eru ósættanlegar andstæður; af þeim spretta djúptæk hagsmunaátök, sem æ ofan í æ lama þjóðfélags- starfsemina. Islenzkur verkalýður hefur skipulagt sig í verkalýðsfélög sem hafa I sér fólginn mikinn samtakamátt. Hvað eftir annað hefur verkalýðs- hreyfingin þurft að láta hrikta í öllum máttarstoðum þjóðfélagsins til þess að ná sjálfsögðum kjarabót- um. Svo að segja daglega togast verkalýður og atvinnurekendur á um gífurlega fjármuni og ráðstöf- un þeirra, og það er komið undir styrk og stjórn- list verkalýðshreyfingarinnar, á hvern hátt þeim fjármunum er varið. I þessum daglegu átökum skipt- ir mestu máli, að þröngir sérhagsmunir einstakra hópa meðal verkalýðsins skyggi ekki á heildar- hagsmuni stéttarinnar í viðureigninni við þjóðfé- lagslegan andstæðing. Formælendur borgarastéttarinnar fjölyrða einatt um „greiðslugetu atvinnuveganna" og telja kaup- hækkun ógna „afkomu þjóðarbúsins". Verkalýðs- hreyfingin tekur ekki mark á slíkum viðbárum: I fyrsta iagi er hún ekki aðili að atvinnurekstrinum og í öðru lagi er vitað mái að ofhlaðin yfirbygging, fjárfestingarbruðl, skipulagsleysi og óhófseyðsla einkaframtaksins er bókhaldslegri afkomu atvinnu- veganna miklu þyngri byrði en nokkurt það kaup- gjald, sem verkalýðsstéttin mundi krefjast sér til handa. Hún er heldur ekki til þess kölluð að bera ábyrgð á gróðastarfsemi einkaframtaksins, sem kallast „atvinnuvegir" á máli þess. Þetta þýðir hins vegar ekki, að hún mundi skorast undan forsjá fyrir þjóðarbúinu, ef það væri í reynd á hana lagt. Barátta verkalýðshreyfingarinnar fyrir bættum kjörum og félagslegum umbótum er pólitísk í eðli sínu, enda á borgarastéttin ekki aðeins stoð í sam- tökum atvinnurekenda heldur og rikisvaldi, yfir- ráðum yfir stórum sveitarfélögum og ýmsum stofn- unum. Meðan borgarastéttin — pólitiskir fulltrúar hennar, fésýslumenn og skuldakóngar — fær að beita rikisvaldinu í sína þágu, er verkalýðsbaráttan fyrst og fremst varnarbarátta, sem gerst má sjá af reynslu „viðreisnar"-áranna. Kauphækkanir ein- berar er auðvelt að gera að engu með verðbólgu, sköttun og öðrum ráðstöfunum. Sé hin faglega bar- átta rétt skilin felur hún í sér pólitíska baráttu fyrir afnámi auðvaldsskipulagsins í landinu. PÓLITÍSK YFIRRÁÐ BORGARASTÉTTARINNAR Islenzk borgarastétt er bæði fámenn og af sjálfri sér veikburða I fjárhagslegu tilliti, en samt er hún ótvírætt drottnandi stétt í þjóðfélaginu. Þar koma til, auk formlegs eignarhalds, pólitisk yfirráð henn- ar og hugmyndafræðilegt forræði. Stjórnmálabarátta íslenzkrar borgarastéttar mót- aðist I upphafi af hjálendustöðu landsins innan Danaveldis. Nokkur hluti stéttarinnar var fjárhags- lega bundinn dönskum hagsmunum og hallur undir hið danska vald, en framsæknari öfl innan hennar tóku höndum saman við menntamanna- og bænda- stéttina um að koma á fót innlendum fullvalda stjórnarstofnunum, þ. e. ríkisstjórn er væri ábyrg gagnvart þjóðkjörnu Alþingi. Sjálfstæðisbaráttan varð því jafnframt barátta fyrir þingræði og tengd- ist þar með stjórnmálalegri arfleifð evrópskrar borgarastéttar. Þegar kapítalískir framleiðsluhættir voru sem óðast að ryðja eldri búskaparháttum úr vegi á meginlandinu, höfðu borgarastéttir V-Evrópu hrifsað rikisvaldið úr höndum einvaldskonunga og aðals og beitt þvi til þess að umbreyta pólitískri og lagalegri yfirbyggingu þjóðfélagsins til samræm- is við framleiðslu- og eignaskipan sína. Hin póli- tisku yfirráð borgarastéttarinnar tóku í öndverðu á sig mynd þingræðis, sem útilokaði þorra bænda og hina ört vaxandi verkalýðsstétt frá stjórnmála- áhrifum með ströngum takmörkunum á kosninga- rétti. Hið borgaralega þingræði var því frá upphafi 100

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.