Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 52

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 52
hlaupi. Höfuðatriðið að sleppa aldrei takinu, hvernig sem þurfti að dulbúa það: draga silkihanska yfir járnhnefann. Og hugmyndin um „leigu" á Keflavíkur- flugvelli fyrir „starfsfólk" Bandaríkjanna var lögð fyrir vissa íslenska valdamenn. Það leit ósköp sakleysislega út — í augum þeirra, sem blindir voru fyrir allri bandarískri yfir- drottnunarhættu. Það var eins og Tolstoi sagði um ríku mennina, er sætu á herðum fátæklinganna og kúguðu þá, — þeir vildu allt fyrir þá fátæku gera — sögðu þeir — nema fara af baki. Og Bandaríkin þóttust nú vilja uppfylla allar óskir Islendinga, jafn- vel láta hermenn sína hafa fataskipti, — allt gera — nema fara. Eg veit ekki með vissu hvenær Ólafur Thors hefur fengið að vita það að nýjar til- lögur voru á ferðinni frá Bandaríkjunum, en trúað gæti ég að það hafi verið strax í maí— júní 1946. Eg býst við að honiim hafi verið gert ljóst að hann ætti um tvo kosti að velja: annaðhvort sæti Bandaríkjaher hér áfram í herstöðvum sínuml0) hvað sem Islendingar segðu, eða íslenska ríkisstjórnin gerði ein- hverja þá samninga sem tryggðu honum af- not af herstöðvunum fyrst um sinn. Viður- kenning á þessum úrslitakostum lá í þeim rökum Ölafs að Keflavíkursamningurinn væri eina leiðin til að „losna við herinn", m. ö. o.: ella sæti herinn kyrr. Olafur var á þessum tíma mjög viðkvæmur í sjálfstæð- ismálinu. Honum þótti miður, er ungu menn- irnir í Sjálfstæðisflokknum (eins og Gunnar Thor. og Sig. Bjarnason) voru að halda rót- tækar ræður, sem gátu virst beinast gegn honum. Hann sagði við mig nokkru eftir 1. des. 1945 út af ræðu Gunnars: „Ef það átti að halda svona ræðu, þá átti ég að halda hana." Rétt eftir kosningarnar 1946 talaði Olafur við mig og bað um hvort við vildum ekki ganga inn á að hann hætti sem forsætisráð- herra og Bjarni Benediktsson tæki við. Kvaðst hann þá myndi draga sig í hlé í stjórnmálun- um. Eg neitaði auðvitað samstundis og kvað óhugsandi að þessi stjórn héldist saman án hans forustu. Síðan var ekki meira á það minnst. En ég hef oft hugsað um þetta samtal síðan. Ekki veit ég hvort Olafur hefur minnst á þetta við nokkurn mann, nema máski konu sína. Olafur er þá 54 ára. Það þykir ekki hár aldur nú, en það var þá meðalaldur stjórn- málamanna íslenskra af hans kynslóð.17) Ols.fi þótti nýsköpunarstjórnin hápunktur ævi sinnar, sú samvinna höfuðstéttanna og umbylting lífskjara þjóðarinnar er þá var tryggð vera mesta afrek sitt og hefur viljað fá að hætta þeim leik þá hæst stóð. (Það var engin tilviljun að hann kaus síðar að hætta eftir sættina við Eðvarð Sigurðsson 9- nóv. 1963, er afstýrði hörðum átökum þá). Máske hefur það verið hugboðið eða vitneskjan um þá örlagaríku samninga, sem hans biðu, er olli þessari löngun hans til að losna. En hann gat auðvitað ekkert sagt mér, um hvað á bak við bjó. Máske hefur þessi ósk hans verið óbein tjáning á því fornkveðna: „Takið þenn- an kaleik frá mér." Síðan gerði Olafur Keflavíkursamninginn við Cummings, deildarstjóra, er hingað kom og var hér löngum með heilan hóp sér- fræðinga, en Olafur mun mestmegnis hafa verið einn eða haft Gunnar Thoroddsen sér við hlið, — en ráðherrum Sósíalistaflokksins var ekki skýrt frá neinu. 20. sept. var Kefla- víkur samningurinn lagður fyrir Alþingi, 5. október var hann samþykktur og nýsköpun- arstjórnin sprakk. En í 4 mánuði stóð nú stjórnarkreppa, nýsköpunarstjórnin sat til 4. febrúar 1947. Það var Ijóst að annarsvegar var áhugi hjá Olafi fyrir að mynda nýsköpunarstjórn 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.