Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 21

Réttur - 01.04.1972, Page 21
Þrír helztu baráttumenn kommúnista talið frá vinstri: Lúðvik Jósepsson, Bjarni Þórð- arson, Jóhannes Stefánsson. II. STARFSEMI NORÐFJARÐARDEILDAR KFÍ KOMMÚNISTADEILDIN STOFNUÐ Það var 12. janúar 1932 að stofnfundur Norð- fjarðardeildar Kommúnistaflokks íslands var hald- inn og boðaði Gunnar Benediktsson til hans. Ekki er getið um fundarstað, en fundurinn var haldinn heima hjá einhverjum félaganum líklega á Strönd hjá Sigríði Jónsdóttur. Fundir voru jafnan haldnir i heimahúsum til skiptis hjá þeim félögum, sem gátu hýst fundi, nema þegar deildin hafði fundar- hús á leigu og síðar verður að vikið. Ekki verður heldur séð hve margir stofnendur voru, en 7 eru nefndir á nafn i fundargerðinni og varla hafa þeir verið fleiri en 10. Ég man ekki betur en að a. m. k. einn maður, sem ekki er nefndur í fundargerðinni, Guðmundur Guðmunds- son, vélstjóri, hafi verið stofnandi. I fyrstu stjórn deildarinnar voru kosnir: Formaður: Bjarni Þórðarson. Ritari: Einar Sveinn Frímann. Gjaldkeri: Ingimann Ólafsson. Meðstjórn- endur: Sigríður Jónsdóttir og Sigmar Sigurðsson. Aðrir félagar, sem nefndir eru í stofnfundar- gerðinni, eru Sveinn Sveinsson og Guðný Þórðar- dóttir. Á þessu stofnári deildarinnar bættust henni sex nýir félagar og komu þrír þeirra mikið við sögu deildarinnar eftir það, þeir Hermann Jónsson, Sveinn Magnússon og Valdimar Eyjólfsson. Þrír, sem mikið komu við sögu hreyfingarinnar á þessum áratug, voru ekki með i stofnendahópn- um: Vigfús Guttormsson, sem aldrei gekk í flokk- inn, en vann með okkur, Lúðvik Jósepsson var við nám í Menntaskólanum á Akureyri, er deildin var 69

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.