Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 54

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 54
milli kjósenda og hinna kjörnu er mótaS eftir markaðssamskiptum með því að umboðið, sem hinir siðarnefndu fara með, er óafturkræft allt til loka kjörtímabilsins. Þar við bætist að skipun embættismanna í stjórnsýslukerfinu gildir yfirleitt um ótakmarkaðan tíma. Með þessum hætti breytisl lögformlegt fullveldi almennings í æðsta vald fulÞ trúa sem geta farið sínu fram í trássi við hagsmuni umbjóðenda sinna. I borgaralegum flokkum nútím- ans hefur þetta æðsta vald dregizt í hendur fá- menns foringjahóps sem tekur flestar stefnumót- andi ákvarðanir. I þessu flokkskerfi hefur Alþingi þróazt, að starfsháttum til, í þá átt að verða eins konar afgreiðslustofnun í höndum ríkisstjórnar. Við undirbúning lagafrumvarpa koma álitsgerðir svo- kallaðra hlutlausra sérfræðinga í stað þess frum- kvæðis, sem eðlilegt væri að þingmenn hefðu í samráði við umbjóðendur sína. Raunveruleg áhrif almennings á ganga mála tak- markast ennfremur af fyrirkomulagi kosninga. Kosn- ingastefnuskrár flokkanna eru málefnaflækja, sem gerir almenningi erfitt um vik að lýsa afstöðu sinni til einstakra, þýðingarmikilla mála. Til þess er raunar ekki ætlazt af hinu borgaralega valdakerfi, svo sem sjá má á því að stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæði hefur ekki fengizt beitt það sem af er sögu lýðveldisins. Engan skyldi undra þótt þing- ræðisskipulag í þessari mynd leiði til pólitísks af- skiptaleysis manna og neikvæðs viðhorfs til stjórn- málaiðkana yfirleitt. Þrátt fyrir augljósar veilur þingræðisins sem raunverulegs lýðræðisstjórnartækis hefur borgara- stéttinni tekizt að einskorða stjórnmálabaráttuna að mlklu leyti við þingkosningar og undirbúning þeirra. Langt er t.d. síðan Alþýðuflokkurinn fór að miða starfshætti sína við þá forsendu að Alþingi væri einhlítt valdatæki til að umbreyta þjóðfélag- inu. Þess eru hins vegar engin dæmi, þar sem sósíaldemókratar hafa náð þingmeirihluta og farið með rikisstjórn jafnvel um áratuga skeið, að þeim hafi tekizt að hnekkja efnahagslegum og þjóð- félagslegum yfirráðum borgarastéttarinnar. Fyrir utan viljaleysi má þar um kenna röngum hugmynd- um þeirra um eðli valdsins í þróuðum auðvalds- þjóðfélögum. Það er ekki hlutkennt fyrirbæri sem hægt er að færa til með breyttum þingmeirihluta, heldur kerfi margþættra tengsla sem greinast um öll svið þjóðfélagsins og eru fest í fjölmörgum stofnunum: verksmiðjum, bönkum, skrifstofum, skólum, rannsóknarstofum, fjölmiðlum og menning- armiðstöðvum. Eflaust er valdsvið ríkisins víðtæk- ara á Islandi en I mörgum öðrum auðvaldsþjóðfé- lögum. Hver þessara stofnana er misjafnlega bundin eða óháð hinni pólitísku yfirstjórn þjóðfélagsins, en því fer fjarri að allir þræðir komi saman í einni miðju — Alþingi og rikisstjórn. Valdatengslin skip- ast um ýmis önnur skaut og þar af leiðandi verður borgaralegri þjóðfélagsskipan ekki umbreytt í grundvallaratriðum nema verklýðsstéttin nái með frumkvæði sínu föstum tökum á öllum þráðum hins þjóðfélagslega valdakerfis. HUGMYNDAFRÆÐILEGT FORRÆÐI BORGARASTÉTTARINNAR Á vettvangi þjóðfélagsins (í hinu „borgaralega félagi") eru völdin ekki aðeins háð formlegri skipan —- hverjum ber ákvörðunarvald í tilteknu máli — heldur einnig því, út frá hvaða hugmyndalegum forsendum ákvarðanir eru teknar og málum skipað. Hér er það cem gætir hugmyndafræðilegs forræðis borgarastétíarinnar. Jafnvel þótt hin eiginlega borg- arastétt hafi ekki beint eignarhald nema á hluta framleiðslutækja og stofnana efnahagslifsins og hafi ekki á hverjum tíma full tök á ríkisvaldinu, halda viðhorf hennar, hugmyndir og framtíðarsýnir um starfsháttu þjóðfélagsins áfram að móta at- hafnir einstaklinga og hópa. Forræði stéttarinnar á þessu sviði felst einmitt I því að hugmyndir, sem miðast við hagsmuni hennar einnar, eru almennt taldar tjá heildarhagsmuni þjóðfélagsins. Þær gagn- sýra hugarfar manna og viðhorf svo mjög að þær verða óaðskiljanlegur hluti hins sjálfsagða og sjálf- gefna og endurnýjast I vitund nýrra kynslóða í uppeldi, fyrir tilverknað fræðslukerfis og fjölmiðla. Hér er t.d. um að ræða ýmisleg grundvallarviðhorf eins og þau að samkeppnissiðferði sé mönnum eiginlegt — að hver sé sinnar gæfu smiður — að eignarhneigð sé mönnum I blóð borin; eða hug- myndir á borð við það að sjálfsagt sé fyrir hverja fjölskyldu að eignast þak yfir höfuðið — að sunnu- dagsmessan í útvarpinu sé ekki áróður — að starfsvettvangur eiginkonunnar sé fyrst og fremst heimilið — að sjálfsagt sé að mismuna mönnum í iaunum eftir menntun. Ellegar þá framtíðarsýnir 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.