Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 60
manna" — J-listaframboðin fengu yfirleitt
hina herfilegustu útreið í kosningunum.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ OG
BYGGÐAKOSNINGARNAR
Alþýðubandalagið fékk 8.512 atkvæði í
Reykjavík eða 18,2% atkvæða og 3 menn
kjörna. Þessi útkoma olli Alþýðubandalags-
mönnum yfirleitt vonbrigðum. Þeir gerðu
sér vonir um sirka níu þúsund atkvæði. En
nú bætti Alþýðubandalagið aftur við sig
þeim borgarfulltrúa sem flokkurinn tapaði
1970. í Reykjavík fékk íhaldið 9 fulltrúa,
Framsókn 2 og J-listinn aðeins 1 — og var
hann þó tæpur. Flokkur Bjarna Guðnasonar,
Frjálslyndi flokkurinn, fékk aðeins á sjötta
hundrað atkvæða og engan mann kjörinn.
Annars hlaut Alþýðubandalagið um 1.8%
atkvæða í kaupstöðum og kauptúnum þar
sem G-listar komu fram, en það var á 22
stöðum. Voru atkvæði G-listanna alls 13-999.
I þessum sömu 22 sveitarfélögum hlaut
Sjálfstæðisflokkurinn rétt tæp 50% atkvæða,
Framsókn heldur lægra hlutfall en Alþýðu-
flokkurinn og A- og J-listar afar lélega út-
komu.
Urslit bæjarstjórnarkosninganna höfðu
það í för með sér að horfið var frá samstarfi
Samtaka frjálslyndra og Alþýðuflokksins um
framboð til alþingis. Er nú nauðsynlegt að
skjóta inn enn nýjum innskotskafla um Sam-
tök frjálslyndra og vinstri manna og hverfa
allt aftur til ársins 1971:
Þá fengu Samtök frjálslyndra og vinstri
manna fimm menn kjörna á alþingi. Nú,
þremur árum síðar, hafa þessir fimm þing-
menn skipt sér í stjórnmálunum sem hér
segir:
Hannibal Valdimarsson er hættur afskipt-
um af stjórnmálum.
Björn Jónsson er genginn í Alþýðuflokk-
inn, var þriðji á A-listanum í Reykjavík og
er þar með orðinn varamaður Gylfa á alþingi.
Karvel Pálmason og Magnús Torfi Olafs-
son eru áfram þingmenn Samtakanna.
Bjarni Guðnason er hættur afskiptum af
stjórnmálum.
Þegar úrslit bæjarstjórnarkosninganna
lágu fyrir ákvað sá hluti Samtaka frjáls-
lyndra, sem studdi Magnús Torfa og þar
með ríkisstjórnina, að efna til framboðs um
allt land á vegum Samtakanna. Þá komu til
liðs við Magnús Torfa nokkrir vinstri menn
úr Framsóknarflokknum og Alþýðuflokkn-
um og stóðu þessi brot öll þrjú að F-listun-
um um allt land. Verður þessi saga ekki rak-
in lengra, enda er nægjanlegt að birta næst
úrslit alþingiskosninganna 30. júní eins og
þau komu út á landsmælikvarða:
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ:
Núverandi flokkur íslenskra sósíalista hef-
ur tvisvar fengið að reyna sig í alþingiskosn-
ingum — 1971 og 1974. Urslit beggja þess-
ara kosninga sanna ótvírætt styrk flokksins.
Flokkurinn fékk nú um 21 þúsund atkvæði
í kosningunum, 11 þingmenn kjörna og er
það stærsti þingflokkur sósíalista. Þó hefur
styrkur sósíalista að atkvæðahlutfalli verið
meiri áður, eða 1942, 1946 og 1949. En
loks nú — 25 árum síðar, er stjórnmála-
hreyfing sósíalista að aukast af afli og átaka-
mætti, eftir þau áföll, sem hreyfingin varð
fyrir í kalda stríðinu.
Alþýðubandalagið hefur nú 18,3% at-
kvæða eða mjög svipað hlutfall og Sósíal-
istaflokkurinn hafði 1942.
Eftir kjördæmum er fylgi Alþýðubanda-
lagsins þannig. Innan sviga eru atkvæði
flokksins og hlutfallstölur 1971:
Reykjavík: 9,874 atkvæði eða 20,6%.
Kjörnir tveir þingmenn Magnús Kjartansson
og Eðvarð Sigurðsson. (8.851 atkvæði og
20,0%, 2 þingmenn).
132