Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 31
starfað . Síöustu árin hafa uppreisnaraðgerðir
orðið tíðari: I október 1970 sprengdi t.d.
ARA (vopnuð byltingarsamtök, tengd
Kommúnistaflokknum) sprengju um borð í
skipi, er flytja skyldi vopn til nýlenduhers-
ins og fleiri slíkar aðgerðir komu á eftir:
8. mars 1971 voru 16 vopnaðar þyrlur og
ellefu aðrar flugvélar eyðilagðar í flugher-
stöðinni í Tanco. Og 13. júní 1971, þegar
aðalbroddar Nato héldu fund í Lissabon,
svifti sprenging í símstöð Lissabon borgina
öllu sambandi við umheiminn klukkutímum
saman. Á árinu 1972 var í febrúar kveikt í
tylftum af bryndrekum, sem senda átti til
Mósambik og síðar var leynileg Nato-stöð, í
Fonte de Telha stórskemmd með spreng-
ingu.
En þótt slík verk vekm mikla eftirtekt var
þó höfuðstarfið þjálfun þess flokks, er taka
skyldi við forusm, þegar loks tækist að steypa
fasismanum. Slíkt starf vann bæði Sósíalista-
og Kommúnistaflokkurinn og þó sérstaklega
hinn síðarnefndi, sem fært hefur gífurlegar
fórnir í þessari meir en 40 ára leynistarfsemi.
Og þó gerist margt öðruvísi en ætlað er:
Þann góða flokk hafði síst grunað að fasism-
anum í Portúgal yrði steypt af einum generál
með einglyrni, sem barist hafði í spönsku
borgarastyrjöldinni undir stjórn Francos, ver-
ið í miðstöðvum þýsku herstjórnarinnar í
orusmnni við Stalíngrad og verið óspar á
napalmsprengjur gegn frelsisher Guineu, —
en áttað sig er ekkert gekk. — Leiðir bylt-
ingarinnar em vissulega hinar margvísleg-
usm.
Það sem gefur von um að þessi bylting
geti þróast á lýðræðislegan hátt og ekki
verði afmrkast, er leiði Portúgal undir nýja
harðstjórn, — svo sem varð í Chile, — er að
herinn er í upplausn eftir árangurslausa
styrjöld og hlýðir ekki skilyrðislaust. Þegar
1. maí-göngur voru leyfðar í fyrsta sinn
eftir 1. maí 1926 settu hermennirnir rauðar
nellikur í byssuhlaupin og 700 þúsund kröfu-
göngumenn og hermennirnir, er steypm fas-
ismanum, sórust í fóstbræðralag. Og sjó-
liðarnir eru enn róttækari en landliðið í
lýðræðislegum kröfum.
En hætturnar vofa yfir. Auðmannastétt
Portúgal heldur efnahagslegum völdum sín-
um og herforingjarnir eru henni nátengdir.
Það þarf því margs að gæta, hættan frá
hægri er mikil. — Því þurfa leiðtögar verka-
manna oft að gæta þess að öfgaöfl nái ekki
að espa svo upp afturhaldsöflin að þau
sprengi það samstarf herforingjanna og al-
þýðunnar, sem byltingin enn byggist á. Þess-
háttar hætmlegt verkfall var td. hjá póst-
mönnum, er fengið höfðu allmiklu af kröf-
um sínum framgengt, en síðan verið æstir
út í verkfall af öfgaöflum.
Það er því margt að varast, til þess að
hægt verði að tryggja að það ástand skapist
að lýðræðislegar kosningar geti farið fram
og þeir aðilar, er meirihluta fá, geti fengið
ríkisvaldið í sínar hendur, — því raunveru-
lega er það enn í höndum herforingjanna.
Og það er engum efa bundið að eitt sterkasta
aflið upp úr slíkum kosningum, yrði Komm-
únistaflokkur Portúgai. Þegar blað hans
„Avante" („Áfram") fékk að koma út 17.
maí eftir meir en 30 ára bann, voru öll
300.000 eintökin alveg rifin út.
Að síðustu skal svo sagt nokkuð frá lífi
formanns þessa flokks, Alvaro Cunhal:
Cunhal gekk árið 1931, 17 ára gamall,
í Kommúnistaflokkinn, sem þá starfaði í
banni laganna. Cunhal var þá stúdent, naut
mikils trausts stúdentanna við háskólann í
Lissabon, varð leiðtogi æskulýðssambands
kommúnista í höfuðborginni og síðar, 1935,
aðalritari æskulýðssambandsins í landinu.
Cunhal var síðar á árinu fulltrúi þess á 6.
heimsþingi ungkommúnista í Moskvu. Þeg-
103