Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 51

Réttur - 01.04.1972, Page 51
alískra framleiðsluhátta. Á síðustu áratugum 19. aldar varð þilskipaútgerð og útflutningur búpen- ings til Bretlands til þess að auka fjármagn í um- ferð. Verzlunin, sem áður var að mestu í höndum danskra selstöðukaupmanna, komst smám saman á vald Islendinga; og í kjölfar togaraútgerðar Breta við Island hófust innlendir fjármálamenn handa um togveiðar upp úr síðustu aldamótum. Fengu þeir um leið stuðning af Islandsbanka sem stofnaður var (1904) með erlendu hlutafé. Fyrir tilstuðlan er- lends fjármagns og hinna stórvirku atvinnutækja — vélbáta og togara — efldist innlend borgara- stétt, einkum stórútgerðarmenn. Kjarni borgara- stéttarinnar myndaði hring um fiskútflutning og náði undirtökum í fjármálalífi landsins. Síðan hefur hald- izt einokun í útflutningsverzlun fisks og fiskafurða, en í sjálfri útgerðinni hafa smærri útgerðarmenn látið mjög til sín taka, svo og opinberir aðiljar. Á sviði fiskvinnslu og iðnaðar yfirleitt hafa einstakir auðmenn ekki náð viðlíka einokunaraðstöðu og I fiskútflutningnum. Að undanskildum hraðfrysti- og síldariðnaði, svo og fáeinum stórfyrirtækjum sem flest eru I eigu hins opinbera eða samvinnufélaga, einkennist iðnaðurinn af smáum rekstrareiningum sem eru að sama skapi fjárhagslega vanburðugar. I heild er hlutur einkaauðmagns í framleiðslu- fjármunum þjóðarinnar miklu minni en gerist t.d. á Norðurlöndum eða undir 40%, eftir þvi sem næst verður komizt. Eru þá fjármunir bænda i landbún- aði ekki meðtaldir, enda eru þeir einyrkjar að mikl- um meirihluta. Að sama skapi er hlutdeild rikis, bæja og samvinnufélaga í atvinnurekstri meiri en tíðkast i nálægum auðvaldslöndum. Að formi til eru fjársterkustu bankarnir líka í eigu hins opin- bera. Upphleðsla auðmagns til framleiðslunota er því lítil og veldi auðfélaga ekki sambærilegt við auðhringa erlendis. Megnið af veltufé atvinnurekst- urs og drjúgur hluti stofnfjár framleiðslutækja eru almenningsfjármunir í vörzlu ríkisbanka eða runnið úr ýmsum félagslegum sjóðum (t.d. atvinnuleysis- tryggingasjóði). Mikilvægt fyrir rekstrarafkomu íslenzkrar borg- arastéttar er því að hafa traust tök á ríkisvaldinu, þar sem það er henni lykill að fjármagni banka og sjóða og stjórn verðlagsmála. En atvinnurek- endur, sem safna skuldum af almenningsfé, eru ekki liklegir til að stuðla að stöðugu verðlagi, held- ur þvert á móti til að ýta undir verðbólgu sem rýrir raungildi skuldanna, en hækkar fasteignir í verði. Á upphafsskeiði borgarastéttarinnar hér á landi voru ýmsir helztu forustumenn hennar útgerðar- menn og aðrir „athafnamenn". Nú hafa slíkir menn að nokkru horfið í skuggann af annars vegar kaup- sýslu- og fjármálamönnum, hins vegar embættis- mönnum og atvinnupólitikusum. Hagsmunir borg- arastéttarinnar eru því ekki jafn samofnir fram- leiðslustarfsemi og áður var, heldur tengjast mjög verzlun og viðskiptum, enda er þar að finna helztu gróðalindir svonefnds einkaframtaks í landinu. Þró- unin hnígur í þá átt, að borgarastéttin verði lítt fær til forustu fyrir atvinnuuppbyggingu, sem tryggi efnahagslegt sjálfstæði. Erlend fyrirtæki í sjálfum framleiðslugreinunum þyrftu ekki að vera henni neinn þyrnir í augum; þvert á móti gætu þau verið henni blóðgjöf, að svo miklu leyti sem henni tækist að semja um umboðsmennsku sér til handa fyrir hina erlendu aðila. Forréttindahópar borgarastétt- arinnar og pólitískir umboðsmenn hennar eru mjög hallir undir erlent auðvald og eru einatt fúsir til að leita þess efnahagslega og pólitiska styrks erlendis sem þeir sakna hérlendis. Hernámsfram- kvæmdirnar í þágu Bandaríkjahers hafa bundið hagsmuni margra auðmanna við áframhaldandi her- setu og ætla má að aðstaða íslenzkra auðfélaga I Bandaríkjunum sé henni tengd. Valdaskeið „við- reisnarstjórnarinnar" markaði að því leyti tímamót að innleiðsla erlends auðmagns, gegn margs kon- ar fríðindum, var þá gerð að driffjöður iðnvæðing- ar, þar sem islenzk borgarastétt færi aðeins með hlutverk þjónustumanna og prókúruhafa. Helzti minnisvarði þessarar stefnu er álverið í Straums- vik, í eigu erlends auðhrings sem hirðir gróðann af innlendu vinnuafli og sölu raforku undir kostn- aðarverði. Af sömu rótum var runnin viðleitni við- reisnarstjórnarinnar til að innlima Island í markaðs- bandalög auðhringanna, þar sem það yrði hráefna- og orkuframleiðandi á jaðri háþróaðrar Evrópumið- stöðvar. Þessi stefnumið sýna að við forystu borg- arastéttarinnar hafa tekið öfl sem eru reiðubúin að láta sjónarmið íslenzks framtaks og efnahagslegs sjálfstæðis vikja fyrir gróðahagsmunum kaupsýslu- og þjónustuhópa. Innan borgarastéttarinnar eru öfl, sem eiga ann- arra hagsmuna að gæta. Hér er einkum um að ræða smærri útgerðarmenn og iðnrekendur, ekki aðeins í Reykjavik, heldur og úti um land. Þeir hafa oft samvinnusnið á atvinnurekstri sínum og starfa gjarnan við hliðina á verkafólki sinu. Staða þeirra i efnahagskerfinu er nokkuð önnur en fé- og 99

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.