Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 16

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 16
2. Vaxandi menningarlega reisn verkalýðshreyf- ingarinnar. Það tekur alllangan tima að gera hugsjón sósíal- ismans að sameign verkalýðsins, — að skapa svo sterka tilfnningu fyrir því að knýja verði fram ofangreindar kröfur og fleiri sem áfanga á leiðinni, að alþýðu manna finnist slíkt álíka nauðsyn og forðum að tryggja sér sómasamlegt fæði og hús- næði. Sósíalisminn á Island: hefur áður sýnt sig að vera það afl, sem vakti öreiga alþýðu, er skorti trú á mátt sinn og rétt, til þeirrar reisnar og þess valds sósíalistískrar verklýðshreyfingar, er afnam örbirgðina. Þá sökuðu afturhaldsblöð okkur sósíal- ista um að vera að ,,æsa upp lægstu hvatir solt- ins lýðs“. — Nú myndi afturhaldinu finnast skörin færast upp i bekkinn, ef verkalýðurinn og hugsjón hans ættu aftur að verða aflið i menningu íslands. En sósíalistísk verklýðshreyfing Islands sýndi það eitt sinn að svo gat verið. Og hún þarf að verða það aftur sem fyrst. Islensk verklýðshreyfing — pólitísk og fagleg — getur hvenær sem hún vill orðið ríki í rikinu, hvað snertir stéttarstyrkleik, fjármálavald, blaða- og bókaútgáfu og hverskyns menningar- og áhrifavald. „Vilji er allt sem þarf“. Þennan sameiginlega sterka stéttarvilja vantar hana enn sem heild, — viljann til valda, — hugrekkið að þora að taka á sig ábyrgð á þvi að stjórna þjóðfélaginu. Það vantar ekki að sumir hlutar launastéttanna geri stundum hagsmunakröfur, sem gætu vissulega, ef þær væru gerðar af stéttinni allri, sprengt ramma hins borgaralega þjóðfélags, — a.m.k. meðan öll óreiða, eyðsla og skipulagsleysi yfir- stéttarinnar er látið óáreitt, — en meðan borgara- stéttin er enn látin ráða atvinnulifinu, þjóðfélaginu og ríkisvaldinu, þá leysir hún vandamál þau, sem sigrar verkalýðsins valda henni, einfaldlega með nýjum gengislækkunum og verðbólgu. (Jafnvel kaupkröfur um ókeypis Mallorkaferðir kæmu ekki i stað pólitísks þroskaj. — Þessi eilifu hjaðningavíg yfirstéttar og alþýðu hafa nú staðið í þrjátíu ár, — frá því verkalýðurinn varð faglega sterkari en yfirstéttin, en hélt samt áfram að vera veikari en hún á stjórnmálasviðinu, þó sterkur yrði. Þessi hjaðningavíg eru háð á kostnað krónunnar, spari- fjárins og verklýðssjóðanna. Ot úr þeim kemur eignavald atvinnurekenda ætíð sterkara on fyr. Hótunin á hendur þjóðfélaginu um stöðvun at- vinnufyrirtækjanna af þeirra hálfu er orðinn ábyrgð- arlaus leikur pólitískra le'.ðtoga þeirra. Og á þanni Ijóta leik verður ekki bundinn endi fyrr en verka- lýðurinn sjálfur er reiðubúinn að taka í sínar hend- ur stjórnina á atvinnufyrirtækjunum, þjóðfélaginu, rík svaldinu. Islensk verklýðssamtök og forystu- menn þeirra þurfa að átta sig á þessu til fullnustu. Atvinnurekendastéttin og pólitiskir fulltrúar henn- ar eru nú ríki í ríkinu eins mikið í krafti áróðurs blaða þeirra og fjármálavalds flokka þeirra eins og í krafti eignavalds sins á atvinnutækjunum. Atvinnurekendastéttin á að visu allm.kið af fyrir- tækjum, — sem hún hefur að miklu leyti eignast með skipulagðri, pólitískri verðbólgu, — en hún á ekki fé til að reka þau. Hún heimtar af ríkisbönk- unum og verklýðssjóðunum aðstöðuna til slíks. Lýðræði og auðvald eru andstæður í sjálfu sér. Það er engin ástæða fyrir verkalýðinn — vinnandi stéttirnar yfirleitt — að láta örfámenna stétt stór- atvinnurekenda misnota lýðræðið til þess að drottna yf:r hinu vinnandi fólki. Verkalýðshreyfingin á að skáka borgarastéttinni með hennar eigin vopn- um, beita sjálf sínu eigin fé auk alls stéttarvalds síns til þess að verða sjálf forustan í mannfélaginu og máta yfirstéttina. En þá gild r að v.ísu að koma í veg fyrir að auðmannastéttin hendi taflinu um koll, er hún sér að hún hefur tapað því, — varpi því lýðræði fyrir borð, sem hún hefur getað notað sem yfirvarp drotnunar sinnar, — m. ö. orðum: kom' landinu undir yfirráð erlendra auðdrottna eða erlendra herja og afnemi lýðræði og þjóðfrelsi. Barátta verklýðsstéttarinnar fyrir frelsi sínu, for- ustu og valdi í þjóðfélaginu er óaðskiljanleg bar- áttunni fyrir sjálfstæði og lýðfrelsi þjóðarinnar, gegn erlendu auðvaldi og hervaldi og innlenda aft- urhaldinu er þjónar því. Og þar með erum við kom n að öðru höfuðhlutverki sósíalistísks flokks ó fslandi — og máski víðar. II. Það verkefni er að hafa áhrif á aðstæður þær í auovaldsþjóðfélaginu, sem verkalýðurinn verður að vinna við. Þær geta vissulega verið svo ólíkar sem hugsast getur og möguleikar sósíalista til að vinna því gerólíkir. Ekkert er fjær lagi en segja að það sé sama hvernig auðvaldsskipulagið er, það sé alltaf auðvaldssklpulag og þvi verði að berjast gegn því. Þvert á móti kemur það hvað eftir annað fyrir eð sósíalistum er bráðnauðsynlegt að berjast 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.