Réttur


Réttur - 01.04.1972, Síða 18

Réttur - 01.04.1972, Síða 18
Bjarni Þórðarson 1935, 21 árs að aldri. Jónssonar og Gunnars, og öðrum man ég eftir, þar sem Aðalbjörg Sigurðardóttir var mætt og fleiri aðkomumenn, sem ég man ekki hverjir voru. Fátt man ég nú af samkomum þessum, en mig minnir að kratar hafi árangurslaust reynt að hleypa ein- um þeirra upp, undir forustu Ólafs Magnússonar. Ekki man ég heldur svo glöggt umræðuefni þess ara kappræðufunda, en þau munu hafa verið trú- mál, uppeldismál, siðfræði og margvísleg þjóðfé- lagsmál. Gunnar reyndi að fá Jónas Guðmundsson til kappræðu við sig og var þá ætlunin að heima- kommar legðu orð í belg. En Jónas brást við hinn versti og hafnaði og kvaðst ekki vilja eiga orða- skipti við opinbera mannorðsþjófa — og mann- orðsþjófa kallaði hann okkur í Jafnaðarmanninum og var honum vissulega nokkur vorkunn, þó að hann væri ekki sérlega blíðmáll við okkur. FYRSTU 3LAÐAGREINARNAR Þegar liða fór á árið 1931 tóku að birtast I Verklýðsblaðinu og Verkamanninum hatramar á- rásargreinar á kratana hér og Jónas Guðmundsson sérstaklega. Höfundur þeirra flestra var Einar Sveinn Frímann, sem það ár var varaformaður Verklýðsfélags Norðfjarðar. Við Ingimann Ólafsson munum líka hafa átt einhverjar greinar í þessum blöðum. Það var vist um þetta leyti, sem Verk- lýðsblaðið birti heljarmikla skammargrein eftir Ingimann þar sem hann komst m. a. svo að orði, að Jónas Guðmundsson hefði látið sendimenn sína, þ. e. samninganefnd um kaupgjaldsmál, hafa sví- virðingar I nesti og skammir í skófatnað. Jónas stefndi Ingimann vegna ýmissa ummæla i grein þessari, en ekki man ég hver urðu úrslit þelrra málaferla, en þá kom ég I fyrsta sinn fyrir rétt sem vitni. REYNT AÐ NÁ SÉR NIÐRI Á SKÓLAPILTUM En mest veður var þó gert út af smágrein, sem birtist í Verkamanninum þá um haustið og ég ætla, nema það hafi verið ári siðar, en engan þátt áttum við þrír þar að. Nokkrir piltar héðan úr bænum voru þá i mennta- skólanum á Akureyri. Hópur þeirra kom í verzlun Jóns Guðmanns, en hann var þá viðriðinn útgáfu Verkamannsins. Tekur Jón piltana tali og láta þeir vaða á súðum, en á þeim viðræðum byggir Jón svo umrædda smágrein, sem mun hafa verið samin og birt án vitundar piltanna. Jónas varð ókvæða við og þóttist vita, eða gróf upp, að hún væri 66

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.