Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 51

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 51
óspillt og vakandi. Nýsköpunarstjórnin kom sem sigurvegari út úr þeim kosningum. Það hafði ræst, sem „Times" spáði 1941 að Bandaríkin myndu fá sig fullsödd á að fást við Islendinga. Þeir væru svo þrjóskir („stubborn" reit „Times".). IV. Bandaríkjamenn hefja „kalda stríðið”, heimta til sin yfirdrottnun heims Bandaríkjastjórn tók nú að endurskoða fyrirætlanir sínar gagnvart Islandi og öðrum ríkjum heims. I huga Trumans Bandaríkja- forseta hafði hugmyndin um „kalda stríðið" fest ræmr þegar haustið 1945. Það var þjóð- ráð fyrir hin ríku og söddu Bandaríki að hóta nú að svelta hungraða, sundurskotna Evrópu til hlýðni eða hræða óþæga ella með atóm- bombu ógninni til undirgefni — og grund- valla þannig heimsyfirráð Bandaríkjanna. En Jsessi algera stefnubreyting Bandaríkja- stjórnar í andstöðu við alla sátta- og friðar- stefnu, er oft hafði einkennt Rooseveltstjórn- ina, gerðist ekki baráttulaust. Bestu sam- starfsmenn Roosevelts, er enn lifðu, reyndu að andæfa og afstýra ógæfunni. Fremstur þeirra var Stimson hermálaráðherra. 11. sept- ember 1945 gerði hann forseta grein fyrir áliti sínu á þróun heimsmála og deildi mjög á þá fyrirætlun að ætla að hagnýta einokun atómsprengjunnar til ögrunar öðrum þjóð- um, einkum Sovétríkjunum, og til yfirdrottn- unar í veröldinni. Hann spáði sem afleiðing- um slíks villtu kapphlaupi atom-hervæðing- ar, sem tortímt gæti mannkyni, en réð til samstarfs við Sovétríkin og aðra um hagnýt- ingu kjarnorkunnar. A fundi Bandaríkja- stjórnar 21. september 1945 gerði Stimson grein fyrir skoðunum sínum og vann raun- verulega meirihluta ríkisstjórnarinnar á sitt mál, þrátt fyrir andspyrnu ofstækismanna eins og Forrestals o. fl. — En herráðið greip inn í gang málanna á eftir og það réð. Her- foringjar og auðmenn tóku ráðin af Banda- ríkjastjórn, er síðan gerðist í auknum mæli erindreki hinnar ofstækisfullu yfirdrottnunar- seggja, er hugðust nota atómsprengjuna sem einskonar tröppu til heimsdrottnunar. Blekk- ingarherferðinni um hættuna úr austri var hleypt af stokkunum. Hún skyldi trylla heil- ar þjóðir, loka sem lyga-þoka skilningarvitum þeirra, svo þær hlypu sjálfviljugar í faðm hinna nýju herra heimsins. Æsingaherferðin gegn kommúnismanum var hafin. Bandaríkin yfirtóku nú arfinn frá „andkommúnistabandalagi" Hitlers og Mússolinis, er sigrað hafði verið í hræðilegri heimsstyrjöld. Og eftir eins árs æðisgengna áróðursherferð gegn kommúnismanum kom kaldastríðs-yfirlýsingin: Fulton-ræða Churc- hills 5. mars 1946 í Missouri í Bandaríkj- unum („járntjaldið"). Truman og auðmanna- klíkan bak við hann taldi tímann kominn til að leggja til atlögu um heim allan. ★ Bandaríkjastjórn hafði nú hugsað mál sitt hvað ísland snerti. Það varð að taka upp nýja bardagaaðferð við að leggja það land undir sig: vinna á löngum tíma, kannski áratugum, það, sem ekki vannst í einu á- 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.