Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 46

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 46
um ameríska valdsins á íslandi. Og í grein minni í „Andvara'' 1943 er hét „Stofnun lýð- veldis á Islandi. Þáttaskil í sjálfstæðisbaráttu Islendinga," var enn brýnt fyrir þjóðinni hver hætta væri á ferðum. Þar sagði m.a.: „Það mun von bráðar reyna á Islendinga í þessum efnum (þ.e. að vernda sjálfstœð- ið. E.O.). Sum stórveldi munu þegar hafa ágirnd á flugvöllum og flotahöfnum hér. Hvalfjörður og Keflavík hafa nú sama gildi og Grímsey forðum, og flugvélar og bryn- drekar nútímans eru ólíkt skæðari langskiþ- um þeim, sem vér óttuðumst þá." Sósíalistaflokkurinn beitti sér eindregið fyr- ir stofnun lýðveldisins í síðasta lagi 1944, m.a. til þess að tryggja að íslendingar réðu utanríkismálum sínum algerlega einir eftir stríð, en einnig til þess að vekja með þjóð- inni sem allra sterkasta meðvitund um sjálf- stæðisbaráttuna og leggja grundvöll að varð- stöðu um raunverulegt sjálfstæði framvegis. Það tókst að fá samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn og Framsókn um að stofna lýð- veldið 17. júní 1944, — lýðveldisnefnd þess- ara þriggja flokka var mynduð 30. nóv. 1943. En ríkisstjórnin tók þá afstöðu með lýðveldisstofnuninni og var stundum alláber- andi hvernig vissir aðilar innan hennar og utan reyndu að gera hlut Bandaríkjanna að lýðveldisstofnuninni sem mestan og greini- legt að hverju var stefnt með því. En þeir, sem fyrst og fremst voru að hugsa um sjálfstæðisbaráttuna í framtíðinni létu heldur ekki sitt eftir liggja. „Samfellda dagskráin" í ríkisútvarpinu 1. des. 1943, á 25 ára afmæli fullveldisins, var helguð Is- landi og baráttu þjóðarinnar frá upphafi og vakti hrifningu. „Sögusýningin" á lýðveldis- hátíðinnilr,) stóð í tákni frelsisbaráttunnar. „Þrcelajörð þér veröldin verður, verk þín sjálfs nema geri þig frjálsan" — vísuorð Matthíasar Jochumssonar voru raunverulega einkunnarorð hennar. En höfuðatriðið var auðvitað lýðveldisstofnunin sjálf með heit- strengingu hátíðaljóðsins: Svo aldrei framar íslands byggð sé öðrum þjóðum háð." Sósíalistaflokkurinn ræddi það mjög al- varlega á þingflokksfundum sínum, er hann vann að myndun nýsköpunarstjórnarinnar, hve mikilvægt það væri að flokkurinn væri í ríkisstjórn, er stríðinu lyki og ameríski herinn ætti að fara burt samkvæmt „samn- ingnum" 1941, því þá myndi Bandaríkja- stjórn reyna að tryggja sér til frambúðar her- stöðvar á Islandi líka á friðartímum og helst væri von að hindra slíkt, ef áhrifa flokksins nyti við þar sem ákvarðanirnar yrðu teknar. Lýðveldisstofnunin var hin formlega sjálf- stœðisyfirlýsing þjóðarinnar, en nýsköpunar- stjórnin hin raunverulega aðgerð hennar t.il að undirbyggja sjádfstœði landsins efnahags- lega og pólitískt og skapa þá reisn hjá þjóð- inni, er tryggði vilja hennar til að vernda sjálfstœðið áfram. Það er rétt, sem Brynjólfur Bjarnason sagði eitt sinn að hefði nýsköp- unarstjórnin ekki verið mynduð og unnið þau afrek, er hún vann, þá væri efasamt að þjóðin treysti því að hún gæti stjórnað sér sjálf. Tvær höfuðstéttir þjóðarinnar höfðu tekið höndum saman um myndun nýsköpunar- stjórnarinnar: verkalýðurinn og útgerðar- mannastéttin. En verslunarvaldið, það vald, sem undirgefnast var erlenda auðvaldinu, var í andstöðu. Þar með voru möguleikar 4 að standast fyrsta og höfuðáhlaup ameríska auð- og hervalusins. 13. apríl 1945 deyr Roosevelt. „Þjóðvilj- inn", málgagn Sósíalistaflokksins, minnist hans í ritstjórnargrein og leggur líka áherslu á hvað við Islendingar hefðum misst. — Nú var brautin rudd fyrir skefjalausa ágengni 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.