Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 20
ustuna í baráttu fyrr 12 mílna og 50 mílna
fiskveiðilögsögu, — og stóð jafnvel einn um
að vara við inngöngu í Efnahagsbandalag
Evrópu, þegar borgaraflokkarnir höfðu enn ekki
áttað sig á hvað þar var á seyði.
Meðan auðvaldsskipulagið stendur og imperíal-
isminn enn er sterkur í heiminum, er sjálfstæði
— ekki síst smáþjóðar eins og okkar — alltaf í
hættu. Það verður því ætið eitt meginverkefni
góðs marxistísks flokks á islandi að hafa forustu
þjóðarinnar í sjálfstæðisþaráttu hennar gegn er-
lendri ásælni og imperíalisma, hver sem hann er
á hverjum tíma — og þótt flelri séu en einn eins
og nú, þegar við eigum i höggi bæði við breska og
bandaríska heimsvaldastefnu í senn og viss borg-
araleg öfl eru jafn svikul á báðum vigstöðvum
eins og landráðasamningarnir 1951 og 1961 sýna.
En reynslan sýnir að einn'g eftir að sósíalisminn
hefur sigrað í enn fleiri löndum en nú, þá er nauð-
synin á slíkri varðstöðu marxistísks flokks brýn.
Þótt alþýðan hafi náð völdum og byrjað að byggja
sitt sósíalistíska þjóðfélag, þá geta þeir menn, sem
eru handhafar valds hennar verið breyskir menn,
þrátt fyrir ýmsa kosti, og haldnir áráttu, sem er
erfð frá yfirdrottnunarkerfi stéttaþjóðfélagsins. Það
getur því einnig orðið um ásælni í einhverri mynd
að ræða frá stjórn sósialistísks þjóðfélags. Það
sanna máski sovésku og kinversku kommúnista-
flokkarnir best að hugsanlegt sé, er þeir bera hvor
öðrum slíkt á brýn — og gæta þá lítt hófs í ásök-
unum. — En hitt er rétt að gera sér fyllilega Ijóst
að slikar hættur stafa ekki af eðli sósialismans,
— eins og ágengni auðvaldsríkja í okkar garð og
annara er bein afleiðing af eðli auðvaldsins, —
heldur stafa þær af misbeitingu valds í fullri and-
stöðu við hugsjón og meginreglur sósialismans, —
misbeitingu handhafa rikisvaldsins á því valdi,
meðan það enn er t'l. Við verðum ætíð að muna
að menn geta breytst — oft til hins verra — við
völd, og því verður andlega sjálfstæður, pólitiskt
þroskaður verkalýður ætið að vera á verði uns
rikisvaldið að lokum er ,,dáið út". Þvi þarf verka-
lýðurinn á sjálfstæði sínu, samheldni og frjálsum
umræðum að halda til þess að geta valdið því
verkefni sínu að hafa forustuna í sjálfstæð sbaráttu
þjóðar vorrar. Og þvi má islenskur verkalýður held-
ur ekki gleyma, þótt hann hafi augun opin, hvað
hugsanlega misnotkun valds af hálfu sósíalista
snertir, — að nú eru hin núverandi sósialistisku
ríki það afl, sem fsland og alþýða þess fyrst og
fremst verður að treysta á í viðureign sinni við
imperíalismann ameriska og breska og auðhringi
hans — og hafa reynst oss drengilega hvað eftir
annað og það eins þótt afturhaldssöm stjórn væri
við völd á Islandi eins og 1952, er Bretar settu
á sölubann, sem Sovétrikin hjálpuðu okkur til að
brjóta.
☆ O ☆
Það verkefni að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins,
— lika auðvaldsþjóðfélagsins, — er mikilvægara
fyrir Island en flest önnur lönd. Það er hægt að
gerbreyta þjóðfélaginu hér með ráðstöfunum hinn-
ar þægu og óforsjálu yfirstéttar á Islandi, þótt
samsvarandi ráðstafanir hjá erlendum rikisstjórnum
t.d. á Norðurlöndum kæmu ým'st ekki til mála eða
hefðu engin svipuð áhrif. Þannig hefði vart nokkur
rikisstjórn slíkra landa tekið í mál að ræða um að
veita Bandaríkjunum herstöðvar til 99 ára, — en
frá þvi forðaði Sósialistaflokkurinn Islandi 1945,
— og hinsvegar hefði bygging einnar álverksmiðju
— eins og nú í Straumsvík, — ekki haft nein úr-
slitaáhrif á efnahagshlutföll t.d. i Noregi, en hér
á landi breytir hún, vegna smæðar þjóðarinnar,
hlutföllum þannig, að þar sem ekkert útlent auð-
magn var í íslenskum iðnaði frá 1945—68, þá
verður nú allt í einu me'rihluti alls fjármagns í
iðnaði á Islandi á erlendum höndum.
Þessi dæmi sýna hve mikið er í húfi að íslenskir
sósialistar reyni að hafa áhrif á þróun landsins,
11 þess að forða frá aðstæðum, er síðar meir
myndu gera framkvæmd sósialismans margfalt
erfiðari en ella.
Hver úrslitaáhrif það hefur haft að sterkur sósí-
alistiskur flokkur hefur hvað eftir annað megnað
að móta þróun lands vors og þjóðar til heilla á ör-
lagastundum, sést máski best, ef menn reyna að
gera sér í hugarlund hvernig út liti á Islandi án
þe'rra afreka, er sósíalisminn hér hefur unnið.
Island hefði þá máski verið álíka fátækt land og
fyrir stríð, með fá úrelt fiskiskip eins og þá, út-
lendir flotar hefðu eytt fiskistofnunum eins og þeir
voru á góðri leið með, „hnípin þjóð i vanda" hefði
máski selt þrjár herstöðvar til 99 ára erlendum
herra, er eitthvað léti af hendi rakna fyrir, vinna
í þjónustu hermangara væri fríðindi fyrir kjósendur
hernámsflokka (eins og 1954 og 1955), en þorri
duglegustu verkamanna hefðu flú'ð land og sest
að i Svíþjóð eða öðrum hálaunalöndum til að forð-
ast ,,viðreisnar"-land gerðardóma og atvinnuskorts.
Það eru vissulega hættur því samfara að taka
92