Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 1
iffiir
57. árgangur
1 974 — 2. hefti
Alþingiskosningamar 30. júní skópu sjálfheldu í íslenskum stjórnmálum, ef
miðað er við fylkingar síðustu 15 ára: 30 þingmenn vinstri stjórnar, 30 þing-
menn viðreisnarstjórnar. Valdið til að rjúfa þessa sjálfheldu liggur i hönd-
um verkalýðshreyfingrinnar. Ef stjórnmálaflokkar hennar mynda órjúfandi
fylkingu með verkalýðs- og starfsmannasamtökin sem bakhjarl verða þeir
það afl, sem markar þróun íslands á næstunni, hvort sem þeir yrðu í stjórn
eða stjórnarandstöðu. Flokkar verklýðshreyfingarinnar hafa samtals 18 þing-
menn og 32% atkvæða (Alþýðubandalagið 11 þm. og 18,3%, Alþýðuflokk-
urinn 5 þm. og 9,1%, Samtökin 2 þm. og 4,6%). Ef þeim tækist að knýja fram
ríkisstjórn, er leysi efnahagsvandann róttækt, á kostnað brasks, glund-
roða og óstjórnar yfirstéttarinnar, væri brotið við blað í sögu íslands. Ef hins-
vegar ihald og Framsókn mynda afturhaldsstjórn gegn pólitískri og faglegri
samfylkingu verklýðshreyfingarinnar, þá myndi það með rétti baráttu leiða
til hruns íhaldsfyIgis í verklýðsfélögunum og alvarlegrar kreppu í Framsókn,
þó hætta fylgi vissulega slíkri stjórn hvað svik í sjálfstæðismálum snertir
auk árása hennar á lífskjör alþýðu.
Þær ..kreppur", efnahagslífs er yfir standa eða í aðsigi eru, eru sök auð-
valdsskipulagsins sjálfs: Hin séríslenska verðbólgu-,,kreppa" er sköpuð og
henni viðhaldið í 30 ár af yfirstétt vorri sjálfri: sumpart sem höfuðgróðaaðferð
hennar, þar sem hún slær þrjár flugur í einu höggi með verðhækkunum —
rýrir kaupmátt launa, skrifar niður lán sín og eykur verðgildi eigna sinna, —
sumpart er svo verðbólgan vörn hennar gegn kauphækkunum verkamanna.
Erlenda kreppan með verðbólgu og framleiðsuminnkun í senn, kemur nú
hingað. Hún á rót sína að rekja til verðsveiflna og jafnvægisleysis auðvalds-
skipulagsins, óhemju gróða fjölþjóðahringanna og glundroða braskkerfisins