Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 41
3. Breski sendiherrann lét þá skoðun í ljós
að mögulegt væri að telja forsætisráðherrann
eða stjórn hans á að tilkynna opinberlega að
ríkisstjórn Islands sætti sig við („acquiesced
in") amerískt hernám í stað bresks hernáms,
en að hann efaðist um að íslenska ríkisstjórn-
in myndi „óska eftir" („request") slíku her-
námi."
Þann 26. júní er Halifax lávarður aftur hjá
Sumner Wells. Um samtalið segir m.a. svo
í skýrslu Bandaríkjastjórnar:
„Halifax lávarður gaf í skyn við Wells
að fyrirmæli hefðu verið send breska sendi-
herranum í Reykjavík að „sjá um" („to see
to") að íslenski forsætisráðherrann sendi ósk.
(„sent a request").
Breski sendiherrann á Islandi, C. Howard
Smith, hafði samþykkt fimm skilyrði 24. júní,
þegar hann var „að sjá um" („seeing to" it")
að Islendingar samþykktu hervernd lands
þeirra af hálfu Bandaríkjanna."
Þann 27. júní segir svo enn í skjölum
Bandaríkjanna frá viðleitninni til að beygja
Islendinga.’1 Þá er vitnað orðrétt í skeyti
breska sendiherrans í Reykjavík til breska
utanríkisráðuneytisins. Þar segir hann:
„Þrátt fyrir öll rök mín og þrábeiðni neitar
íslenska stjórnin að nota orðið að „bjóða"
(invite"). Afstaða hennar er að á síðasta Al-
þingi hafi verið mikill meirihluti í öllum
flokkum á móti því að biðja Bandaríkin um
vernd. Stjórnin gæti því ekki tekið ábyrgð á
„boði" („inviting") án þess að ráðgast við
Alþingi, en hún væri hrædd um að öll fyrir-
ætlunin yrði að engu ..."
2. „. . . Eftir að við höfum marg undir-
strikað hernaðarlegt mikilvægi Islands, neit-
ar ríkisstjórnin að trúa því að breski herinn
myndi í rauninni fara, ef Bandaríkin ekki
kæmu".8)
Roosevelt mun hafa gert það að skilyrði
að íslenska ríkisstjórnin œskti hervemdar-
innar af frjálsum vilja. Því fóru leikar svo
að raunverulega setti hreska ríkisstjómin
rikisstjóm Islands þá úrslitakosti, er svara
yrði innan 24 tíma þá í júnílok, að sam-
þykkja hinn svonefnda hervemdarsamning
við Bandarikin, þar sem stœði að lsland gerði
þetta „af frjálsum vilja”! Þannig var ríkis-
stjóm lslands beygð undir ameríska hemámið
og Alþingi síðan knúið til þess að samþykkja
þann samning EFTIR að ameríski herinn
hafði stigið á land og hafið sitt hernám.
Churchill sagði hinsvegar í rceðu um hið
nýja hernám í breska þinginu 9. júlí m.a.:
„Hernámið er framkvœmt af Bandarikjunum
til að framfylgja hrein-amerískri stefnu: að
vemda vesturhelminginn gegn nasisman-
um.” . . . „Þessi ráðstöfun amerískrar stjórn-
arstefnu er því í fullu samræmi við breska
hagsmuni og við höfum ekki séð ástceðu til
þess að hafa á móti henni; satt að segja sé
ég ekki að við hefðum aðstöðu til þess með
tilliti til heimsboðs þess, sem íslenska ríkis-
stjómin hefur sent Bandaríkjunum. Við cetl-
um hinsvegar enn sem komið er að halda
her okkar á Islandi. .
Churchill slær vafalaust met í þeim al-
breska eiginleik, hræsninni, með tveim síð-
ustu setningunum. Sjálfur hafði hann látið
kúga íslensku ríkisstjórnina til „heimboðs-
ins" — undir þeirri forsendu að breski her-
inn yrði að fara!!
William Gallacher, hinn skotski þingmað-
ur breska kommúnistaflokksins, kom í heim-
sókn til okkar í Bristonfangelsi, rétt eftir
þennan þingfund og ég spurði hann um við-
brögð hinna þingmannanna við ræðu Chur-
chills. Hann svaraði á þessa leið: „Kratarnir
voru kátir, þeir héldu að Bandaríkjamenn
væru að hjálpa okkur. En íhaldsþingmenn-
irnir voru fúlir, þeir vissu að Bandaríkjamenn
voru að nota sér neyð Bretlands til þess að
klófesta þeirra gömlu yfirráðasvæði — og
113