Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 18

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 18
Bjarni Þórðarson 1935, 21 árs að aldri. Jónssonar og Gunnars, og öðrum man ég eftir, þar sem Aðalbjörg Sigurðardóttir var mætt og fleiri aðkomumenn, sem ég man ekki hverjir voru. Fátt man ég nú af samkomum þessum, en mig minnir að kratar hafi árangurslaust reynt að hleypa ein- um þeirra upp, undir forustu Ólafs Magnússonar. Ekki man ég heldur svo glöggt umræðuefni þess ara kappræðufunda, en þau munu hafa verið trú- mál, uppeldismál, siðfræði og margvísleg þjóðfé- lagsmál. Gunnar reyndi að fá Jónas Guðmundsson til kappræðu við sig og var þá ætlunin að heima- kommar legðu orð í belg. En Jónas brást við hinn versti og hafnaði og kvaðst ekki vilja eiga orða- skipti við opinbera mannorðsþjófa — og mann- orðsþjófa kallaði hann okkur í Jafnaðarmanninum og var honum vissulega nokkur vorkunn, þó að hann væri ekki sérlega blíðmáll við okkur. FYRSTU 3LAÐAGREINARNAR Þegar liða fór á árið 1931 tóku að birtast I Verklýðsblaðinu og Verkamanninum hatramar á- rásargreinar á kratana hér og Jónas Guðmundsson sérstaklega. Höfundur þeirra flestra var Einar Sveinn Frímann, sem það ár var varaformaður Verklýðsfélags Norðfjarðar. Við Ingimann Ólafsson munum líka hafa átt einhverjar greinar í þessum blöðum. Það var vist um þetta leyti, sem Verk- lýðsblaðið birti heljarmikla skammargrein eftir Ingimann þar sem hann komst m. a. svo að orði, að Jónas Guðmundsson hefði látið sendimenn sína, þ. e. samninganefnd um kaupgjaldsmál, hafa sví- virðingar I nesti og skammir í skófatnað. Jónas stefndi Ingimann vegna ýmissa ummæla i grein þessari, en ekki man ég hver urðu úrslit þelrra málaferla, en þá kom ég I fyrsta sinn fyrir rétt sem vitni. REYNT AÐ NÁ SÉR NIÐRI Á SKÓLAPILTUM En mest veður var þó gert út af smágrein, sem birtist í Verkamanninum þá um haustið og ég ætla, nema það hafi verið ári siðar, en engan þátt áttum við þrír þar að. Nokkrir piltar héðan úr bænum voru þá i mennta- skólanum á Akureyri. Hópur þeirra kom í verzlun Jóns Guðmanns, en hann var þá viðriðinn útgáfu Verkamannsins. Tekur Jón piltana tali og láta þeir vaða á súðum, en á þeim viðræðum byggir Jón svo umrædda smágrein, sem mun hafa verið samin og birt án vitundar piltanna. Jónas varð ókvæða við og þóttist vita, eða gróf upp, að hún væri 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.