Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 9

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 9
þingmannatölum eru, geti trauðla riðlast. Þetta er hin mesta fásinna, ef raunveruleik- inn er skoðaður. Þessar jöfnur hafa nú póli- tískt séð ekkert gildi. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki myndað meirihlutastjórn með Alþýðuflokknum af tölulegum ástæðum en slík „samvinna” er af pólitískum ástæðum nú gersamlega úti- lokuð enda þótt jafnvel Magnús Torfi og Karvel væru reiðubúnir að bæta úr tölu- legu vandkvæðunum. Alþýðuflokkurinn á ekki heima í náðar- faðmi Sjálfstæðisflokksins heldur villtist hann þangað af réttri leið, og hefur verið að súpa af því seyðið. Þjónkun hægri forustu Alþýðuflokksins við Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans er mistök, sem hljóta nú að verða leiðrétt, ef Alþýðuflokksfólk vill gefa flokki sínum líf og hlutverk í framtíðinni. Eg sé ekki annað en að við núverandi að- stæður sé pláss fyrir tvo verklýðsflokka, ann- an sósíaldemókratískan og hinn sósíalista- flokk af Alþýðubandalagsgerð. Auðvitað væri það gott, ef hér væri aðeins einn stór og stæltur verklýðsflokkur, en slíkt er ein- ber óskhyggja eins og mál standa í dag og í náinni framtíð. En tveir verklýðsflokkar eru sprotar af sama meiði og ef þeir vinna heils- hugar saman fyrir hagsmunum verklýðsstétt- arinnar þótt þeir hafi engin skipulagsleg tengsl, yrði talað styrkri röddu úr því horni, og er ég þá kominn að kjarna máls míns. Alþýðuflokk og Alþýðubandalag greinir á um marga hluti, en allt eru það, ef betur er að gáð, atriði sem annað hvort tilheyra fjarlægari stefnumiðum eða eru bundin starfs- aðferðum flokkanna. Hitt er miklu meira, sem þeir eru sammála um, og þau atriði lúta að lífskjörum vinnandi fólks og félagslegum ráðum til lausnar aðsteðjandi vandamála og til að tryggja samfélagslegt réttlæti, stjórn- arfarslegt frelsi og efnahagslegt sjálfstæði. Það sem sameinar er því í dag miklu meira og brýnna en það sem sundrar. Samstaða um sameiginleg hagsmunamál í hinni pólitísku baráttu dagsins á ekki að koma í veg fyrir að deilumálin séu rædd og krufin til mergjar. Báðir eiga þessi flokkar ræmr sínar í verk- lýðshreyfingunni. Þar þurfa þeir auðvitað að fóta sig til virkrar samstöðu. Á grund- velli þeirrar samstöðu eiga þeir síðan að samstilla hina pólitísku krafta sína til hags- bóta vinnandi fólki. Ef Alþýðuflokknum og Alþýðubandalag- inu auðnaðist að vinna þann veg saman, sem ég hef hér að framan drepið á, — báðir ger- andi einarðlega grein fyrir sérsjónarmiðum sínum og báðir lýsandi yfir fullkominni sam- stöðu um brýnusm hagsmunamál verkalýðs- ins, þá spyr ég, hvar er það afl í íslensku þjóðlífi, sem þættist geta stjórnað landinu í andstöðu við þessa flokka? Er ekki rétt fyrir forustumenn flokkanna beggja að velta þessari spurningu og svarinu við henni fyrir sér við núverandi tilraunir til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Eg er viss um, að vinstrisinnað og frjáls- lynt fólk í öðrum flokkum mundi fagna slíkri samstöðu Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags og smáflokkar í kringum þá hverfa eins og dögg fyrir sólu. Til að meta möguleika þá rétt, sem svona samstaða gefur, vil ég benda á, að samanlagt atkvæðamagn þessara flokka hefur verið í kosningunum 1967, 1971 og 1974 30.000 til 32.000 atkvæði, og ef atkvæði samtakanna eru talinmeð, sem flest tilheyra öðrum hvorum þessara flokka, þá koma fram hlut- fallstölur, sem eru um þriðjungur atkvæðis- bærar manna í landinu. Hagsmunir verkalýðsins í dag krefjast þess að raunhæfir möguleikar umræddrar sam- stöðu sé kannaðir til hlítar og án tafar. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.