Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 60

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 60
manna" — J-listaframboðin fengu yfirleitt hina herfilegustu útreið í kosningunum. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ OG BYGGÐAKOSNINGARNAR Alþýðubandalagið fékk 8.512 atkvæði í Reykjavík eða 18,2% atkvæða og 3 menn kjörna. Þessi útkoma olli Alþýðubandalags- mönnum yfirleitt vonbrigðum. Þeir gerðu sér vonir um sirka níu þúsund atkvæði. En nú bætti Alþýðubandalagið aftur við sig þeim borgarfulltrúa sem flokkurinn tapaði 1970. í Reykjavík fékk íhaldið 9 fulltrúa, Framsókn 2 og J-listinn aðeins 1 — og var hann þó tæpur. Flokkur Bjarna Guðnasonar, Frjálslyndi flokkurinn, fékk aðeins á sjötta hundrað atkvæða og engan mann kjörinn. Annars hlaut Alþýðubandalagið um 1.8% atkvæða í kaupstöðum og kauptúnum þar sem G-listar komu fram, en það var á 22 stöðum. Voru atkvæði G-listanna alls 13-999. I þessum sömu 22 sveitarfélögum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn rétt tæp 50% atkvæða, Framsókn heldur lægra hlutfall en Alþýðu- flokkurinn og A- og J-listar afar lélega út- komu. Urslit bæjarstjórnarkosninganna höfðu það í för með sér að horfið var frá samstarfi Samtaka frjálslyndra og Alþýðuflokksins um framboð til alþingis. Er nú nauðsynlegt að skjóta inn enn nýjum innskotskafla um Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna og hverfa allt aftur til ársins 1971: Þá fengu Samtök frjálslyndra og vinstri manna fimm menn kjörna á alþingi. Nú, þremur árum síðar, hafa þessir fimm þing- menn skipt sér í stjórnmálunum sem hér segir: Hannibal Valdimarsson er hættur afskipt- um af stjórnmálum. Björn Jónsson er genginn í Alþýðuflokk- inn, var þriðji á A-listanum í Reykjavík og er þar með orðinn varamaður Gylfa á alþingi. Karvel Pálmason og Magnús Torfi Olafs- son eru áfram þingmenn Samtakanna. Bjarni Guðnason er hættur afskiptum af stjórnmálum. Þegar úrslit bæjarstjórnarkosninganna lágu fyrir ákvað sá hluti Samtaka frjáls- lyndra, sem studdi Magnús Torfa og þar með ríkisstjórnina, að efna til framboðs um allt land á vegum Samtakanna. Þá komu til liðs við Magnús Torfa nokkrir vinstri menn úr Framsóknarflokknum og Alþýðuflokkn- um og stóðu þessi brot öll þrjú að F-listun- um um allt land. Verður þessi saga ekki rak- in lengra, enda er nægjanlegt að birta næst úrslit alþingiskosninganna 30. júní eins og þau komu út á landsmælikvarða: ALÞÝÐUBANDALAGIÐ: Núverandi flokkur íslenskra sósíalista hef- ur tvisvar fengið að reyna sig í alþingiskosn- ingum — 1971 og 1974. Urslit beggja þess- ara kosninga sanna ótvírætt styrk flokksins. Flokkurinn fékk nú um 21 þúsund atkvæði í kosningunum, 11 þingmenn kjörna og er það stærsti þingflokkur sósíalista. Þó hefur styrkur sósíalista að atkvæðahlutfalli verið meiri áður, eða 1942, 1946 og 1949. En loks nú — 25 árum síðar, er stjórnmála- hreyfing sósíalista að aukast af afli og átaka- mætti, eftir þau áföll, sem hreyfingin varð fyrir í kalda stríðinu. Alþýðubandalagið hefur nú 18,3% at- kvæða eða mjög svipað hlutfall og Sósíal- istaflokkurinn hafði 1942. Eftir kjördæmum er fylgi Alþýðubanda- lagsins þannig. Innan sviga eru atkvæði flokksins og hlutfallstölur 1971: Reykjavík: 9,874 atkvæði eða 20,6%. Kjörnir tveir þingmenn Magnús Kjartansson og Eðvarð Sigurðsson. (8.851 atkvæði og 20,0%, 2 þingmenn). 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.