Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 30

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 30
og skapað ríkisstjórn, sem viðurkennd er af 84 ríkjum. Gagnvart þessu ástandi er ekkert annað að gera fyrir Portúgal en semja um fulla viðurkenningu. — En Grænhöfða-eyjar (Kap Verde) tilheyra Guinea-Bissau og þar hafa Bandaríkin herstöð og þar er frelsis- hreyfingin veik. — Og við Islendingar Joekkj- um að „það er ekki laust sem fjandinn held- ur." 2. Mósambík býr yfir ógrynni auðs, sem alþjóðahringarnir eru þegar farnir að bera víurnar í. „Það er meira gull í miðbiki Mósambík en allri Suður-Afríku," sagði Percy R. Cummings, forstjóri rannsóknar- stofnunarinnar um hagnýtingu gulls í „námum hertogans af Braganza," — og bætti hann við: „Allt héraðið við Vila Machado, Vila Pery og Penha Longa býr yfir slíkum auði af málmum að gull er aðeins lítill hluti þess." Fjárfesting alþjóðahring- anna þar hefur því margfaldast á síðustu árum. I Tete-héraðinu voru framin ægileg- ustu múgmorð portúgölsku Nato-fasistanna á konum og börnum og öðru varnarlausu fólki. Og Lundúnablaðið „Financial Times" segir: „Tete-héraðið er líklegasta ríkasta málmhérað Mósambík. Þar var krafist sér- leyfa til að vinna geislavirka málma og járn- málma og þau leyfi voru veitt. Og í þessu héraði hafa menn fundir kopar-, magnesium- og mangan-málma, svo og fluor, beryllium, bauxit og nikkel." Þar að auki eru bæði demantanámur og olía í Mósambík. Það er því greinilegt að frelsishreyfingin í Mósambík, — Frelimo, — verður að berjast á tveim vígstöðvum nú: annarsvegar semja um sjálfstæði við nýju stjórnina í Portúgal, en hinsvegar reyna að hindra að amerísku auðhringarnir gleypi nú þá ættjörð og auð hennar, sem alþýða landsins berst fyrir að fá sjálf að njóta. Og það er þegar búið að mynda flokka í Mósambík, sem aldrei komu nærri frelsis- barátmnni, en vilja nú semja um aðra lausn en fullt sjálfstæði. — Islendingar þekkja þessi fyrirbrigði. 3. Angola er eins og Mósambík mjög ríkt að járnmálmi, demönmm og olíu, ennfrem- ur er þar mikil kaffirækt. Þar er eins og í Mósambík að verki amerískt, þýskt, franskt og suður-afrískt auðmagn, sem fær ofsagróða upp úr fjárfestingu sinni. I okt. 1973 upp- götvaði bandaríska olíufélagið „Gulf" svo auðugar olíulindir í Cabinda (mynni Kongó- ár tilheyrir Portúgal) að Lundúnablaðið „Observer" kallaði þær „nýtt Kuwait". Þar kvað vera um að ræða 1027 miljónir mnna af olíu. Þessi hráolía er send til Bandaríkj- anna til vinnslu. „Gulf'-félagið hefur komið sér upp sveit leiguhermanna, sem barist hefur við hlið portúgölsku fasistanna. Það er því greinilegt að frelsishreyfingar portúgölsku nýlendnanna, — PAIGC, Frel- ino og MPSA — eru ekki búnar að ná full- um yfirráðum yfir löndum sínum og auð- lindum þeirra, þótt það takist fyrir hetjulega barátm þeirra að losna undan oki Portúgal. Alþjóðahringirnir með ameríska auðvaldið í broddi fylkingar verða sá kúgari, sem næst verður að heyja barátmna við og sá aðili kann mörgum brögðum að beita. Við Islendingar megum af þessu sjá að það eru fleiri fyrrum nýlenduþjóðir en við, sem verða að byrja barátmna um alger þjóð- leg yfirráð yfir auðlindum landsins við einn kúgarann, þá öðrum sleppir. Víkjum svo sögunni til Portúgal og frels- isbarátm alþýðunnar þar. Frá því 1926 hefur fasisminn grúð yfir Portúgal, flokkar og samtök verkalýðsins verið bönnuð og öll frelsishreyfing kæfð í blóði. En á laun hafa þó frelsisöflin, fyrst og fremst Kommúnistaflokkur Portúgal, 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.