Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 58

Réttur - 01.04.1972, Page 58
EINAR OLGEIRSSON LITIÐ UM ÖXL VIÐ LÁT AKSELS LARSENS Við andlát Aksels Larsens í janúar 1972 verða að öllum líkindum kaflaskipti I samstarfi róttækra sósí- alista í Danmörku og á Islandi. Aksel hafði verið foringi kommúnista og annarra róttækra sósíalista í Danmörku um fjörutíu ára skeið, sett framar öðr- um þingmönnum svip sinn á danska ríkisþingið, sakir mælsku sinnar og á dönsk stjórnmál, einkum á efri árum með vígfimi sinni og dirfsku. Við ís- lenzkir sósíalistar höfðum við hann samstarf allan þennan tíma. Hann og flokkar þeir, er hann var í forustu fyrir, skildu ætíð til fullnustu málstað ls- lendinga sem góðum sósíalistískum alþjóðahyggju- mönnum sæmir og veittu honum lið, líka á hinum erfiðustu tímum fyrir þá. Það er því rétt að líta um öxl á þessum tíma- mótum og minnast að nokkru samvinnu róttækra sósíalista, danskra og íslenzkra, á undanförnum áratugum, svo langt sem minni mitt og þekking nær, en þó verður eðlilega fljótt farið yfir sögu og stiklað á stóru. Aksel Larsen heldur ræðu 1932 úr báti til kröfu- göngumanna, af þvi lögreglan var að elta hann er hann talaði á þurru landil 106

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.