Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 47
og yfirdrottnunarstefnu amerísks hervalds og
auðvalds.
Sú ágengni varð svo taumlaus að meira að
segja hershöfðingjanum Eisenhower ofbauð.
Þegar hann hafði verið forseti Bandaríkjanna
í 4 ár sá hann ástæðu til þess að vara þjóð-
ina í kveðjuræðu sinni 1961 við því valdi
„hernaðar- og iðnaðar-samsteypunnar” („the
military-industrial complex"), sem ógnaði
nú frelsi bandarísku þjóðarinnar. (Sjá „Rétt"
1973, bls. 183—184).
En eftir andlát Roosevelt biðu fulltrúar
þessa sameinaða her- og auðvalds ekki boð-
anna. Leikbrúður þess voru nú komnar í
valdastöðurnar.
Strax að stríði loknu skyldi Bandaríkjaher
✓
fara frá Islandi eftir „hervarnarsamningnum"
frá 1941. En samningurinn var rofinn.
Bandaríkjaher fór ekki.
1. október 1945 krefst Bandaríkjastjórn
þriggja herstöðva á Islandi til 99 á.ra.
III.
Hnefinn í borðið — Gríman fellur
Samfara vaxandi græðgi amerísku auð-
hringanna í hverskonar gróðaaðstöðu, eykst
ásókn ameríska hervaldsins í gamlar og nýjar
herstöðvar um víða veröld, til þess að tryggja
þannig með vopnavaldi að auðhringar Banda-
ríkjanna gætu arðsogið meginhluta jarðar og
jarðarbúa, — með þeim afleiðingum að
Bandaríkjamenn, sem eru 6% jarðarbúa,
drotna nú yfir 60% af auðæfum heims. Sam-
tímis fléttast hervald og auðvald Bandarikj-
anna heima fyrir æ nánar saman, herfor-
ingjarnir beina pöntunum hergagna til
„réttra" fyrirtækja og fyrirtækin taka her-
foringja á hálaun í þjónustu sína, er þeir
hætta störfum í hernum.14) Samhliða þessu
undirbýr Bandaríkjaauðvaldið að taka við af
Hitler um forustuna í krossferðinni gegn
kommúnismanum. Fuiltrúar Bandaríkja-
stjórnar í herteknu Þýskalandi sjá um að
hindra þá þjóðnýtingu þýskrar stóriðju, er
ákveðin hafði verið af bandalagi hinna sam-
einuðu þjóða. Og rétt á eftir fara bandarískir
auðmenn að blanda blóði — eða réttara
sagt hlutafé — við þá þýsku auðmenn, er
áður gerðu út Hitler.
I viðbót við þær herstöðvar er bandaríska
valdið hafði fengið til 99 ára af Bretum,
Jxígar breska heimsveldið var lækkað niður
í annars flokks veldi, voru nú knúðar fram
herstöðvar víða um heim: beggja megin við
Atlantshaf, við austurströnd Asíu, — 23 her-
stöðvar á Filipseyjum einum auk heillar rað-
ar af herstöðvum milli Japans og Filipseyja,
— og alla leið inn í Miðjarðarhaf náði nú
járnklóin. Henry Luce, blaðakóngur Time-
tímaritsins, komst svo að orði um hræsnis-
yfirlýsingu Truman’s 12. mars 1947 um
Grikkland og Tyrkland: „Hið háfleyga tal var
um Tyrkland og Grikkland, en í hljóðum var
hvíslað um hafsjó af olíu sunnan við". Það
var ekki verið að tvínóna við hlutina, skeyta
um samninga, sjálfstæði eða slíkt, þegar
bandaríska valdið var að leggja löndin undir
sig. Harold Ickes, fyrrv. ráðherra innanríkis-
mála, komst svo að orði í grein, er hann
skrifaði í New York Post snemma árs 1947:
„Hvers virði er loforð Bandaríkjanna í al-
þjóðamálum? Á vissum sviðum virðist það
ekki meira virði en samningar þeir, sem
ýmsir amerískir Indíánaættflokkar gerðu við
oss tilneyddir fyrrum."
Nú var komið að Isiendingum sem Indí-
119